Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 3

Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 3
 Veiðigjald er skattur sem lagður er á hvert kíló af fiski sem er veiddur af íslenskum skipum hvort sem fiskurinn er veiddur innan íslenskrar landhelgi eða utan íslensku landhelginnar. Gjaldið er ákveðið einu sinni á ári í upphafi fiskveiðiárs. Hver fisktegund sem er veidd af íslenskum skipum hefur svokallaðan þorskígildisstuðul. Þorskígildistuðull fyrir þorsk fær alltaf stuðulinn einn. Aðrar tegundir fá stuðul sem metin er út frá aflaverðmæti hverrar tegundar gagnvart aflaverðmætum þorsks. Ekkert tillit er tekið til veiðikostnaðar eða hvort tegund er landað ferskri til framhaldsvinnslu eða sem frosinni afurð til útflutnings. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig veiðigjald miðast fyrst og fremst við aflaverð- mæti sem endurspeglar illa útflutningsverðmæti tegundarinnar. Dæmi að veiðigjald grálúðu er 982 milljónir en útflutningsverðmæti er 8 milljarðar, veiðigjald loðnu er 977 milljónir en útflutningsverðmæti er 18,3 milljarðar. Staðreyndir um veiðigjald Veiðigjaldið hefur ekkert með afkomu hvers fyrirtækis að gera. Veiðigjaldið breytist ekkert innan ársins sama hvort afurðaverð hækkar eða lækkar. Veiðigjaldið er lagt á hvort sem einstakt fyrirtæki skilar hagnaði eða tapi. Þorskígildisstuðlar sem eru grunnurinn að því hvernig veiðigjaldið er lagt á skip en eru í engum raunveruleika við framlegð eða hagnað af veiðum hverrar fisktegundar. Fisktegundir sem eru unnar úti á sjó lenda í háum skatti meðan aðrar fisktegundir sem eru unnar í landi greiða lægra veiðigjald. Afleiðingarnar við að nota rangann grunn við þessa skattlagningu eru að fiskveiðiskipum sem vinna aflann úti á sjó mun fækka á næstu misserum. Hér til hliðar er dæmi um hvað verður um aflaverðmæti gulllax á frystiskipi og hvað ríkið tekur mikið af hverjum kostnaðarlið útgerðarinnar. Tegund Þorskígildis- stuðull Veiðigjald per kg. Afli í tonnum 2011 Veiðigjald samtals Aflaverðmæti 2011 Útflutnings- verðmæti 2011 Veiðigjald sem hlutfall af útflutningsverðmæti Þorskur 1,00 32,70 153.055 5.004.889 46.387.130 77.162.000 6,5% Ýsa 0,92 30,08 43.078 1.295.950 11.992.052 16.129.900 8,0% Ufsi 0,73 23,87 42.407 1.012.307 9.139.463 12.556.600 8,1% Gullkarfi 0,82 26,81 43.646 1.170.324 11.799.835 13.180.474 8,9% Djúpkarfi 1,03 33,68 11.737 395.314 3.173.139 3.173.158 12,5% Úthafskarfi 1,09 35,64 12.066 430.068 4.027.868 4.027.868 10,7% Langa 0,59 19,29 8.788 169.547 1.248.146 3.074.800 5,5% Keila 0,39 12,75 5.599 71.403 630.772 1.072.600 6,7% Steinbítur 0,85 27,80 9.892 274.995 2.713.657 5.027.600 5,5% Skötuselur 1,74 56,90 2.904 165.255 1.589.168 1.503.100 11,0% Grálúða 2,47 80,77 12.158 981.973 7.634.615 8.009.500 12,3% Skarkoli 0,74 24,20 4.549 110.095 1.068.157 970.200 11,3% Gulllax 0,57 18,64 10.515 195.989 1.434.269 1.462.600 13,4% Síld 0,20 7,40 75.818 561.053 5.632.364 9.261.760 6,1% Norsk-íslensk Síld 0,25 9,25 126.686 1.171.846 8.832.640 14.832.640 7,9% Loðna 0,08 2,96 330.157 977.265 10.239.318 18.349.400 5,3% Makríll 0,36 13,32 158.895 2.116.481 18.112.624 24.134.900 8,8% Kolmunni 0,10 3,70 5.887 21.782 257.451 446.300 4,9% Samtals 1.057.837 16.126.472 145.912.668 214.375.400 7,5% Útgerð Ríkið Tekjur 140 kr/kg Laun 56 kr/kg 22,4 kr/kg Olía 42 kr/kg 4,2 kr/kg Veiðarfæri 10 kr/kg 1 kr/kg Umbúðir 7,5 kr/kg 1 kr/kg Hafnargjöld 1,4 kr/kg 1 kr/kg Löndun 5 kr/kg 1 kr/kg Viðhald 10 kr/kg 3 kr/kg Annað 7,5 kr/kg 3 kr/kg Veiðigjald 18,6 kr/kg 18,6 kr/kg Samtals -18 kr/kg 55,2 kr/kg (16,1 milljarður) (146 milljarðar) (214 milljarðar) Þetta dæmi sýnir vel hvað ríkið fyrir hönd þjóðarinnar er að fá út úr hverju kg af veiddum gulllax. Þarna er ekkert eftir fyrir útgerðina og þar af leiðandi mun þessum veiðum verða sjálfhætt, verði þetta raunveruleikinn. Sókn á erlend mið mun minnka. Íslendingar munu ekki eiga stór og öflug frystiskip sem geta sótt á fjarlæg mið. Í allri umræðunni er alltaf talað um framlegð sjávarútvegs. Fjölmiðlar, ráðamenn þjóðarinnar, forustumenn stéttarfélaga sjómanna og margir fræðimenn gera engan greinarmun á framlegð annars vegar og svo hagnaði hins vegar. Til að veiða 1 milljón tonna af fiski, vinna allan þennan afla í verðmætar afurðir þarf fjárfestingu. Skip, vélar, tæki og fiskvinnsluhús. Þegar framlegð sjávarútvegs er reiknuð á eftir að greiða fyrir þessa fjárfestingu, það er skipin, vélar og tæki, húsin í landi. Það sem er mjög einkennilegt við þessi veiðigjöld sem eru lögð á núna er að þau eru aðeins lögð á útgerð á íslandi en helmingurinn af allri framlegð í íslenskum sjávarútvegi myndast í fiskvinnslunni. Þau fyrirtæki sem eru aðeins í útgerð lenda mjög illa í þessum veiðigjöldum. Þar sem þorsk- ígildisstuðlarnir eru ónothæfir sem gjaldstofn fyrir veiðigjaldi. Margir aðilar málsins hafa brugðist Ráðamenn þjóðarinnar hafa brugðist í þessu máli. Hófleg og sanngjörn skattlagning er lykilatriði í velferð flestra þjóða. Forustumenn sjómanna hafa brugðist, þeir halda enn að þetta sé skattur á hvert fyrirtæki eftir afkomu hvers og eins fyrirtækis. Fræðimenn úr okkar háskólasamfélagi hafa brugðist, margir þeirra og sérstaklega þeir sem eru hliðhollir stjórnvöldum hafa mælt með þessari aðferð án þess að upplýsina almenning um afleiðingar. Fjölmiðlar hafa brugðist þar sem þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel og rannsakað afleiðingar þess. Forustumenn atvinnulífsins hafa brugðist þar sem þeir hafa ekki gert sér grein fyrir alvarleika þessa máls og afleiðingum þess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.