Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 4
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Ef að snjóar hér mjög mikið til viðbótar geta skapast hér alvarlegar aðstæður. Reimar Vilmundarson Björgunarfélagi Ísafjarðar Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 10-18 m/s. STORMUR EÐA OFSAVEÐUR Veður fer versnandi á norðvestanverðu landinu er líður á daginn. Stormur og stórhríð á Vestfjörðum í kvöld og á morgun er búist við ofsaveðri. Einnig eru líkur á mikilli snjókomu og hríðarveðri norðanlands. 0° 15 m/s 2° 10 m/s 3° 8 m/s 6° 17 m/s Á morgun 18-28 m/s, hvassast NV-til. Gildistími korta er um hádegi 0° -3° -1° 0° -2° Alicante Basel Berlín 18° 10° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 3° 8° 6° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 1° 1° 22° London Mallorca New York 13° 18° 4° Orlando Ósló París 20° -3° 11° San Francisco Stokkhólmur 9° -4° 4° 11 m/s 5° 9 m/s 1 8 m/s 2° 8 m/s -1° 7 m/s 0° 8 m/s -1° 7 m/s 2° -3° 2° 0° -1° ÁLFTANES Lokið er fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélags- ins Álftaness og hefur innan- ríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfé lagsins við Garðabæ, sem var sam- þykkt í báðum sveitarfélögunum í haust. Fjárhaldsstjórn sett af: Bjartara yfir Álftnesingum VEÐUR Snjó kyngdi niður á Vest- fjörðum klukkustundum saman síðasta sólarhring og fjöldi snjó- flóða féll, þar á meðal á vegi. Hættu- og óvissustig er í gildi bæði á sunnan- og norðan- verðum Vestfjörðum vegna snjó- flóðahættu. Hús voru rýmd auk iðnaðar húsnæðis á Ísafirði. Vegir voru víða lokaðir í gær vegna snjóflóðahættunnar en aðrir voru þung- eða ófærir. Reimar Vilmundarson, hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi að björgunarsveitir á svæðinu hefðu frá því um morg- uninn haft mikið umleikis við að aðstoða fólk vegna ófærðar og fannfergis. Tugir manna hefðu unnið látlaust og öll tæki frá Ísa- firði, Hnífsdal, Bolungarvík, Flat- eyri, Suðureyri og Súðavík verið í fullri notkun. Flestir vegir á svæð- inu voru í gær annað hvort þung- eða ófærir. Öðrum var lokað vegna snjóflóðahættu, eins og Eyrarhlíð- inni á milli Ísafjarðar og Hnífs- dals, en umferð var hleypt þar á undir eftir liti um tíma í gærkvöldi. Reimar sagði að allar aðstæður væru nokkuð sérstakar fyrir vestan því mjög harður snjór var fyrir. „Ef að snjóar hér mjög mikið til viðbótar geta skapast hér alvar- legar aðstæður,“ sagði Reimar spurður út í vangaveltur um að svipaðar aðstæður hefðu verið árið 1995 áður en mannskætt snjóflóð féll á Súðavík í janúar það ár. Veður var gott í gærkvöldi en í samfelldri snjókomu um daginn hafði víða hlaðist upp snjór. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að á flestum mæli- stöðvum hefði jafnfallinn snjór verið 30 til 40 sentímetrar. Áhyggjur manna fyrir vestan beinast þó að því sem fram undan er, að sögn Reimars. „Samkvæmt spá má fullyrða að á Vest fjörðum verði engar samgöngur frá því annað kvöld [í kvöld] og allan laugar daginn. Ekki þá nema vegna sérstakra aðstæðna, neyðartilfella eða þess háttar. Ef það verður þá hægt.“ Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofunni í gær að veður útlit væri mjög ljótt. Samhliða mikilli veðurhæð mun fylgja mikil snjó- koma. Gefin hefur verið út við- vörun vegna veðurhorfa í kvöld og spáir norðanstormi eða ofsaveðri á morgun laugardag; hvassast á landinu norðvestanverðu og stór- hríð á norðanverðu landinu. svavar@frettabladid.is 230,8979 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,98 127,58 205,53 206,53 168,37 169,31 22,566 22,698 22,789 22,923 19,511 19,625 1,4798 1,4884 195,67 196,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 27.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is IÐNAÐUR Búist er við því að um 40 þúsund manns komi til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum næsta sumar. Ísafjarðarbær hefur gefið út lista yfir þau skip sem munu leggja leið sína þangað. Alls hafa 38 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Ísafjarðar árið 2013. Þau voru 32 í ár. Skipin sem koma næsta sumar eru stærri og þyngri en í ár, sem þýðir að af þeim eru innheimt hærri hafnar- gjöld og tekjur bæjarins aukast. „Tekjurnar munu aukast veru- lega. Tekjur hafnarinnar markast helst af stærð skipanna og skipa- félögin eru rukkuð eftir stærð þeirra. Á milli ára, 2012 og 2013, förum við úr rúmlega milljón tonnum í heildarstærð skipa yfir í eina milljón og 400 þúsund tonn,“ er haft eftir Guðmundi M. Krist- jánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðar- hafna, á vefnum bb.is. Tekjur hafnarsjóðsins af komu skemmtiferðaskipa námu 32 millj- ónum króna á árinu sem er að líða, en gert er ráð fyrir því að þær nái yfir 40 milljónir á næsta ári. - þeb Búið að birta lista yfir skemmtiferðaskip sem ætla til Ísafjarðar á næsta ári: 40 þúsund manns til Ísafjarðar ÍSAFJÖRÐUR Búist er við að um 40 þúsund manns komi til Ísafjarðar með 38 skemmtiferðaskipum næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSRAEL, AP Naftali Bennett, fer- tugur sonur bandarískra inn- flytjenda, dregur nú til sín fylgi í stórum stíl frá Benjamín Netanjahú, for- sætisráðherra Ísraels. Rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Bennett er leiðtogi flokks heittrúaðra gyðinga á hægri væng stjórnmálanna, algerlega andvígur því að Pal- estínumenn fái að stofna sjálf- stætt ríki og eindreginn stuðn- ingsmaður þess að ísraelskir landtökumenn byggi meira á herteknu svæðunum. Hann er fyrrverandi samherji Netanjahús, en sakar hann nú um að koma ekki hreint fram. - gb Leiðtogi heittrúargyðinga: Saxar á fylgi Netanjahús NAFTALI BENNETT HEILSA Þótt Danir reyki enn nokkuð meira en gengur og gerist í nágrannalöndum þeirra er útlitið í þeim efnum jákvætt. Í frétt Berl- ingske kemur fram að um 120.000 Danir hafi drepið í þetta árið og hafa aldrei eins fáir reykt. Hlutfall fólks yfir 15 ára sem reykir daglega er nú sautján pró- sent og þeir sem reykja sjaldnar eru fimm prósent. Þetta er lækkun um eitt prósentustig milli ára í hvorum flokki. Rannsóknin sýnir jafnframt að 39 prósent Dana hafi reykt á lífs- leiðinni, en geri það ekki lengur. - þj Jákvæðar heilsufréttir: Danir drepa í sem aldrei fyrr VIÐSNÚNINGUR Sífellt fleiri Danir snúa baki við reykingum. Rótuðu í smíðastofunni Tveir fimmtán ára piltar brutust inn í Stóru-Vogaskóla á Vatnsleysuströnd á miðvikudag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um glugga sem þeir höfðu brotið með grjóti og gerði hann kollegum sínum viðvart. Piltarnir voru gripnir í smíðastofunni, þar sem þeir voru að róta til. Málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar. LÖGREGLUFRÉTTIR Lýst eftir Stebba og vitnum Tvær líkamsárásir voru framdar á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi aðfaranótt fimmtudags. Lög- regla leitar þrekvaxins manns með axlasítt hár sem kallaður er Stebbi og var klæddur köflóttri skyrtu með græna derhúfu. Hann mun hafa lamið annan með flösku. Þá er óskað eftir vitnum að því þegar ókunnur maður braut tönn í dyraverði. VESTURLAND Vilhjálmur Birgis- son, verkalýðsforkólfur af Akra- nesi, er Vestlendingur ársins, að mati lesenda staðarblaðsins Skessuhorns. Blaðið hefur staðið fyrir vali á Vestlendingi ársins undan farin fjórtán ár. Í þetta sinn bárust fjölmargar tillögur og alls voru 24 tilnefndir. Af þeim hlaut Vil- hjálmur, sem er formaður Verka- lýðsfélags Akraness, langflestar tilnefningar. - sh Vestlendingur ársins valinn: Vilhjálmur er vinsælastur Snjóflóð í fannfergi og spáð er stórhríð Gríðarlegt fannfergi er á Vestfjörðum eftir nánast samfellda úrkomu í sólarhring. Flestir vegir eru lokaðir vegna snjóa. Mörg snjóflóð hafa fallið. Björgunarsveitir áttu annasaman dag. Samkvæmt veðurspá er aðeins um forsmekkinn að ræða. HAFNARSTRÆTI Í GÆRKVÖLDI Á Ísafirði var jafnfallinn snjór í gær um 40 sentí- metrar en svipaðar tölur voru víða á norðanverðum Vestfjörðum. MYND/ GUNNAR ATLI GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.