Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | FRÉTTIR | 11 BÚÐARDALUR Hnökrar á netinu sagðir ólíðandi. FJARSKIPTI „Ólíðandi er að íbúum og fyrirtækjum í Dalabyggð sé gert að greiða sömu þjónustu- gjöld og þeir sem eðlilegrar þjónustu njóta,“ segir byggða- ráð Dalabyggðar sem krefst þess að búnaður í símstöð Símans í Búðar dal verði uppfærður. „Fjölmargir íbúar í Dalabyggð hafa sent Símanum áskorun þar sem kvartað er yfir því að íbúar í Dalabyggð njóti ekki sömu fríð- inda og kjara og aðrir landsmenn hvað varðar aðgengi að sjón- varpsrásum í gegnum internetið og að hraði í internetsamskiptum sé ekki sá sem íbúar greiða fyrir í áskriftum sínum,“ segir í bókun byggðaráðsins. Ekki hafi fundist viðhlítandi skýringar á hnökrum á netþjón- ustunni. „Þetta vekur upp spurningar um úreltan búnað sem ekki hefur verið svarað.“ - gar Kvarta undan netþjónustu: Dalamenn telja símstöð úrelta VÍSINDI Vísindamenn sem ætluðu að bora 3.000 metra í gegnum ísinn á suðurskautinu í stöðuvatn undir ísnum þurftu að hætta við vegna tæknilegra örðugleika. Bor leiðangursmanna bræddi leið í gegnum ísinn með heitu vatni. Boraðar voru tvær holur sem áttu að tengjast, og átti önnur að leiða vatn upp á yfir- borðið. Ekki tókst að tengja hol- urnar tvær 300 metrum undir yfirborðinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Ekki er útilokað að reynt verði aftur síðar, en nú verður útbún- aður vísindamannanna fluttur til Bretlands þar sem hann verður yfirfarinn. - bj Hætta borun á suðurskauti: Borinn réði ekki við verkið UMFERÐ Hægt á bílum í Búðardal Vegagerðin hefur samþykkt ósk Dalabyggðar um að skoða valkosti til að lækka umferðarhraða í gegnum Búðardal. ÞJÓÐARÖRYGGI Nefnd sem utan- ríkisráðherra skipaði til að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland mun skila af sér í byrjun næsta árs. Eftir er að útkljá hver stefnan verður í veigamiklum málum og ekki ljóst hvort nefndin klofnar. „Þetta hefur gengið mjög vel en hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, formaður nefndarinnar. Hún segir að vinnan hafi tafist vegna anna nefndarmanna við þingstörf, ekki vegna ósættis innan nefndarinnar. Nefndarmenn höfðu gert athuga- semdir við fyrstu drög að þjóðar- öryggisstefnu, og hafa nú fengið uppfærð drög til yfirlestrar. „Vinnan hefur gengið ágæt- lega, en við höfum hingað til verið að skoða stóru myndina frekar en hvað fer inn í plaggið og hvað ekki,“ segir Ragn heiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðis flokksins, sem á sæti í nefndinni. Hún segir að ekki hafi reynt á umræðu um einstök atriði og því ekki komið í ljós hvort nefndin muni skila sameiginlegu áliti eða hvort einhverjir skili minnihluta- áliti. - bj Nefnd sem mótar þjóðaröryggisstefnu Íslands mun skila af sér á nýju ári: Eftir að útkljá stærstu þjóðaröryggismálin Össur Skarphéðinsson skipaði nefnd sem fékk það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ís- land í janúar á síðasta ári. Nefndin á að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem á að tryggja þjóðarör- yggi Íslands. Hún á að koma fram með markmið og leiðir til að ná þeim. Grundvöllurinn sem vinnan byggir á er herleysi landsins, að því er segir í þingsályktunartillögu um skipun nefndarinnar. ➜ Tillögur tryggi þjóðaröryggi VALGERÐUR BJARNADÓTTIR RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Föstudagur 28. desember kl. 11.00 – 19.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 – 20.00 Laugardagur 29. desember kl. 11.00 – 19.00 Sunnudagur 30. desember LOKAÐ Mánudagur 31. desember kl. 09.00 – 14.00 Þriðjudagur 1. janúar (nýársdagur) LOKAÐ OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is vinbudin.is HEILBRIGÐISMÁL Kanill getur verið heilsuspillandi, einkum fyrir börn. Matvælastofnun bendir á þetta á vef sínum. „Þetta er vegna þess að kanill inniheldur af náttúrunnar hendi mismikið af bragðefninu kúmarín sem hefur verið tengt við lifrar- skaða,“ segir þar. „Vinsældir kanils hafa leitt til þess að neysla hefur aukist og er ákveðinn hópur neytenda sem blandar kanil reglu- lega í matinn sér til heilsubótar. Notkun kanils er þó aldrei meiri en yfir jólahátíðirnar.“ - óká Neyslan mest á jólunum: Kanill í óhófi er hættulegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.