Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 28
2 • LÍFIÐ 28. DESEMBER 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Þorláksmessa var einstak- lega falleg í miðborg Reykja- víkur og mátti sjá marga á rölti um miðbæinn. Sást meðal annars til Sögu Sig ljósmyndara en hún dvaldi á landinu yfir hátíðarnar. Séra Vigfús Þór Árnason gæddi sér á Bæjarins bestu en ljósmyndarinn Jónatan Grét- arsson leiddi sína heittelsk- uðu Arndísi Ólöfu Víkings- dóttur um götur borgar- innar. Tobba Marinós og hennar vinkonur yljuðu sér svo við logandi eld og heitt í bolla þegar líða tók á kvöldið. „Elska jólin. Fór í fjallgöngu með ástinni í lífi mínu. Hann bað mig að gi f tast sér á toppi fjallsins. Ég sagði já.“ Þessum gleðifréttum deildi fjöl- miðlakonan Ragnhildur Magnús- dóttir Thordarson, sem starfaði sem útvarpskona hér á landi um árabil en nemur nú kvikmynda- listina í borg draumanna, Los Angeles, á veraldarvefnum yfir hátíðarnar. „Ég er að fara að gifta mig. Ég elska hann John minn,“ skrifaði Ragnhildur, eða Ragga eins og hún er kölluð, jafnframt á Facebook-síðuna sína. FÉKK BÓNORÐ Í FJALLGÖNGU Ragga hefur starfað mikið í fjöl- miðlum hér á landi en núna gerir hún það gott í Los Angeles. Ragnhildur Magnús- dóttir Thordarson sagði „já” á fjallstindi yfir hátíðarnar. Hún fann ástina sína vestan hafs. HVAÐ Á AÐ GERA Á GAMLÁRSKVÖLD? EVA LAUFEY KJARAN HERMANNSDÓTTIR matarbloggari „Ég ætla að borða heima hjá for- eldrum mínum á áramótunum, en þar verður stórfjölskyldan sam- ankomin. Við mamma ætlum að hafa humar á þrjá vegu í forrétt og nautalund í aðalrétt og svo var ég búin að lofa litlu frændum mínum að gera súkkulaðikúlur og fylla þær með súkkulaðimús í eftirrétt. Ég fer svo til tengdaforeldra minna að horfa á Skaupið. Eftir miðnætti ætla ég í gamlársteiti með vinum mínum, þar er alltaf mikið fjör.“ ÞÓRUNN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR leikkona „Við kærastinn eldum yfirleitt sjálf mat á gamlársdag og bjóðum þeim sem vilja koma að vera með okkur. Þetta er oft þannig á gamlárs að við höldum að við verðum bara tvö en svo endar þetta í tíu manns. Við borðum yfirleitt kalkún en það verður eitthvað nýtt á borðum í ár. Svo horfum við á flugeldasýninguna frá Landakotstúninu og styrkjum yfirleitt björgunarsveitina ríflega þó svo að ég komi ekki nálægt því að skjóta upp.“ ANNIE MIST ÞÓRISDÓTTIR íþróttakona „Áramótunum ver ég yfirleitt með fjölskyldu minni, systkinum mömmu, fjölskyldum þeirra og ömmu og afa. Þá er mikið sprengt, sungið og oft spilað fram eftir nóttu. Í ár verð ég í fyrsta skipti fjarri fjölskyldunni, en ég mun verja ára mótunum í Dan- mörku með kærastanum mínum. Það verður þó erfitt að toppa ís- lensk áramót.“ VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR söngkona „Áramótin mín hafa verið voða- lega róleg svona í seinni tíð, enda ég komin með tvo litla stráka. Í ár verðum við hjá tengdaforeldrum mínum í veisluhöldum og þar verður litið yfir árið og farið yfir markmið nýja ársins. Mín markmið eru meðal annars að gefa út nýja plötu og vera strákunum mínum, manni og fjöl- skyldu sem best. Það hefur verið venjan hjá minni fjölskyldu að borða kalkún á gamlárskvöld með öllu til- heyrandi og svo höfum við frómas í eftirrétt. Svo er að sjálfsögðu fastur liður að kveikja á Skaupinu og svo tökum við hjónaleysin eflaust lagið saman. Ég er ekki mikið fyrir það að fara í bæinn. Mér finnst gott að vakna fersk og frísk á nýársdegi. Það setur tóninn fyrir nýja árið.“ Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.