Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 58
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30
Þorbjörn Jensson
1995-2001
72 sigrar í 124 leikjum
61,3% sigurhlutfall
Best: 5. sæti á HM 1997
Þorbergur Aðalsteinsson
1990-1995
76 sigrar í 143 leikjum
59,4% sigurhlutfall
Best: 4. sæti á ÓL 1992
Bogdan Kowalczyk
1983-1990
110 sigrar í 227 leikjum
52,9% sigurhlutfall
Best: 6. sæti á ÓL 1984 og HM 1986
HANDBOLTI Þegar flautað verður
til leiks á heimsmeistaramótinu í
handknattleik 11. janúar má segja
að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska
karlalandsliðinu sem tekur þátt í
sínu sautjánda HM. Aron Krist-
jánsson, einn sigursælasti þjálf-
ari okkar Íslendinga, mun stjórna
liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu
í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast
með hvernig Hafnfirðingnum
reiðir af.
Kröfurnar eru miklar enda
hefur liðið á undangengnum árum
náð afburðaárangri sem á sér ekki
hliðstæðu hjá íslenskum flokka-
íþróttamönnum. Forverar Arons í
starfi námu allir fræðin hjá þjálf-
urum úr austurvegi og skal þar
fremstan nefna Bogdan Kowalczyk
sem markaði dýpri spor í handbolt-
ann á Íslandi en nokkur hefur gert
sér grein fyrir. Með gjörbreyttum
vinnubrögðum hafði hann áhrif á
lærisveina sína sem á eftir komu
þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó
Sigurðsson, Alfreð Gíslason og
síðast en ekki síst Guðmund Guð-
mundsson.
Ekki má gleyma þeim þjálfara
sem náð hefur bestum árangri á
heimsmeistaramóti til þessa, Þor-
birni Jenssyni, sem náði fimmta
sætinu í Kumamoto í Japan 1997.
Honum til halds og trausts var ein-
hver alsnjallasti þjálfari fyrrum
Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev.
Skipulagður leikur í vörn sem sókn
ásamt öflugum hraðaupphlaupum
hafa verið aðalsmerki lands liðsins
á undangengnum árum og hafa
austur-evrópsk áhrif á leikstíl
liðsins verið augljós. Ljóst er að
Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum
lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð
og ekki síst Guðmund sem kom
landsliðinu í fremstu röð á alþjóða-
vettvangi. Afrek sem væntanlega
seint verður toppað.
Aron Kristjánsson kemur í raun
úr allt öðru umhverfi. Hans læri-
meistari og mentor var einhver
albesti handknattleiksmaður Dana
í gegnum tíðina, Anders Dahl-
Nielsen. Nielsen þjálfaði danska
landsliðið, Flensburg, Skjern og
auðvitað KR þar sem hann gerði
garðinn frægan á árunum 1983-
1984. Aron Kristjánsson lék undir
stjórn Danans hjá Skjern og tók
síðan við starfi hans hjá félaginu
og náði afbragðsgóðum árangri.
Það hefur glöggt mátt greina á
leikstíl Hauka að þar gætir skandi-
navískra áhrifa mun meira en hjá
forverum Arons með landsliðið.
Það er ljóst að Aron mun fara
aðrar leiðir en forverar hans í
starfi. Það sást strax í undan-
keppni Evrópumótsins í haust
þegar Íslendingar lögðu Hvít-
Rússa og Rúmena. Aron Kristjáns-
son notaði þar fleiri leikmenn en
Íslendingar hafa átt að venjast og
minnti mjög á vinnubrögð Ulrik
Wilbek, landsliðsþjálfara Dana.
Guðmundur Guðmundsson var
íhaldssamur þjálfari. Það var hans
stærsti kostur og jafnframt hans
mesti galli. Þetta mun Aron reyna
að forðast í lengstu lög en hafa ber
í huga að íslenska landsliðið hefur
orðið fyrir áföllum í aðdraganda
mótsins. Tveir af máttarstólpum
liðsins, Arnór Atlason og Alex-
ander Petersson, gáfu ekki kost
á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað
munu ungir leikmenn væntan-
lega fá þau tækifæri sem margir
hafa beðið eftir á síðustu árum.
Þar skal helsta telja Ólafana þrjá
Ragnarsson, Gústafsson og Guð-
mundsson. Það er ekki sjálfgefið
að þessir leikmenn feti í fótspor
þeirra sem ekki gáfu kost á sér en
einhvern tímann er allt fyrst og
þeirra tími er kominn.
Aron Kristjánsson á erfitt verk-
efni fyrir höndum. Það er ekki
einfalt mál að taka við keflinu af
sigur sælasta þjálfara Íslands fyrr
og síðar, Guðmundi Guðmunds-
syni. Fjórða sætið á Evrópumeist-
aramótinu árið 2002, silfurverð-
laun á Ólympíuleikunum í Peking
árið 2010 og bronsverðlaun á EM í
Austur ríki sama ár. Þetta eru við-
miðin sem nýráðinn landsliðsþjálf-
ari þarf að keppa við og mæla sig
við.
gudjon.gudmundsson@365.is
SPORT
SKILDI MIKIÐ EFTIR SIG Bogdan Kowalczyk með Guðjóni Guðmundssyni.
Fer Aron aðrar leiðir
en forverarnir?
Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla
Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson,
Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en
mentor Arons var í Danmörku.
Guðmundur Guðmundsson
2001-2004 og 2008-2012
96 sigrar í 194 leikjum
55,7% sigurhlutfall
Best: 2. sæti á ÓL 2008
Alfreð Gíslason
2006-2008
17 sigrar í 44 leikjum
43,2% sigurhlutfall
Best: 8. sæti á HM 2007
Viggó Sigurðsson
2004-2006
21 sigur í 41 leik
58,5% sigurhlutfall
Best: 7. sæti á EM 2006
Landsliðsþjálfarar undir áhrifum Bogdan Kowalczyk
Vinningar
Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning.
Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a›
Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Byrja› ver›ur a› grei›a út
vinninga þann 17. janúar nk.
Jólahappdrætti
Krabbameins-
félagsinsÚtdráttur 24. desember 2012
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr.
2810
3685
4535
4896
5481
5665
8999
9638
10172
10404
11168
11694
12924
13443
14550
17604
17927
20064
21528
23177
23234
24519
25016
27824
27908
28039
28544
32392
32742
33572
35511
36202
36773
38973
40853
41561
42281
43129
44256
44578
46196
46911
47186
48604
49652
50924
51624
53208
53334
55889
55956
56351
57509
58198
59133
59198
59316
59951
60062
60793
62285
62388
67622
68086
68985
68990
70042
71634
73966
74858
77776
79879
80942
82416
86165
86407
87750
89611
89687
90493
90736
91575
91611
92404
93225
93392
94920
95043
95489
96457
96697
97407
97856
98337
100911
101847
103032
103191
104913
105115
105908
106481
109778
110048
111487
113166
113517
114369
116384
116421
119835
120445
122096
124731
124918
125662
126327
128982
129144
129235
129284
130259
131728
131750
131804
133234
133414
134492
134833
135074
135328
138196
139021
139438
139651
140750
141173
143981
145624
145751
147129
148296
Bi
rt
án
á
by
rg
›a
r
Audi A1 Sportback, 3.990.000 kr.
91754
Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr.
96743
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr.
717
4015
5689
5908
11329
12914
18802
20813
24007
30920
31369
31671
37770
38506
48222
48756
49885
52024
53270
54791
55169
60406
61857
63227
64767
68065
74251
75281
78018
78745
79389
86345
88988
89432
92474
95541
98285
100746
103385
107439
107900
108439
110144
113593
116085
116854
121798
122442
127411
127563
129378
131318
133701
135605
137671
139433
142449
143464
143713
145313
HANDBOLTI Ekkert verður af
endurkomu Ólafs Stefánssonar
í íslenska landsliðið í handbolta
því hann ákvað að draga sig út úr
HM-hópnum í gær.
„Við vorum aldrei öryggir með
Óla því hann ætlaði alltaf að
reyna að koma sér í form og við
áttum eftir að sjá hvert ástandið
væri á honum. Hann var kominn
í mjög fínt líkamlegt alhliða-
form en var ekki búinn að vera
æfa mikinn handbolta frá því á
Ólympíu leikunum. Þegar hann
var að koma sér inn í handbolta-
hreyfingarnar þá var lengra í
land en hann gat sætt sig við.
Það voru líka að gera vart við sig
gömul hnémeiðsli sem hann var
í vandræðum með. Hann er líka
að fara að spila í Katar og fer í
læknisskoðun þar í byrjun janúar.
Þetta var bara niðurstaðan,“ sagði
Aron Kristjánsson landsliðs-
þjálfari í gærkvöldi.
„Ásgeir Örn verður maður
númer eitt og svo erum við með
annan örvhentan mann í Erni
(Hrafni Arnarsyni) og höfum
líka rétthenta leikmenn sem geta
leyst þessa stöðu. Það er gott að
þetta skýrist svona fljótt í undir-
búningnum og við þurfum ekkert
að velta okkur neitt meira upp úr
þessu,“ sagði Aron.
Það eru fleiri forföll hjá liðinu.
„Ingimundur (Ingimundarson) er
ekki með eins og stendur. Hann
fer í myndatöku á morgun og þá
sjáum við betur hver staðan á
honum verður. Staðan var ekki
alltof góð í dag og það er tvísýnt
með hann,“ sagði Aron. Ólafur
Bjarki Ragnarsson gat ekkert
æft með liðinu í gær og Vignir
Svavars son kom ekki til landsins
fyrr en seint. Aron vonast eftir
því að báðir verði með á morgun-
æfingunni í dag.
Íslenska landsliðið mætir Túnis
í Laugardalshöllinni klukkan
19.45 í kvöld. „Það þarf mikið að
stilla saman núna og við höfum
ekki mikinn tíma. Við höfum
nýja menn í mörgum stöðum eins
og í varnar leiknum til dæmis. Við
verðum að reyna ná því að vinna
vel út úr þessum Túnisleikjum og
sjá til þess að þeir gefi okkur eins
mikið og hægt er fyrir áfram-
haldið,“ sagði Aron. - óój
Ólafur ekki með á HM
Enn eitt áfallið fyrir íslenska handboltalandsliðið í
aðdraganda fyrsta stórmóts Arons Kristjánssonar.
ÓLAFUR STEFÁNSSON Mun ekki spila
á HM á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM