Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 10
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Ágúst Hafberg, hjá Norðuráli, segir að fyrirtækið sé vel í stakk búið til að taka kerfið upp. Öll álver í Evrópu sendi inn losunartölur og miðað sé við þau 10 prósent sem minnst losi og framleiðslutölur nokkur ár aftur í tímann. Íslensku álverin standi sig vel í því að halda losun í lágmarki. Hvað Norðurál varði setji stækkun álversins þó mark sitt á losunarheimildirnar því ekki fáist sjálfkrafa heimildir fyrir aukinni framleiðslu, jafnvel þótt hún losi miklu minna af gróðurhúsalofttegundum en önnur framleiðsla geri. „Það þurfa allir á Íslandi að fara að borga eitthvað. Við þurfum að borga fyrir um það bil 10 prósent af losunarheimildunum okkar næstu árin. Mest er það vegna þess að við erum stöðugt að auka framleiðsluna með tækniþróun og fáum ekki úthlutað heimildum fyrir alla þá framleiðslu strax. Hversu mikið við borgum fer eftir markaðsverði losunarheimilda en á næstu árum verða þetta 100 til 200 milljónir á ári fyrir Norðurál.“ Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunar- heimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunar- heimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfis- ráðuneytinu, segir að heimildunum sé út- hlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheim- ildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfis- vænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“ Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsaloft- tegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleið- enda, segir að meðallosun gróðurhúsaloftteg- unda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli. Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmda- stjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheim- ildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmda- stjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrir- tækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa við- bótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Það þurfa allir á Íslandi að fara að borga eitthvað. Ágúst Hafberg hjá Norðuráli Verð umframlosunar miðað við 7 evrur 75-100 milljónir kr. Verð umframlosunar miðað við 15 evrur 150-200 milljónir kr. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 100 milljóna mengunarskattur Norðurál borgar fyrir um 10% af heimildunum Stóriðjan þarf að kaupa losunarheimildir á nýju ári samkvæmt kerfi ESB. Álverin þurfa að greiða um 100 milljónir miðað við núverandi verð. Gæti tvöfaldast. Hægt að lækka kostnað með minni mengun. ASKÝRING | 10 STÓRIÐJAN ÞARF AÐ KAUPA LOSUNARHEIMILDIR 800.000 TONN af áli er heildar- framleiðsla álverksmiðja á Íslandi 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 to nn a f C O 2 l os uð Frímark ESB er 1,514 tonn af CO2 er meðal- losun á hvert framleitt tonn af áli1,6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.