Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 8
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Vilja bráðabirgðastjórn 1SÝRLAND Rússar eru nú komnir á þá skoðun að endurvekja þurfi friðaráætlun frá í sumar, þar sem gert er ráð fyrir að bráðabirgðastjórn taki við völdum í Sýrlandi þangað til kosningar verða haldnar. Lakhdar Brahimi, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, tekur undir þetta en hann ætlar til Rússlands um helgina. Óljóst er þó enn hvort ráðherrar í stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta mega sitja í bráða- birgðastjórninni. Stjórnarandstaðan rannsökuð 2EGYPTALAND Aðalsaksóknari egypska ríkisins ætlar að hefja rannsókn á því hvort nokkrir helstu leið- togar stjórnarand- stöðunnar hafi gerst sekir um að hvetja til stjórnarbyltingar. Rannsóknin beinist að Mohammed ElBaradei, Amr Moussa og Hamdeen Sabahi, sem allir hafa á síðustu vikum gagnrýnt Mohammed Morsi forseta fyrir að taka sér einhliða nánast alræðisvöld. Mæður í haldi á sjúkrahúsi 3KENÍA Að minnsta kosti tvær mæður, sem búa í leirkofum skammt frá fæðingarsjúkrahúsi í Naíróbí í Kenía, segjast ekki mega yfirgefa sjúkrahúsið eftir að hafa fætt þar börn vegna þess að þær hafa ekki getað greitt sjúkrahús- reikninga sína. Lazarus Omondi, forstjóri sjúkra hússins, viðurkennir glæp sinn fúslega og segist ekki geta rekið sjúkrahúsið séu reikningar ekki greiddir. NÁMSSTYRKIR TIL FRAMHALDSNÁMS ERLENDIS Viðskiptaráð auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki: Styrkirnir eru veittir vegna framhaldsnáms við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnu- lífinu og stuðla að framþróun þess. Tveir styrkjanna gera kröfu um nám á sviði upplýsingatækni. Hver styrkur er að fjárhæð krónur 400.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, þann 13. febrúar næstkomandi. Umsóknarfrestur rennur út klukkan 16.00 föstudaginn 25. janúar 2013. Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Nánar á: www.vi.is/namsstyrkir Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS ICELAND CHAMBER OF COMMERCE VIÐSKIPTI Stærsti einstaki kröfu- hafi í bú Kaupþings er sjóður í stýringu bandaríska vogunar- sjóðsfyrirtækisins York Capital Management, 20. stærsta vogunar- sjóðs Bandaríkjanna. Samtals á sjóðurinn samþykktar kröfur upp á 198,3 milljarða króna, eða 7,13 prósent allra samþykktra krafna. Um mitt ár 2010 átti sjóðurinn kröfur upp á 157 milljarða króna og því er ljóst að hann hefur bætt vel við sig á síðustu tveimur árum. York Capital, sem sérhæfir sig í að hagnast á viðskiptum með kröfur á gjaldþrota fyrirtæki, er líka stór kröfuhafi í bú Glitnis. Alls á sjóður í stýringu York 0,58 prósent allra samþykktra krafna í bú Glitnis. Burlington Loan Management, írskur sjóður í stýringu bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins David- son Kempner Capital Management, er fimmti stærsti kröfuhafi Kaup- þings. Sjóðurinn á samtals kröfur upp á 109 milljarða króna, eða 3,92 prósent allra samþykktra krafna. Burlington átti kröfur upp á 79,5 milljarða króna um mitt ár 2010 og hefur því bætt við sig um 30 millj- örðum króna af kröfum síðan þá. Sjóðurinn er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis með 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildar- umfang krafna hans í bú Glitnis er 191 milljarður króna. Um mitt ár 2010 átti sjóðurinn kröfur á Glitni fyrir 142 milljarða króna og því hefur hann bætt duglega við sig. Burlington er einnig á meðal stærstu eigenda Straums fjárfest- ingabanka og Klakka, sem áður hét Exista. Sjóðirnir hafa keypt kröfur sínar á brotabroti af nafnvirði þeirra á undanförnum árum. Þegar skulda- tryggingar íslensku bankanna voru gerðar upp í nóvember 2008 voru væntar endurheimtur mjög lágar. Hjá Glitni voru þær áætlaðar um þrjú prósent en hjá Kaupþingi um 6,6 prósent. Erlend tryggingafélög sem höfðu selt skuldatryggingar á íslensku bankana sátu uppi með þessi bréf og seldu flest þeirra á hrakvirði. Þau bréf keyptu vogunar- sjóðir í stórum stíl. Virði krafna í bú Glitnis hefur nífaldast síðan þá og virði krafna í bú Kaupþings tæplega fjórfaldast. thordur@frettabladid.is Burlington og York með háar kröfur Tveir vogunarsjóðir eiga kröfur á Kaupþing og Glitni fyrir um 500 milljarða króna. Virði þeirra krafna sem sjóðirnir keyptu hefur margfaldast. Vogunarsjóðir og samþykktar kröfur KRÖFUHAFAR Kröfuhafahópur Kaupþings samanstendur annars vegar af vogunar- og fjárfestingasjóðum og hins vegar af bönkum, að mestu erlendum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Burlington Loan Management* 3,92% 8,46% York Capital Management 7,13% 0,58% CCP Credit Acquisition 1,11% 4,61% Hilcrest Investors ltd. 3,32% 0,71% ACMO s.a.r.l. 3,55% 2,79% Perry Luxco 1,7% 1,98% Thingvellir s.a.r.l. 1,68% 1,98% TCA Opportunity Investments 1,12% 1,52% *í stýringu Davidson Kempner Capital Management Sjóðir Kröfur í bú Kaupþings Kröfur í bú Glitnis HEIMURINN 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.