Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 25
ÁSGEIR TRAUSTI Á AKUREYRI Hinn vinsæli tónlistarmaður Ásgeir Trausti heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld ásamt hljóm- sveitinni Moses Hightower. Ásgeir Trausti á fjölmarga aðdá- endur og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir plötu sína. Tónlistin er blanda af þjóðlagapoppi og raftónlist. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur aprí- kósu- og balsamgljáðan hátíðarfugl með púrtvíns- sósu, sætri kartöflumús og fyllingu með sveppum, lauk og sólþurrkuðum tómötum. Rétturinn er fyrir sex manns. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu hátíðarmáltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. FYLLING 3 msk. olía 1 askja sveppir 2 laukar, skrældir og skornir í báta 10 sólþurrkaðir tómatar 1 tsk. timían Salt og nýmalaður pipar 1 dl púrtvín eða rauðvín 1 msk. tómatpúrra Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina og laukinn í 2 mínútur. Bætið þá sólþurrkuðu tómöt- unum á pönnuna og kryddið með salti, pipar, tómatpúrru og timíani. Hellið púrtvíni á pönnuna og sjóðið í 1 mínútu. Hátíðarfugl, um 2 kíló 3-4 lárviðarlaufarlauf 3-4 greinar timían eða 1-2 tsk. þurrkað 2 dl púrtvín eða rauðvín 5 dl vatn Sósujafnari 1 msk. kjúklingakraftur 40 g kalt smjör í teningum Nýmalaður pipar Setjið fyllinguna inn í fuglinn og bindið leggina saman. Færið fuglinn í steikarpott eða djúpt eldfast mót ásamt lárviðar- laufum, timíani og púrtvíni. Setjið lok á steikarpottinn eða álpappír yfir eldfasta mótið og bakið fuglinn við 150°C í 40 mínútur á hvert kíló eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Hellið þá vökvanum úr fuglinum og steikarpottinum í pott og bætið vatni og kjúklinga- krafti saman við. Hleypið suðunni upp og þykkið með sósu jafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu í sósuna. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með pipar. HJÚPUR 2 msk. apríkósusulta 2 msk. balsamikedik Sett í skál og blandað vel saman. Penslið fuglinn með hjúpnum og bakið við 180-190°C Í 10 mínútur. Berið fuglinn til dæmis fram með sætri kartöflumús sem bragð- bætt er með rifnum appelsínu- berki og safa, steiktum eplum með stjörnuanís og grænmeti. HÁTÍÐARFUGL APRÍKÓSU- OG BALSAMGLJÁÐUR MEÐ PÚRTVÍNSSÓSU OG FYLLINGU Óskum landsmönnum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.