Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 25

Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 25
ÁSGEIR TRAUSTI Á AKUREYRI Hinn vinsæli tónlistarmaður Ásgeir Trausti heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld ásamt hljóm- sveitinni Moses Hightower. Ásgeir Trausti á fjölmarga aðdá- endur og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir plötu sína. Tónlistin er blanda af þjóðlagapoppi og raftónlist. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur aprí- kósu- og balsamgljáðan hátíðarfugl með púrtvíns- sósu, sætri kartöflumús og fyllingu með sveppum, lauk og sólþurrkuðum tómötum. Rétturinn er fyrir sex manns. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu hátíðarmáltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. FYLLING 3 msk. olía 1 askja sveppir 2 laukar, skrældir og skornir í báta 10 sólþurrkaðir tómatar 1 tsk. timían Salt og nýmalaður pipar 1 dl púrtvín eða rauðvín 1 msk. tómatpúrra Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina og laukinn í 2 mínútur. Bætið þá sólþurrkuðu tómöt- unum á pönnuna og kryddið með salti, pipar, tómatpúrru og timíani. Hellið púrtvíni á pönnuna og sjóðið í 1 mínútu. Hátíðarfugl, um 2 kíló 3-4 lárviðarlaufarlauf 3-4 greinar timían eða 1-2 tsk. þurrkað 2 dl púrtvín eða rauðvín 5 dl vatn Sósujafnari 1 msk. kjúklingakraftur 40 g kalt smjör í teningum Nýmalaður pipar Setjið fyllinguna inn í fuglinn og bindið leggina saman. Færið fuglinn í steikarpott eða djúpt eldfast mót ásamt lárviðar- laufum, timíani og púrtvíni. Setjið lok á steikarpottinn eða álpappír yfir eldfasta mótið og bakið fuglinn við 150°C í 40 mínútur á hvert kíló eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Hellið þá vökvanum úr fuglinum og steikarpottinum í pott og bætið vatni og kjúklinga- krafti saman við. Hleypið suðunni upp og þykkið með sósu jafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu í sósuna. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með pipar. HJÚPUR 2 msk. apríkósusulta 2 msk. balsamikedik Sett í skál og blandað vel saman. Penslið fuglinn með hjúpnum og bakið við 180-190°C Í 10 mínútur. Berið fuglinn til dæmis fram með sætri kartöflumús sem bragð- bætt er með rifnum appelsínu- berki og safa, steiktum eplum með stjörnuanís og grænmeti. HÁTÍÐARFUGL APRÍKÓSU- OG BALSAMGLJÁÐUR MEÐ PÚRTVÍNSSÓSU OG FYLLINGU Óskum landsmönnum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.