Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | TÍMAMÓT | 19 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSEF KRISTJÁNSSON bifvélavirki, Vanabyggð 7, Akureyri, andaðist föstudaginn 14. desember á Kristnesspítala. Jarðarför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. janúar kl. 10.30. Björg Ólafsdóttir Guðbjörg Inga Jósefsdóttir Sigmundur Rafn Einarsson Ólafur Jósefsson Jóhanna Elín Jósefsdóttir Björn Leifsson Ragnhildur Björg Jósefsdóttir Gunnar Níelsson barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, TRYGGVI SIGURÐSSON Fagurhólsmýri, Öræfum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands aðfaranótt 24. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Nanna Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR HJARTARSON bakarameistari, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. desember sl. Útför hans fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Bára Jónsdóttir Katrín Sigurðardóttir Þorgils Þorgilsson Þóra M. Sigurðardóttir Einar Gunnlaugsson Jóna Sigurðardóttir Kristján Ólafsson Sigurður I. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín, amma okkar og tengdamóðir, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR lést í faðmi fjölskyldunnar annan í jólum á Landspítalanum við Hringbraut. Hans Óskar Isebarn Dagmar Björnsdóttir Matthías Einarsson Kjartan Hansson Klara Hansdóttir Albert Örn Sigurðsson Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir og barnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR talsímakona, Dvalarheimilinu Grund, Hringbraut 50, lést 20. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 2. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Grund. Guðný Þorvaldsóttir Böðvar Þorvaldsson Þórunn Árnadóttir og aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, INGI GARÐAR SIGURÐSSON fyrrum tilraunastjóri á Reykhólum, Þykkvabæ 17, Reykjavík, sem lést á Landakoti sunnudaginn 16. desember. Útför fer fram í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Kristrún Marinósdóttir Hörður Ævarr Ingason „Hafskipabryggjan hér í Hafnarfirði var ein sú fyrsta sem gerð var á land- inu og gufuskipið Sterling var fyrsta skipið sem lagðist að henni, reyndar tæplega einum og hálfum mánuði áður en bryggjan var formlega vígð,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri og rekur söguna aðeins nánar. „Hafnarfjarðarhöfn var formlega stofnuð 1909 þó hún hafi verið komin miklu, miklu fyrr. Mjög fljótlega eftir hina formlegu stofnun kom upp hug- mynd um að byggja hafskipabryggju og hún var vígð 1913. En áður en af því varð kom þetta gufuskip og lagðist að bryggjunni.“ Ekki veit Már fyrir víst hvaðan Sterling var að koma en kveðst reikna með að það hafi verið að koma frá Bretlandi. „Bretar voru með tog- araútgerð hér á þessum tíma og voru mjög umsvifamiklir. Svo kom Gullfoss hér að 1913. Það var í fyrsta skipti sem hann lagðist að bryggju á Íslandi því hann lá alltaf úti á höfnum og fólk og vörur voru ferjaðar í land. Hann kom fullur af fólki frá Reykjavík og sigldi aftur til baka. Bara sportsigling milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.“ Bókin Höfnin, saga Hafnarfjarðar- hafnar kom út nú fyrir jól. „Á afmælis- fundi 9. september 2009 var ákveðið að gefa út bók um höfnina og hún er orðin að veruleika,“ lýsir Már. „Okkur þykir tilvalið að halda hóf af tvennum ástæðum í dag í Byggðasafni Hafnar- fjarðar, vegna bókarinnar og að öld er frá komu Sterlings.“ gun@frettabladid.is Hafnfi rðingar fagna tvennum tímamótum með hófi í dag Hundrað ár eru frá því fyrsta skip lagðist að bryggju í Hafnarfi rði. Það hét Sterling og var gufuskip. Hafnfi rðingar fagna því í dag og einnig útgáfu nýrrar bókar um höfnina. ATHAFNALÍF Í FIRÐINUM Hér er verið að smíða hafskipabryggjuna í Hafnarfirði fyrir hundrað árum. MYND/LJÓSMYNDASAFN ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS Elektra býður upp á sína árlegu flug- eldasýningu í tali og tónum á Kjarvals- stöðum sunnudaginn 30. des ember klukkan átta. Þar verður slegið á létta strengi og flutt efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyrenda. Á efnis- skrá eru meðal annars Sígauna tríóið eftir Haydn, tveir nýlegir tangóar eftir Björgvin Þ. Valdimarsson sem skrif- aðir voru fyrir Elektra Ensemble og ný útsetning Ástríðar Öldu Sigurðar- dóttur á Ungverskum dönsum eftir Brahms. Elektra Ensemble er glæsilegur tónlistarhópur skipaður fimm ungum framúrskarandi tónlistarkonum, þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleik- ara, Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautu- leikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarínettuleikara, Helgu Þóru Björg- vinsdóttur fiðluleikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. Hópurinn var útnefndur Tónlistar hópur Reykjavíkur borgar 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjar- valsstöðum sem hefur hlotið lof jafnt gesta sem gagnrýnenda. Áramótagleði Elektra Ensemble Sígaunatríó Haydns og Ungverskir dansar Brahms eru á efnisskrá áramótatónleika. ELEKTRA ENSEMBLE býður upp á sína árlegu flugeldasýningu í tali og tónum á Kjarvalsstöðum. Nýtt fjölnota knatthús var vígt við hátíðlega athöfn á Höfn í Hornafirði rétt áður en jólin gengu í garð. Það hefur hlotið nafnið Báran. Húsið er gjöf frá fyrir tækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins. „Það var mjög vel mætt í vígsluna og stemningin var hátíðleg,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og lýsir mikilli ánægju með fram- kvæmdina. „Húsið er sannkölluð lyftistöng fyrir iðkun íþrótta hér í Hornafirði að vetrinum. Það gerir knattspyrnufólki kleift að stunda æfingar inni og er opið öllum sem vilja stunda holla hreyfingu í skjóli frá roki og rigningu. Það er í raun alveg ótrúlegt að upplifa þetta,“ segir hann. Á 60 ára afmæli fyrirtækisins Skinneyjar-Þinga- ness árið 2006 ákváðu eigendur þess að leggja stórt framlag til íþróttamála og skilyrtu framlagið því að byggt yrði knatthús með gervigrasi. Nú er það orðið að veruleika, rúmlega 4.000 fermetrar að stærð. Hjalti segir mikla stemningu hafa skapast á Horna- firði fyrir húsinu og að margir hafi notað það til leikja á annan í jólum. gun@frettabladid.is Sannkölluð lyft istöng fyrir iðkun íþrótta í Hornafi rði að vetrinum Nýtt knatthús var tekið í notkun á Höfn rétt fyrir jólin. Það heitir Báran og er gjöf frá útgerðarfyrirtækinu Skinney-Þinganesi til íbúa héraðsins. HÖLLIN Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja knatthúsi Hornfirðin- ga og bárust 190 tillögur. Báran varð fyrir valinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.