Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 36
6 • LÍFIÐ 28. DESEMBER 2012 28. SEPTEMBER 2012 Lífið er á Vísi – visir.is/lifid SAKNAR ÓLAFS GAUKS SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR SÖNGKONA UM MISSINN OG BJARTA FRAMTÍÐINA HJÖRDÍS GISSURAR HEIMSÓTT HREFNA SÆTRAN BARNSHAFANDI FRÆGIR Á FRUMSÝNINGU 25. júní Hrafnhildur Hafsteinsdóttir Barnalán hefur svo sannarlega leikið við hjónin Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Bubba Morthens. Þau eignuðust gull- fallega dóttur þann 7. maí á árinu sem er að líða og eiga því nú saman alls sex börn. Saman eiga þau dótturina Dögun París þriggja ára og fyrir á Hrafnhildur Isabellu Ósk sjö ára og Bubbi þau Hörð 21 árs, Grétu 19 ára og Brynjar 14 ára. Þegar Lífið spurði Hrafnhildi hvers hún óskaði sér í framtíðinni svaraði hún: „Það er gaman að segja frá því að ég á fallegan óskakassa sem vinkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum og reglulega skrifa ég niður mark- mið, drauma og óskir og set í kassann. Stærsta óskin mín er að fjölskyldan mín sé heilbrigð og er ég þakklát fyrir hvern dag sem svo er. Ég á líka fullt af verald legum óskum eins og að geta ferðast með fjölskyldunni og sýnt börnunum heiminn; pýramídana í Egyptalandi, hringleika- húsið í Róm, fara til Ríó á karnival og til Indlands að læra að elda góðan mat. Ég á fullt af fallegum óskum en á hverjum morgni tek ég stutta hugleiðslu og bæn og svo þakka ég alltaf fyrir það sem ég á. Það er gott að láta sig dreyma – því draumar geta ræst.“ LÍFIÐ LÍTUR UM ÖXL UNDIR LOK ÁRS Hér má sjá örlítið brot af þeim glæsilegum konum sem Lífið spjallaði við á árinu sem er að líða. Allar deildu þær með okkur meðal annars reynslu úr lífi sínu, lífsviðhorfum sínum, gleði og sorg. Lífið þakkar öllum þeim sem komu í blaðið á árinu og hlakkar til að tala við enn fleiri á því næsta. 20. apríl Guðlaug Jónsdóttir Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún ræddi um verkefnin, Hollywood og ástina. Spurð hvort hún væri tilbúin að hleypa manni inn í líf sitt og hvaða kosti hann þyrfti að bera svaraði Gulla: „Já, loksins er ég tilbúin. Hann má hafa fullt af góðum kostum en hann má bara ekki hafa galla. Þetta er sagt í gríni að sjálfsögðu. Snýst þetta ekki allt um „chem- istry“ og að tengjast annarri manneskju? Það er ekki auðvelt að finna.“ 21. janúar Manúela Ósk Harðardóttir „Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu,“ sagði Ma- núela Ósk Harðardóttir, sem var ný- flutt heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Hún sagðist horfa björtum augum fram á við eftir erf- iða tíma í einkalífinu og slæma útreið í fjölmiðlum í kjölfar skilnaðar. 2. mars Elín Hirst Elín Hirst sinnir ömmuhlutverkinu af mikilli natni og einlægni. Hún prýddi for- síðu Lífsins með eins árs gamalli sonardóttur sinni, Margréti Stefaníu Friðriks- dóttur Hirst. Elín rifjaði upp með Lífinu eftirminnileg atvik á þrjátíu ára löngum farsælum fjölmiðlaferli og svaraði hispurslaust, spurð hvort hún gæti raunveru- lega hugsað þér að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, eftirfarandi: „Já, það get ég. Það eru hins vegar ýmis ljón á veginum. Fyrsta ljónið er núverandi forseti. Ætlar hann að gefa kost á sér í fimmta sinn eður ei? Hann stóð illa eftir hrunið og tengsl hans við almenning höfðu beðið skaða, en svo hefur hann náð aftur sambandi við fólkið í landinu til dæmis með því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-samninginn. En að mínum dómi er þetta orðið ágætt eftir sextán ár í embætti. Það þarf að hleypa frískum vindum inn á Bessastaði. Fleiri ljón eru í veginum fyrir hugsanlega forsetaframbjóðendur.“ 9. mars Helga Arnar Helga Arnardóttir, frétta- maður á Stöð 2, fékk blaða- mannaverðlaun 2011 fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði ítarlega um Geirfinns málið í Íslandi í dag á Stöð 2, meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. „Ég hugsa að konur af annarri kynslóð hafi þurft að mæta miklu meira and- streymi af hálfu karlmanna í fréttamennskunni hér á árum áður. Jafnréttið er held ég komið inn í genetíska vitund jafnaldra minna að miklu leyti.“ 28. september Svanhildur Jakobsdóttir Lífið hitti Svanhildi Jakobsdóttur söngkonu og átti við hana einlægt spjall um lífið eftir fráfall Ólafs Gauks, lífsförunauts hennar. Svanhildur var þá og er enn í dag umvafin verkefnum og nýtur lífsins. Spurð um eiginmann sinn, tónlistar manninn Ólaf Gauk sem féll frá fyrir rúmu ári, og hvernig henni hefði tekist að takast á við sorgina og missinn svaraði Svanhildur: „Já, Gaukur er farinn, en ég er hér enn þá og fyrst svona þurfti að fara, er ég þakklát fyrir að hann fór á undan mér. Held að það hefði verið verra ef ég hefði farið fyrst. Oft erfiðara fyrir karlmenn að spjara sig eina og ég hugsa að það hefði getað orðið nokkuð snúið fyrir hann. Við vorum alla tíð mjög náin og studdum hvort annað í lífsins ólgusjó. Og það gengur allt vel hjá mér, enda nóg við að vera, sem mér finnst skemmtilegast. Svo eignuðumst við tvö ótrúleg börn saman, Önnu Mjöll og Andra Gauk, sem eru í sí- felldu sambandi þótt þau búi bæði í annarri heimsálfu.“ 31. ágúst Linda Pétursdóttir Linda rifjaði meðal annars upp hættulega páskaferð með Ísabellu Ásu. „Þetta var ógurlega sérstakt allt saman. Við mæðgur vorum í fríi í Taílandi síðastliðna páska og vorum á leið út í bát á seinasta degi okkar, búnar að pakka og á leið út á flugvöll þegar okkur var snúið við og maður skildi bara að kallað var „tsunami, tsunami!“. Við hlið okkar voru eldri hjón, bresk, sem buðu okkur að koma með sér upp á þeirra herbergi þar sem við vorum búnar að skila af okkur herberginu okkar. Vissulega var ég mjög hrædd þar sem við biðum í rafmagnsleysinu við magnaða tónlist himinsins, þar sem þrumur og eldingar létu heldur betur í sér heyra. Við máttum alveg eins eiga von á því að vera að bíða eftir dauðanum og hver mínúta var heil eilífð. Lítið var um að skilaboðum væri komið til okkar sem biðum ótta slegin eftir því sem verða vildi, en fengum þó að vita eftir nokkurra klukkutíma bið að von væri á 5-6 metra háum öldum eftir um þrjátíu mínútur. Það var óhugnan legur tími. Við vorum föst þarna og ekki hægt að komast af staðnum sem við vorum á nema með bát. Bak við hótelið voru aðeins háir klettar sem ekki var hægt að klifra upp í.“ 26. október Valdís Konráðsdóttir Í október á hverju ári snýr þjóðin bökum saman og sýnir konum þessa lands sem háð hafa baráttu við brjóstakrabbamein stuðning og minnist þeirra sem sjúkdómurinn hefur fellt ásamt því að auka vitund kvenna almennt um sjúkdóminn. Innlegg Lífsins var saga hinnar hugrökku Valdísar Konráðsdóttur, 34 ára, en hún tók örlögin í eigin hendur ef svo má segja og fór í mikla forvarnaraðgerð þar sem löng og mikil saga um krabbamein er í fjölskyldunni. Eftir röð áfalla í fjölskyldunni breyttist viðhorf Val- dísar gagnvart brjóstnámi. „Ég og maðurinn minn tókum þá ákvörðun í sameiningu að bíða ekki eftir því að greinast með krabbamein heldur láta fjarlægja þessa ógn sem fyrst. Í framhaldi fórum við hjónin saman í viðtöl til lýtalækna og reyndum að fá eins miklar upplýsingar um brjóstnám og hægt var. Á þessu tíma fékk ég símtal frá yndislegri konu sem einnig hafði farið í gegnum svona fyrirbyggjandi að- gerð. Við hittumst og hún leiddi mig í gegnum sína sögu, sem er mér ómetanlegt. Það breytti öllu fyrir mig að eiga hana að og geta fengið upplýsingar og sjá brjóst, ör og annað eftir svona aðgerð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.