Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 46
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Viðtal við Kára Stefánsson Viðtal við Björn Þór Sigbjörnsson Hin ÞÓRÐUR SNÆR JÚLÍUSSON hliðin Á þessum stað fyrir einu ári voru Íslendingar boðnir velkomnir í bóluna. Þar var því haldið fram að þar sem nóg væri til af peningum á Íslandi, læstum inni í gjaldeyrishöftum, sem þrá að leita í betri ávöxtun yrði eftir- spurn eftir fjárfestingum meiri en framboðið. Orðrétt sagði að „afleið- ingin er sú að þrýstingur sem skapast vegna skorts á fjárfestingatækifærum hækkar einn og sér virði eignanna. Undirliggjandi verðmæti þeirra hættir að skipta máli“. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi orðið raunin. Á hlutabréfamarkaði hafa til að mynda öll nýskráð félög, og þau sem hafa ráðist í umtalsverðar hlutafjáraukningar, hækkað gríðar- lega. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 230 prósent. Hagar, sem var skráð á markað í desember í fyrra, hefur hækkað um 67 prósent. Fasteignafélagið Reginn, sem skráð var á markað í júlí, um 33 prósent. Bréf í Eimskip, sem voru tekin til við- skipta í síðasta mánuði, hafa þegar hækkað um 10,6 prósent. Fasteignaverð hækkar Af umræðunni um nauðsyn skulda- niðurfellinga og leiðréttingar á for- sendubresti á fasteignamarkaði mætti ráða að fáir ef einhverjir af yngri kyn- slóð Íslendinga hefðu ráð og rúm til að kaupa sér fasteign. Samt sem áður hefur vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkað um 6,3 prósent á einu ári. Kaupsamningum á fasteignamarkaði á sama svæði hefur fjölgað um 18,5 prósent frá því í fyrra og velta aukist um 33,6 prósent á sama tímabili. Vísi- tala leiguverðs hefur hækkað um 7,8 prósent frá því í nóvember 2011. Allar hagspár virðast sammála um að fram undan sé umtalsverð raunaukning á virði fasteigna næstu misserin. Höftin fest í sessi Skuldabréf á gömlu íslensku bankanna virðast líka vera orðin hin prýðilegasta fjárfesting við þær aðstæður sem búið er að sníða þeim. Í lok síðasta sumars hafði hluti þeirra hækkað um 20 prósent á árinu. Þegar sú upphæð er sett í samhengi við þær þúsundir milljarða króna sem eru í þrotabúum bankanna er ljóst að um gríðarlega upphæð er að ræða. Handbremsan sem sett hefur verið á gagnvart nauðasamningum þeirra á undanförnum vikum og mánuðum og umræða um eigendur skulda- bréfanna í fjölmiðlum hefur orðið til þess að gengi skuldabréfanna hefur lækkað. Það hefur samt sem áður hækkað um tíu prósent á árinu 2012. Búast má við því að háar upphæðir muni sitja eftir hér innan hafta um ófyrirséða framtíð. Þær upphæðir munu óumflýjanlega leita í innlenda ávöxtun. Og höftin eru ekkert að fara. Nú virðist enda hafa myndast þverpólitísk sátt um að þau verði við lýði um óákveðinn tíma. Að þau verði opin í annan endann. Samtímis festist bólan, sem blásið var kröftuglega í á árinu 2012, rækilega í sessi. Ári síðar NÝTT UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.