Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 46
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Viðtal við Kára Stefánsson Viðtal við Björn Þór Sigbjörnsson Hin ÞÓRÐUR SNÆR JÚLÍUSSON hliðin Á þessum stað fyrir einu ári voru Íslendingar boðnir velkomnir í bóluna. Þar var því haldið fram að þar sem nóg væri til af peningum á Íslandi, læstum inni í gjaldeyrishöftum, sem þrá að leita í betri ávöxtun yrði eftir- spurn eftir fjárfestingum meiri en framboðið. Orðrétt sagði að „afleið- ingin er sú að þrýstingur sem skapast vegna skorts á fjárfestingatækifærum hækkar einn og sér virði eignanna. Undirliggjandi verðmæti þeirra hættir að skipta máli“. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi orðið raunin. Á hlutabréfamarkaði hafa til að mynda öll nýskráð félög, og þau sem hafa ráðist í umtalsverðar hlutafjáraukningar, hækkað gríðar- lega. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 230 prósent. Hagar, sem var skráð á markað í desember í fyrra, hefur hækkað um 67 prósent. Fasteignafélagið Reginn, sem skráð var á markað í júlí, um 33 prósent. Bréf í Eimskip, sem voru tekin til við- skipta í síðasta mánuði, hafa þegar hækkað um 10,6 prósent. Fasteignaverð hækkar Af umræðunni um nauðsyn skulda- niðurfellinga og leiðréttingar á for- sendubresti á fasteignamarkaði mætti ráða að fáir ef einhverjir af yngri kyn- slóð Íslendinga hefðu ráð og rúm til að kaupa sér fasteign. Samt sem áður hefur vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkað um 6,3 prósent á einu ári. Kaupsamningum á fasteignamarkaði á sama svæði hefur fjölgað um 18,5 prósent frá því í fyrra og velta aukist um 33,6 prósent á sama tímabili. Vísi- tala leiguverðs hefur hækkað um 7,8 prósent frá því í nóvember 2011. Allar hagspár virðast sammála um að fram undan sé umtalsverð raunaukning á virði fasteigna næstu misserin. Höftin fest í sessi Skuldabréf á gömlu íslensku bankanna virðast líka vera orðin hin prýðilegasta fjárfesting við þær aðstæður sem búið er að sníða þeim. Í lok síðasta sumars hafði hluti þeirra hækkað um 20 prósent á árinu. Þegar sú upphæð er sett í samhengi við þær þúsundir milljarða króna sem eru í þrotabúum bankanna er ljóst að um gríðarlega upphæð er að ræða. Handbremsan sem sett hefur verið á gagnvart nauðasamningum þeirra á undanförnum vikum og mánuðum og umræða um eigendur skulda- bréfanna í fjölmiðlum hefur orðið til þess að gengi skuldabréfanna hefur lækkað. Það hefur samt sem áður hækkað um tíu prósent á árinu 2012. Búast má við því að háar upphæðir muni sitja eftir hér innan hafta um ófyrirséða framtíð. Þær upphæðir munu óumflýjanlega leita í innlenda ávöxtun. Og höftin eru ekkert að fara. Nú virðist enda hafa myndast þverpólitísk sátt um að þau verði við lýði um óákveðinn tíma. Að þau verði opin í annan endann. Samtímis festist bólan, sem blásið var kröftuglega í á árinu 2012, rækilega í sessi. Ári síðar NÝTT UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.