Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 42
| 8 28. desember 2012 | miðvikudagur
VIÐTAL
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Ársins 2012 verður sennilega
minnst sem ársins þegar Ísland
var einn helsti viðkomu staður
kvikmyndagerðarmanna frá
Hollywood. Á árinu voru fjórar
stórar kvikmyndir teknar upp að
hluta á Íslandi: Oblivion með stór-
stjörnunni Tom Cruise, Noah með
Russell Crowe í titilhlutverkinu,
ofurhetjumyndin Thor 2 og loks
kvikmynd Bens Stiller, The Secret
Life of Walter Mitty.
Það var íslenska kvikmynda-
gerðarfyrirtækið True North
sem þjón ustaði framleiðendur
myndanna fjögurra hér á landi
en segja má að True North hafi
verið viðriðið öll stór erlend kvik-
myndaverkefni á Íslandi í seinni
tíð. „Árið 1984 var upphafsatriði
James Bond myndarinnar A View
to a Kill tekið upp hérna en síðan
gerðist í raun ekkert þangað til að
Tomb Raider kom árið 2000 og í
kjölfarið kom Die Another Day.
Ég vann við þau verkefni hjá Saga
film ásamt meðal annars Helgu
Margréti Reykdal og Árna Páli
Hanssyni. Það kallaði á okkur að
gera hlutina eftir eigin höfði og úr
varð True North,“ segir Leifur um
stofnun True North.
Fyrstu verkefni nýja fyrirtæk-
isins voru við framleiðslu Lata-
bæjarþáttanna og við gerð kvik-
myndar Baltasars Kormáks, A
Little Trip to Heaven. Næsta verk-
efni kom hins vegar úr óvæntri átt
og er enn hið stærsta sem lagst
hefur verið í á Íslandi; kvikmynd
Clint Eastwood Flags of Our Fat-
hers. „Við vorum með þúsund
manns á tökustað að taka upp
umfangsmiklar orrustusenur
með skriðdrekum og alls konar
tækjum. Það má segja að þetta
hafi verið eina nútíma orrustan
sem hefur farið fram á Íslandi,“
segir Leifur og heldur áfram:
„Þetta verkefni breytti algjör-
lega sýn manns á bransann. Þau
vinnubrögð sem við kynntumst
hjá Eastwood og hans teymi eru
þau vinnubrögð sem við höfum
síðan reynt að viðhafa. Enda nýtur
maðurinn ómældrar virðingar í
geiranum. Við vorum annars
heppin að fá þessa mynd. Krón-
an var sterk árið 2005 og Eastwo-
od kvartaði sáran undan kostnaði.
Hins vegar var þetta eiginlega
eini staðurinn þar sem hægt var
að taka upp það sem hann vildi.
Þeir höfðu fundið eina aðra strönd
á Havaí en svo mátti ekki taka þar
upp vegna sjaldgæfra skjaldbaka
sem verpa þar eggjum.“
Í kjölfar Flags of Our Fathers
komu þrjár erlendar kvik myndir
til Íslands; Hostel 2, Stardust
og Journey to the Center of the
Earth. Leifur segir að verkefnin
hafi komið til Íslands af ástæðum
sem voru sérstakar fyrir hverja
mynd og bendir á að gengi krón-
unnar hafi gert það að verkum
að dýrt var að koma til Íslands á
þessum tíma. Það breyttist hins
vegar snögglega í kjölfar banka-
hrunsins sem Leifur segir að sé
ein helst skýring vinsælda Íslands
sem tökustaðar undanfarið.
Frekari sóknarfæri til
„Hrun krónunnar hafði mikið að
segja. Strax og við áttuðum okkur
á því hvað var að gerast sendum
við kort til helstu tengiliða þar
sem við vorum búin að stækka
Ísland. Skilaboðin voru þau að
nú fengist tvöfalt meira fyrir
peninginn. Annað sem skiptir
miklu er endurgreiðslupró sentan
en frá 2001 hafa erlend fyrir-
tæki átt rétt á endurgreiðslu á
14% af framleiðslukostnaði kvik-
mynda. Þau lög eru algjört lykil-
atriði þar sem án þeirra væri Ís-
land ekki samkeppnishæft. Fjór-
tán prósenta endurgreiðsla er hins
vegar ekkert sérlega há og þess
vegna beittum við okkur fyrir því
í kjölfar hrunsins að þetta hlut-
fall yrði hækkað þar sem ljóst var
að gengis hrunið hafði gert Ísland
að alvöru valkosti. Við töldum að
20% endurgreiðsla myndi fá meiri
athygli og skila sér í fleiri verk-
efnum. Og herferðin heppnaðist
því hlutfallið var hækkað í 20%
árið 2009 en ég held að síðasta eitt
og hálft ár hafi sannað að það hafi
verið rétt ákvörðun,“ segir Leifur
og heldur áfram: „Þetta eru senni-
lega helstu ástæðurnar en þær
eru svo sem fleiri. Okkur hefur
til dæmis tekist að marka Íslandi
stöðu sem tökustað sem auðvelt er
að selja sem aðra plánetu en það
byggir auðvitað á okkar mögn-
uðu náttúru. Þá hafði gosið í Eyja-
fjallajökli nokkuð að segja en það
kom Íslandi á allra varir.“
Spurður hvaða styrkleika Ís-
land hafi sem tökustaður, svarar
Leifur: „Okkar helstu styrkleikar
eru náttúran, innviðir landsins og
þekking starfsfólksins. Þá njótum
við góðs af því að vera stutt frá
London þaðan sem margar stórar
myndir eru keyrðar. Þetta hjálpar
allt saman og sömuleiðis það að
núna erum við komin með orð-
spor fyrir fagmennsku. Duncan
Henderson, sem er aðalframleið-
andi Oblivion og stjórnaði á sínum
tíma stóru myndveri, sagði þannig
við okkur í sumar að ef einhver
myndi spyrja sig hvernig það væri
að taka upp kvikmynd á Íslandi
myndi hann svara: „It’s easy!“.
Það er mesta hrós sem maður
getur fengið í þessum bransa.“
Leifur leggur þó áherslu á að
Ísland hafi einnig veikleika sem
tökustaður. Þannig bendir hann
á að flutningskostnaður sé hár
ekki síst vegna hás bensínverðs
og þess hve dýrt sé að leigja bíla
og trukka. „Þetta er okkar Akki-
lesarhæll vegna þess að flutn-
ingur á tækjum og starfsfólki er
stór kostnaðarliður í kvikmynda-
gerð. Þetta hefur líka versnað með
skattahækkunum en mér finnst
stórskrýtið að hækka skatta og
gjöld á bíla og bensín í ljósi þess
að Ísland er eyland með einhverja
strjálbýlustu byggð í heimi.“
Leifur segir að þrátt fyrir vin-
sældir Íslands sem tökustaðar
undanfarið séu enn sóknarfæri
til staðar. „Ég held að Nýja-Sjá-
land ætti að vera okkur fyrirmynd
í þessum efnum. Þar sjáum við
stjórnvöld leggja mikið á sig til
að fá kvikmyndaverkefni til sín,
svo sem Hobbitann, með það fyrir
augum að byggja síðan upp ferða-
þjónustu í kringum myndirnar.
Við getum gert það sama hér en
sem dæmi má nefna að hjá Jökuls-
árlóni verður fólk enn þá vart
við ferðamenn sem eru að koma
þangað af þeirri einu ástæðu að
það var í Die Another Day. Ég held
að ef við myndum hækka endur-
greiðsluna upp í eins og 25% og
efla markaðssetningu landsins þá
myndi áhuginn á Íslandi aftur tvö-
faldast. Þá værum við líka orðin
samkeppnishæf um inni tökur að
því gefnu að einhver væri tilbú-
inn til að fjárfesta í myndveri hér.
Þá væri líka hægt að taka upp allt
árið. Ég tel það fullkomlega raun-
hæft til framtíðar. Fyrst það er
hægt að reka myndver á Nýja-
Sjálandi ætti það að vera hægt
hér. Vinnuaflið og þekkingin er
til staðar, tækin og tólin eru að
mestu til staðar og það sem vantar
upp á má auðveldlega flytja inn.
Þar fyrir utan má nefna að nú
þegar við höfum eignast leikstjóra
í Baltasar Kormáki sem er orðinn
nafn í Hollywood getur hann beitt
sér fyrir því að myndir komi hing-
að,” segir Leifur.
Tvær myndir enn á leiðinni
Að lokum segir Leifur að síminn
sé sem betur fer ekki þagnaður
eftir annríkið undanfarið. „Það
eru tvö mjög spennandi verkefni
sem er útlit fyrir að komi til Ís-
lands. Annað er raunar risaverk-
efni, vísindaskáldsaga sem heims-
frægur og virtur leikstjóri ætlar
að gera. Hitt verkefnið er minna
en það er þess eðlis að það mun
vekja mikla athygli á Íslandi. Í
báðum tilfellum hafa framleiðend-
urnir komið að skoða tökustaði og
nú er verið að ganga úr skugga
um hvort þetta gengur ekki alveg
örugglega. Það er svona næstum
frágengið að minna verkefnið
komi, þótt ekkert sé öruggt í þess-
um bransa, en stærra verkefnið er
komið aðeins skemmra á veg en er
í jákvæðri vinnslu. Síðan er búið
að hafa samband við okkur vegna
tveggja annarra verkefna en það
er óvíst hvort þau yrðu á næsta
ári. Þannig að þessi bylgja virðist
ekki alveg búin.“
Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp
Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn
ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi.
LEIFUR B. DAGFINNSSON Leifur stofnaði True North árið 2003 ásamt þáverandi samstarfsfólki sínu hjá Saga film. Fyrirtækið hefur síðan þjónustað flest erlend kvikmyndaverkefni sem
komið hafa til Íslands en þar að auki framleiðir fyrirtækið auglýsingar og sér um viðburði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það eru tvö mjög
spennandi verk-
efni sem er útlit fyrir að
komi til Íslands. Annað er
raunar risaverkefni, vísinda-
skáldsaga sem heims-
frægur og virtur leikstjóri
ætlar að gera.
Umfang True North hefur aukist síðustu misseri í tengslum við aukið ann-
ríki. Starfsmenn fyrirtækisins eru tólf í dag og hefur fjölgað úr fimm stuttu
eftir bankahrun. Leifur segir að velta í kvikmyndabransanum sé afstæð en
bætir við að árið 2012 hafi verið algjört metár. „Þessar bíómyndir voru allar
keyrðar í gegnum True North þannig að á þessu ári er veltan sennilega
ríflega fjórir milljarðar sem er algjört met. Á góðu ári hjá fyrirtæki af þessari
stærðargráðu væri 500 milljóna velta góð þannig að kúrfan fór alveg út af
línuritinu á þessu ári,“ segir Leifur og bætir við að erlendu kvikmyndaverk-
efnin hafi ýmis önnur jákvæð áhrif í för með sér. „Það er til að mynda
alveg ómetanlegt fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk að fá tækifæri til að
vinna náið með heimsklassafagfólki og fylgjast með vinnubrögðum þess.
Þá er það ábatasamt að vera með það á ferilskránni að hafa unnið með
svona nöfnum. Fæstir fá nokkru sinni tækifæri til þess að vinna með Clint
Eastwood þrátt fyrir eindreginn vilja en þegar hann kom hingað réð hann
næstum hvern einasta kjaft með þekkingu á kvikmyndagerð.“
Leifur segir að hann og samstarfsfólk hans sé þreytt en brosandi eftir
árið. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími en vinnudagarnir hafa verið
langir og strangir. En við fögnum því auðvitað bara, því eftir bankahrun voru
framlög til Kvikmyndasjóðs lækkuð og því minna verið að gera í innlendri
kvikmyndagerð en menn hefðu viljað. Það er því frábært að fá þessi verkefni
til Íslands þannig að fólk hefur getað haft reglulegar tekjur. Ég held því að
flestir ættu að hafa getað verslað í jólamatinn í ár.“
GAGNAST ÍSLENSKRI KVIKMYNDAGERÐ