Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 6
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
FJARSKIPTI Á þeim tólf árum sem
Jöfnunarsjóður alþjónustu hefur
verið starfræktur hafa safnast í
hann 75 milljónir króna í gjöld frá
fjarskiptafyrirtækjum umfram arð
sem sjóðurinn hefur úthlutað. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og
fjarskiptastofnunar.
Öll fjarskiptafyrirtæki greiða í
sjóðinn sem nemur 0,1 prósenti af
veltu, en úr honum er veitt til að
jafna kostnað vegna alþjónustu-
kvaða. Með alþjónustu er átt við
þjónustu sem skal standa lands-
mönnum til boða óháð búsetu. Til
dæmis felst í því almenn talsíma-
þjónusta, gagnaflutningsþjónusta,
aðgangur að símaskrá og fleira. Þau
fyrirtæki sem veita alþjónustu í
fjarskiptaþjónustu, Síminn, Já, Míla
og Neyðarlínan, geta svo sótt um
framlag úr sjóðnum til að standa
straum af kostnaði við alþjónustu.
Hingað til hafa fyrirtæki greitt
tæpar 573 milljónir króna í sjóð-
inn, og auk þess lagði ríkið honum
til tíu milljónir. Úthlutanir hafa
hins vegar numið tæpum 498 millj-
ónum og safnast því fjármunir í
sjóðinn.
Póst- og fjarskiptastofnun segir
það ekki hlutverk sjóðsins að
mynda inneign með þessum hætti,
en leggur þó ekki til að gjald í sjóð-
inn verði lækkað, þar eð enn hafi
ekki verið gert upp dómsmál milli
sjóðsins og Símans og á meðan sé
staða hans ekki að fullu skýr.
- þj
milljónir hafa
safnast í Jöfnunar-
sjóð alþjónustu síðustu 12
ár.
75
STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld brjóta
samkomulag sem gert var við
undir ritun kjara samninga með
því að lækka tryggingagjald
aðeins um 0,1 pró sentu stig um
áramótin að mati Samtaka at-
vinnulífsins (SA).
Með því að lækka gjaldið minna
en efni standa til eru stjórnvöld
að skattleggja íslensk fyrirtæki
um sex milljarða króna aukalega
á komandi ári, segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
„Stjórnvöld ákváðu að þau
þyrftu ekki að efna það sem um
var talað og að þau gætu notað
tryggingagjaldið til að standa
undir auknum útgjöldum ríkis-
ins,“ segir Vilhjálmur.
Tryggingagjaldið rennur í
Atvinnuleysistryggingasjóð, og
var hækkað til að standa straum
af kostnaði við aukið atvinnuleysi
eftir hrunið. Vilhjálmur segir
atvinnurekendur hafa haft skiln-
ing á því að gjaldið hafi þurft að
hækka, en það hafi verið gert með
þeim formerkjum að það myndi
lækka þegar aftur færi að draga
úr atvinnuleysi.
SA reiknuðu með 0,75 prósentu-
stiga lækkun á trygginga gjaldinu
um áramótin. Lækkunin átti að
standa undir umsaminni 3,25
prósenta launahækkun í byrjun
febrúar. Vilhjálmur segir alveg
ljóst að launahækkun umfram getu
launagreiðenda muni hækka verð-
bólgu í landinu. Þá muni fyrir tækin
hafa minna svigrúm til að ráða nýja
starfsmenn. Tryggingagjald að
meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í
Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 pró-
sent á næsta ári, en er 7,79 prósent
á árinu sem nú er að líða.
Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur
fjármálaráðherra við vinnslu frétt-
arinnar. - bj
SA segja stjórnvöld brjóta samkomulag með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig:
Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda
1. Í hvaða landi var lengsta háhraða-
lest heims nýlega tekin í notkun?
2. Hver er fangelsismálastjóri?
3. Markamet hvers sló Alfreð Finn-
bogason fyrir skömmu?
SVÖR:
www.sinfonia.is » Sími: 528 5050
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur
áheyrnarprufur fyrir einsöngvara
laugardaginn 23. febrúar 2013.
Valið verður í áheyrnarprufur út frá hljóðritum
þátttakenda og er áhugasömum bent á að
senda inn upptökur með söng sínum fyrir
mánudaginn 28. janúar 2013 til:
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Hörpu, Austurbakka 2
101 Reykjavík
Merkt: Einsöngur
Nánari upplýsingar:
Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri
545 2506 / arna@sinfonia.is.
LÆKNASTOFA
Hef hætt störfum á Læknastöð Vesturbæjar
Aðrir læknar stöðvarinnar munu sinna mínum skjólstæðingum
Starfa áfram á Barnaspítala Hringsins
Herbert Eiríksson læknir
Sérfræðingur í barnalækningum, hjartasjúkdómum barna og nýburalækningum
7,69%
tryggingagjald er greitt af
heildarlaunum allra launa-
manna.
STJÓRNMÁL Um áramótin tekur
gildi lagabreyting hjá Samfylk-
ingarfélaginu í Reykjavík (SFFR)
um að aðeins þeir sem greitt hafa
félagsgjald verði fullgildir félagar.
Þeir sem ekki greiða félagsgjöldin
fyrir áramót fá því ekki að kjósa
um formann Samfylkingarinnar í
janúar.
„Okkur finnst að það eigi að
vera fólk sem er sannarlega Sam-
fylkingarfólk sem hefur áhrif á
hverjir eru fulltrúar okkar á þingi
og í sveitarstjórnum, að ég tali nú
ekki um hver er formaður flokks-
ins,“ segir Anna María Jónsdóttir,
formaður Samfylkingarfélagsins.
Lagabreyting þess efnis var
samþykkt á aðalfundi félagsins
fyrir tveimur árum, en SFFR er
eina Samfylkingarfélagið sem
hefur þennan háttinn á.
Kjartan Valgarðsson var for-
maður félagsins þegar breytingin
var samþykkt. „Það var og er
skoðun meirihluta þeirra sem eru í
Samfylkingarfélaginu í Reykjavík
að það eigi að fara saman réttindi
og skyldur að þessu leyti, eins og í
öðrum frjálsum félagasam tökum
á Íslandi.“
Anna María tekur undir þetta.
„Við erum að setja fordæmi með
því að gera greinarmun á stuðn-
ingsmönnum og fullgildum fé-
lögum. Flestum finnst það sjálf-
sagt að skyldur fylgi réttindum
og það kostar að halda úti stóru
félagi.“
Hún segir að félögum hafi verið
ljóst lengi að breytingin væri
væntanleg. Alltaf hafi staðið til að
gefa nýju lögunum aðlögunartíma
og taka þau í gildi um áramótin.
Þess vegna hafi reglurnar ekki gilt
í prófkjöri flokksins í nóvember og
Aðeins raunverulegt
flokksfólk fái að kjósa
Formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir að aðeins fólk sem sannarlega
er í flokknum eigi að fá að kjósa formann. Þeir sem greiða ekki félagsgjald fá ekki
að kjósa í formannskjöri. Var samþykkt fyrir tveimur árum en tekur gildi nú.
FLOKKSFORYSTAN Ekkert Samfylkingarfélag gerði kröfu um að félagar hefðu greitt
félagsgjöld til að fá að kjósa formann árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar, segir fyrirkomulagið einsdæmi;
ekkert annað félag viðhafi sömu reglur. „Ég er mjög
ósammála þessari ákvörðun stjórnar félagsins og vona
að hún endurskoði hana.“ Hún segir að félagar í SFFR
geti gengið í önnur Samfylkingarfélög í Reykjavík þar
sem félagsgjöldin eru valkvæð.
Margrét segir ákvörðunina ekki í samræmi við þær
hefðir sem gildi í flokknum, þó félaginu sé í sjálfs-
vald sett að hafa fyrirkomulagið á þennan máta. „Ég
mundi gjarnan vilja beita mér fyrir því sem formaður
framkvæmdastjórnar að við fyndum einhverja lausn á þessu sem allir
væru sáttir við.“
Ekki í samræmi við hefðir
MARGRÉT S.
BJÖRNSDÓTTIR
ef formannskjörið hefði farið fram
fyrir áramót hefðu reglurnar ekki
verið komnar í gildi.
Anna segir aðeins þrjár kvart-
anir hafa borist vegna málsins og
sex sagt sig úr félaginu, sem sé
eðlilegt. Þá segir hún ákvörðunina
ekki snúast um gjald til flokksins
vegna landsfundarfulltrúa; greitt
verði samkvæmt félagaskránni 1.
janúar 2012.
kolbeinn@frettabladid.is
1. Í Kína 2. Páll Winkel 3. Péturs Péturssonar
Úthlutanir vegna alþjónustu mun minni en framlög fjarskiptafyrirtækjanna:
Sjóður safnar milljónatugum
Í SÍMANUM Jöfnunarsjóður sem jafnar
meðal annars kostnað við að veita
talsímaþjónustu um land allt, er rekinn
með ágóða og hafa safnast í hann tugir
milljóna á tólf árum.
QI
Stephen Fry fer á kostum
í skemmtilegum þáttum
BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
VEISTU SVARIÐ?