Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | MENNING | 23 BÆKUR ★★★★ ★ Ófriður (Rökkurhæðir 4) Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell BÓKABEITAN Þegar ég lagði frá mér nýjustu bók- ina í bókaflokknum Rökkurhæðir var mér svo um og ó að ég hljóp strax til og fann fyrstu þrjár bæk- urnar og gleypti þær í mig. Það er langt síðan að unglingabók hefur komið mér jafn mikið á óvart og síðustu blaðsíðurnar í bókinni Ófrið. Ófriður, eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell, er fjórða bókin í bóka- flokknum um Rökkurhæðir, lítið úthverfi þar sem allt getur skeð. Í fjarska glittir í stór- borgina Sunnuvík, en Rökkur- hæðir kúldrast við rætur Hæðarinnar. Efst á fjallinu standa Rústirnar, dularfullar leifar blokkahverfis sem lagðist í eyði á einni nóttu fyrir ein hverjum áratugum og veit enginn af hverju. Hver bók í bókaflokknum segir sjálfstæða sögu eins unglings í hverfinu, en sögurnar tengjast þó lauslega saman. Enn vita lesendur ekki hvaða leyndardómar liggja að baki Rökkurhæðum, en í hverri bók fáum við fleiri vísbendingar. Þessi nýjasti kafli bókaflokksins segir frá Matthíasi sem flytur úr borginni í Rökkurhæðir. Matthías horfir í forundran á nýja hverfið sitt þar sem mikill ófriður ríkir. Í frímínútum lumbra leikskólabörn hvert á öðru og hópa sig stundum saman og ráðast á eldri krakkana. Hvað gerðist eiginlega hjá Benna sem reyndi að kyrkja nokkra skóla- félaga áður en hann hellti olíu yfir hendur sínar og skaðbrenndi þær? Og af hverju reyndi hin þriggja ára gamla Katla að kveikja í heima hjá sér, skömmu eftir að hún hafði fundist nær dauða en lífi í snjóskaflinum? Það er ekki fyrr en Matthías kynnist Ingibjörgu sem hefur búið lengi í hverfinu að þau leggja tvo og tvo saman. Texti bókarinnar er ekki sérlega fágaður en hann er hressilegur og lesendum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á réttum augna- blikum. Mikill fjöldi sögupers- óna birtist í bókinni, söguhetjur fyrri bóka kíkja á lesendur í eina örskotsstund og aukaleikarar eru kynntir til sögunnar, sem væntan- lega eiga eftir að gegna stóru hlut- verki í bókum seinna meir. Sögu- heimur Mörtu og Birgittu verður æ flóknari, æ dýpri, og höfundarnir flétta glettilega saman örlaga- þræði persóna sinna og klippa jafn- vel á þessa þræði eftir duttlungum. Rökkurhæðir er bókaflokkur ætlaður lesendum á aldrinum 12-16 ára. Bækurnar hvetja til lesturs. Sögurnar eru spennandi og text- inn nægilega skýr og einfaldur til að grípa krakka, sérstaklega þá sem eru ekki vanir að lesa. Í lok hverrar bókar er birtur örkafli úr næstu bók í bókaflokknum þar sem lesendum er gefin nasa- sjón af ævintýrum sem þar bíða, eins konar „teaser trailer“ kvik- myndanna í bókaformi. Í næstu bók Rökkurhæða, þá mun Þór- hallur stara skelfingu lostinn á skuggann sem gleypir Baldur með húð og hári … Ég bíð í ofvæni! Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Hrollvekjandi og æsispennandi bók ætluð 12-16 ára lesendum. Sjálfstæð saga í bókaflokki sem minnir á Gæsahúðarbækur fyrir unglinga. Yndislega ógnvekjandi hrollvekja MARTA HLÍN OG BIRGITTA Halda áfram að dýpka sögur sínar. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari fær til liðs við sig söngvar- ana Þóru Einarsdóttur sópran og Gissur Pál Gissurarson á tón- leikum við kertaljós í Þorlákshöfn í kvöld. Þau flytja ýmis lög við undirleik Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur. Einnig syngur Kyrju- kórinn, kvennakór sem æfir í Þor- lákshöfn undir stjórn Sigurbjargar Hvanndal Magnúsdóttur. Þetta eru síðustu tónleikarnir í röðinni Tónar við hafið. Þeir eru til heiðurs Ingimundi Guðjónssyni, föður Jónasar sem var fæddur þennan dag árið 1916. Hann var einn af frumkvöðlum menningar- lífs í Þorlákshöfn, stofnandi Söng- félagsins, organisti og drifkraftur í byggingu kirkju í þorpinu. Tónleika- röðin Tónar við hafið hefur verið haldin undanfarin sex ár yfir vetrar- mánuðina. Þar hafa djass, popp og rokk fengið að njóta sín sem og klassík og þjóðleg tón- list. Jónas Ingimundarson hefur oft tekið þátt í að skipuleggja tón- leikana eins og nú og margoft tekið virkan þátt í þeim. Tónleikar kvöldsins verða í Þor- lákskirkju og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. - gun Tónar við hafi ð Þóra Einarsdóttir, Gissur Páll og Kyrjukórinn koma fram á tónleikum við kertaljós í Þorlákskirkju í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2012 Dansleikir 22.00 Stebbi Ó swingsextett heldur dansiball í Þjóðleikhúskjallaranum. Sígilt rokk og ról, klassískir sveiflu- slagarar og aðrar dægurperlur og dans- gólfið að sjálfsögðu galopið. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500 Tónlist 20.00 Í Hörpu flytja Lilja Guðmunds- dóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari íslensk jóla- og áramótalög. Sungið er á íslensku en kynningar á milli laga eru á ensku. Miðaverð er kr. 3.900. 21.00 Hipphoppbandið The Welfare Poets frá Harlem, New York, spilar á Gamla Gauknum. Auk þeirra munu íslensku hljómsveitirnar Ghostigital, RVK Soundsystem, Art of Listening og 7berg. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 21.00 Hin gríðarvinsælu Glymskratta- partý Smutty Smiff, Mickey Finn’s, X977 og Bar 11 snúa aftur á Bar 11. Singapore Sling stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur hljómleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, Lauslega farið með staðreyndir, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórs- dóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Guðmundur Jörundsson og Svala Björgvinsdóttir eru best klæddu Íslendingarnir að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. 2012 var meðalgott ár í myndlistinni en nokkrar sýningar stóðu upp úr að mati gagnrýnanda. Sjálfstætt fólk Tískuáhuginn áunninn sjúkdómur Einfalt og gómsætt á veisluborðið. Ídýfur í áramótapartíið Anna Svava Knútsdóttir grínisti þekkir jafn margar fyndnar stelpur og stráka. Veit allt um vafningsmálið Afrekin sem stóðu upp úr í íþróttum árið 2012. Kvennalandsliðin settu ný viðmið Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi JÓNAS INGIMUNDARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.