Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 51

Fréttablaðið - 28.12.2012, Síða 51
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | MENNING | 23 BÆKUR ★★★★ ★ Ófriður (Rökkurhæðir 4) Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell BÓKABEITAN Þegar ég lagði frá mér nýjustu bók- ina í bókaflokknum Rökkurhæðir var mér svo um og ó að ég hljóp strax til og fann fyrstu þrjár bæk- urnar og gleypti þær í mig. Það er langt síðan að unglingabók hefur komið mér jafn mikið á óvart og síðustu blaðsíðurnar í bókinni Ófrið. Ófriður, eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell, er fjórða bókin í bóka- flokknum um Rökkurhæðir, lítið úthverfi þar sem allt getur skeð. Í fjarska glittir í stór- borgina Sunnuvík, en Rökkur- hæðir kúldrast við rætur Hæðarinnar. Efst á fjallinu standa Rústirnar, dularfullar leifar blokkahverfis sem lagðist í eyði á einni nóttu fyrir ein hverjum áratugum og veit enginn af hverju. Hver bók í bókaflokknum segir sjálfstæða sögu eins unglings í hverfinu, en sögurnar tengjast þó lauslega saman. Enn vita lesendur ekki hvaða leyndardómar liggja að baki Rökkurhæðum, en í hverri bók fáum við fleiri vísbendingar. Þessi nýjasti kafli bókaflokksins segir frá Matthíasi sem flytur úr borginni í Rökkurhæðir. Matthías horfir í forundran á nýja hverfið sitt þar sem mikill ófriður ríkir. Í frímínútum lumbra leikskólabörn hvert á öðru og hópa sig stundum saman og ráðast á eldri krakkana. Hvað gerðist eiginlega hjá Benna sem reyndi að kyrkja nokkra skóla- félaga áður en hann hellti olíu yfir hendur sínar og skaðbrenndi þær? Og af hverju reyndi hin þriggja ára gamla Katla að kveikja í heima hjá sér, skömmu eftir að hún hafði fundist nær dauða en lífi í snjóskaflinum? Það er ekki fyrr en Matthías kynnist Ingibjörgu sem hefur búið lengi í hverfinu að þau leggja tvo og tvo saman. Texti bókarinnar er ekki sérlega fágaður en hann er hressilegur og lesendum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á réttum augna- blikum. Mikill fjöldi sögupers- óna birtist í bókinni, söguhetjur fyrri bóka kíkja á lesendur í eina örskotsstund og aukaleikarar eru kynntir til sögunnar, sem væntan- lega eiga eftir að gegna stóru hlut- verki í bókum seinna meir. Sögu- heimur Mörtu og Birgittu verður æ flóknari, æ dýpri, og höfundarnir flétta glettilega saman örlaga- þræði persóna sinna og klippa jafn- vel á þessa þræði eftir duttlungum. Rökkurhæðir er bókaflokkur ætlaður lesendum á aldrinum 12-16 ára. Bækurnar hvetja til lesturs. Sögurnar eru spennandi og text- inn nægilega skýr og einfaldur til að grípa krakka, sérstaklega þá sem eru ekki vanir að lesa. Í lok hverrar bókar er birtur örkafli úr næstu bók í bókaflokknum þar sem lesendum er gefin nasa- sjón af ævintýrum sem þar bíða, eins konar „teaser trailer“ kvik- myndanna í bókaformi. Í næstu bók Rökkurhæða, þá mun Þór- hallur stara skelfingu lostinn á skuggann sem gleypir Baldur með húð og hári … Ég bíð í ofvæni! Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Hrollvekjandi og æsispennandi bók ætluð 12-16 ára lesendum. Sjálfstæð saga í bókaflokki sem minnir á Gæsahúðarbækur fyrir unglinga. Yndislega ógnvekjandi hrollvekja MARTA HLÍN OG BIRGITTA Halda áfram að dýpka sögur sínar. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari fær til liðs við sig söngvar- ana Þóru Einarsdóttur sópran og Gissur Pál Gissurarson á tón- leikum við kertaljós í Þorlákshöfn í kvöld. Þau flytja ýmis lög við undirleik Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur. Einnig syngur Kyrju- kórinn, kvennakór sem æfir í Þor- lákshöfn undir stjórn Sigurbjargar Hvanndal Magnúsdóttur. Þetta eru síðustu tónleikarnir í röðinni Tónar við hafið. Þeir eru til heiðurs Ingimundi Guðjónssyni, föður Jónasar sem var fæddur þennan dag árið 1916. Hann var einn af frumkvöðlum menningar- lífs í Þorlákshöfn, stofnandi Söng- félagsins, organisti og drifkraftur í byggingu kirkju í þorpinu. Tónleika- röðin Tónar við hafið hefur verið haldin undanfarin sex ár yfir vetrar- mánuðina. Þar hafa djass, popp og rokk fengið að njóta sín sem og klassík og þjóðleg tón- list. Jónas Ingimundarson hefur oft tekið þátt í að skipuleggja tón- leikana eins og nú og margoft tekið virkan þátt í þeim. Tónleikar kvöldsins verða í Þor- lákskirkju og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. - gun Tónar við hafi ð Þóra Einarsdóttir, Gissur Páll og Kyrjukórinn koma fram á tónleikum við kertaljós í Þorlákskirkju í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2012 Dansleikir 22.00 Stebbi Ó swingsextett heldur dansiball í Þjóðleikhúskjallaranum. Sígilt rokk og ról, klassískir sveiflu- slagarar og aðrar dægurperlur og dans- gólfið að sjálfsögðu galopið. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500 Tónlist 20.00 Í Hörpu flytja Lilja Guðmunds- dóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari íslensk jóla- og áramótalög. Sungið er á íslensku en kynningar á milli laga eru á ensku. Miðaverð er kr. 3.900. 21.00 Hipphoppbandið The Welfare Poets frá Harlem, New York, spilar á Gamla Gauknum. Auk þeirra munu íslensku hljómsveitirnar Ghostigital, RVK Soundsystem, Art of Listening og 7berg. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 21.00 Hin gríðarvinsælu Glymskratta- partý Smutty Smiff, Mickey Finn’s, X977 og Bar 11 snúa aftur á Bar 11. Singapore Sling stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur hljómleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, Lauslega farið með staðreyndir, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórs- dóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Guðmundur Jörundsson og Svala Björgvinsdóttir eru best klæddu Íslendingarnir að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. 2012 var meðalgott ár í myndlistinni en nokkrar sýningar stóðu upp úr að mati gagnrýnanda. Sjálfstætt fólk Tískuáhuginn áunninn sjúkdómur Einfalt og gómsætt á veisluborðið. Ídýfur í áramótapartíið Anna Svava Knútsdóttir grínisti þekkir jafn margar fyndnar stelpur og stráka. Veit allt um vafningsmálið Afrekin sem stóðu upp úr í íþróttum árið 2012. Kvennalandsliðin settu ný viðmið Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi JÓNAS INGIMUNDARSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.