Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 18

Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 18
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT 60 ára afmæli Þann 1. janúar nk. verð ég sextugur. Af því tilefni verð ég með opið hús á Stórhöfða 27, Grafarvogsmegin, kl. 17.00-20.00. Níels Sigurður Olgeirsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR frá Húsavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi aðfangadags. Útförin auglýst síðar. Guðmundur Garðar Arthursson Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir Bjarni Benedikt Arthursson Jónína Guðrún Jósafatsdóttir Þórdís Guðrún Arthursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN LILJA BERGÞÓRSDÓTTIR Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala laugardaginn 22. desember 2012. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 4. janúar 2013, kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnardeildina Hraunprýði. Marel Eðvaldsson Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir Örn Marelsson Ingibjörg Marelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, HERMÍNA G. HERMANNSDÓTTIR Logafold 135, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. desember. Úförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. desember, klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kári Jónsson Bjarghildur Sólveig Káradóttir, Svala Skorradóttir, Dröfn Skorradóttir Jón Trausti Kárason Erla María Davíðsdóttir Erna Kristín Jónsdóttir Stefán Örn Kárason. Konan mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNASDÓTTIR Hellu, lést á Dvalarheimilinu Lundi 24. desember. Jarðarför auglýst síðar. Guðni Jónsson Hrafnhildur Guðnadóttir Friðrik Magnússon Hjördís Guðnadóttir Auðun Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Oddur Ármann Pálsson flugvirki hefur fengist við viðgerðir og véla- stjórnun frá því fyrir tvítugt, fyrst á dráttarvélum og jarðýtum en lengst af á flugvélum. „Það má segja að ég hafi alltaf gert það sem mig langaði mest. Það tel ég mikið lán,“ segir hann glað- lega þegar hann lítur um öxl í tilefni áttræðisafmælis sem er í dag. Nú er Oddur sjálfur nýbúinn að fara í við- gerð, það er að segja hjartaþræðingu og ætlar að taka því rólega á afmæl- inu, þó hann telji sig stálsleginn, þökk sé læknavísindunum. Oddur er fæddur og uppalinn á Hjallanesi í Landsveit, yngstur af sex systkinum. „Við misstum föður okkar árið 1950 og bjuggum eftir það með móður okkar þar til ein systirin tók við búskapnum. Um þetta leyti voru miklar breytingar í búskapar- háttum, vélarnar tóku að létta störf- in en fram að því hafði allt verið gert með handverkfærum og heyið flutt á hestum,“ rifjar hann upp. Hann segir þau systkinin hafa verið fljót að til- einka sér tæknina. „Við fengum einn af fyrstu Land Roverunum sem sáust fyrir austan fjall og var úthlutað af Búnaðarfélaginu. Ég dreif mig á véla- námskeið á Hvanneyri þar sem ég lærði viðgerðir á jarðýtum og drátt- arvélum og við bræðurnir fórum að vinna við vegagerð með búskapnum. Ég fékk strax vinnu á jarðýtu. Það var skemmtilegt, mikill munur á því og að moka með skóflu. Alger bylting. Svo var síminn að koma líka, við fengum fyrst gamlan Bretasíma sem var bil- anagjarn, enda lá strengurinn á jörð- inni og skepnur kræktu sig í hann og slitu í sundur,“ segir Oddur sem man enn hringinguna á Hjallanesi, tvær langar og eina stutta. Oddur hóf að læra flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands 15. október 1953 og leitaði sér einnig þekkingar hjá SAS og Boeing. „Síðan vann ég hjá Flug- félaginu, Flugleiðum og Icelandair til 67 ára aldurs. Þá bættust tólf ár við sem ég var hjá ýmsum öðrum flug- rekstraraðilum,“ upplýsir hann. „Það var mikil þróun í allri tækni og ég hef gengið í gegnum margar bylgjur.“ Upp úr 1960 lærði hann einnig til flugvélstjóra. „Við vorum með tvær DC6-vélar hjá Flugfélaginu, það þurfti flugvélstjóra á þær og ég var í því til 1990, fyrst á sexunum og síðan á Boeing 727.“ Um tíma kenndi Oddur flugvirkjum, bæði á námskeiðum og í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hann hefur líka fengist við að íslenska fagmál flug- virkja og safna heimildum um stéttina. „Ég byrjaði snemma að fikta við tölvur og áttaði mig fljótt á að það borgaði sig að skrifa niður fróðleik ef hann ætti ekki að gleymast svo ég fór að safna upplýsingum sem varða fagið og stétt- ina. Það væri talsverður doðrantur ef hann væri prentaður út og ansi oft er ég spurður um ýmis atriði.“ Eftir að Oddur hætti að fljúga um 1990 kveðst hann hafa fengið krans- æðastíflu, gengist undir aðgerð og síðan verið í góðu sambandi við lækna. „Fyrir nokkrum dögum fann ég að eitthvað var að og hringdi í 112, var þræddur og fékk net í eina æð. Það tók nokkrar mínútur. Ég á HL stöðinni (endurhæfingarstöð hjarta- og lungna- sjúklinga) mikið að þakka. Þegar ég var skorinn þá gaf læknirinn mér von um að ég gæti tórt í tíu ár en nú eru þau orðin yfir tuttugu.“ gun@frettabladid.is Alltaf gert það sem mig langaði mest Oddur Ármann Pálsson fl ugvirki er áttræður í dag. Hann tók þátt í íslenska ævintýrinu kringum fl ugið í hartnær sex áratugi, eða allt þar til fyrir tveimur árum. FLUGVIRKINN „Fyrir nokkrum dögum fann ég að eitthvað var að og hringdi í 112, var þræddur og fékk net í eina æð. Það tók nokkrar mínútur,“ segir Oddur Ármann, sem kann vel að meta alla tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steinunn Ketilsdóttir frumsýnir í kvöld dansverkið Já elskan. Umfjöll- unarefni verksins er fjölskyldan, samskipti hennar, meðvirkni, leynd- armál og mynstur. Í verkinu er tekist á við aðstæð- ur sem allir hafa upplifað. Hvað er venjuleg fjölskylda? Hvað er á yfir- borðinu og hverju er sópað undir teppið? Í Já elskan verða tabú krufin til mergjar, hið ósagða tjáð og óupp- fylltar þrár dregnar fram í dagsljósið. „Í rannsóknunum fyrir sýninguna las ég fullt af sögum af fólki sem er endalaust að leita uppruna síns en aðrir vilja helst klippa á öll tengsl. Þetta eru svo miklar öfgar. Niður- staðan er sú að sama hversu langt þú reynir að flýja þá kemstu ekki undan fortíðinni og fjölskyldunni. Þetta eru ræturnar okkar og það er ekki hægt að klippa á þær. Við erum öll með þessar rætur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þær eru hluti af því hver við erum,“ sagði Steinunn í við- tali við Fréttablaðið um sýninguna. Verkið er sýnt í Kassanum, Þjóð- leikhúsinu. Dansverkið Já elskan frumsýnt Steinunn Ketilsdóttir dansari veltir fyrir sér margbreytileika fj ölskyldna. JÁ ELSKAN Dansverk um fjölskylduna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.