Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 62
28. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 gullaldarinnar á Kringlukránni 28. og 29. desember og á þrettándagleði Kringlu- krárinnar 4. og 5. janúar með Gunnari Þórðarsyni úr Hljómum, Ásgeiri Óskarssyni Stuðmanni, Jóni Ólafssyni úr Pelican og Óttari Felix úr Pops. Tónlist sjötta og sjöunda áratugarins. Rætur rokksins. Stanslaust stuð. Gullkistan i Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR Smár Humar. Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka. Skelflettur humar Humar án skeljar. Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er. Humarsoð 100% soð af humarskeljum. Flott uppskrift á boxinu. Ferskar Hollenskar ostrur Stærð 24-30 HUMAR Millistærð af humri. Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið. Stærð 18-24 HUMAR Stór humar. Sá stærsti, góður í hvað sem er. Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar. Stærð 7-12 ÁRAMÓTAHUMAR Þessi raketta kostaði 6.500 kr. hún gefur ánægju í um það bil 20 sek. Ef þið kaupið flugelda endilega styrkið Björgunarsveitirnar eða íþróttafélögin VERÐSAMANBURÐUR! 1 kg af úrvals Humarhölum kostar 3.900 kr.kg. Gefur ánægju fyrir 5-6 manneskjur í c.a. 30-60 mínútur. 1 kg. dugir fyrir 2-3 manneskjur í aðalrétt eða 5-6 í forrétt. OPIÐ Föstudag 7-18.30 Laugardag 10-18 Sunnudag 12-17 Gamlársdag 7-13 „Það er ekki á hverjum degi sem forfeðurnir verða fimmtugir,“ segir Bjarni Sigurðsson, gítar- leikari hljómsveitarinnar Stóns. Bandið hefur undanfarin þrjú ár spilað lög hetjanna í Rollings Stones. Í ár eru fimmtíu ár frá stofnun Rollings Stones og í tilefni þess heldur Stóns sérstaka afmælistón- leika á Gauki á Stöng annað kvöld klukkan ellefu. „Þetta verður nærri þriggja tíma prógramm og við spilum svona tæplega þrjátíu lög. Ég held að engin sveit hafi gefið út fleiri smáskífur og slag- ara en Stones svo það er úr nógu að velja,“ segir Bjarni. Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til tónleikaferðar hljóm- sveitarinnar Mínus. „Ég var með Rolling Stones í „headphones“ í tónleikarútunni og Bjössi var Saumaklúbbur sem spilar Stones Stóns fagnar fi mmtíu ára afmæli Rolling Stones með þriggja tíma tónleikum. Mick Jagger (Björn Stefánsson) Keith Richards (Bjarni Sigurðsson) Bill Wyman (Karl D. Lúðvíksson) Nicky Hopkins/Ian Stewart (Birgir Ísleifur Gunnarsson) Charlie Watts (Frosti Runólfsson) Rocky Dijon (Krummi) Hljómsveitin Stóns „Það er ofboðslega gaman að fá svona tækifæri og lítast svona vel á verkefnin sem um ræðir eins og raunin er með þessi verkefni,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur Darri fór með aðalhlut- verk í mynd Baltasars Kormáks, Djúpinu, nú fyrr á árinu og hefur í kjölfarið verið uppgötvaður í Hollywood. Nú liggja á borðinu hjá honum tilboð í tvö stór verkefni þar ytra. Annars vegar er hlut- verk í bíómyndinni A Walk Among the Tombstones, sem er leikstýrt af Scott Frank og skartar Liam Neeson í aðalhlutverki, og hins vegar í nýjum sjónvarpsþáttum, True Detectives, þar sem Woody Harrelson og Matthew McConaug- hey eru í broddi fylkingar. „Þetta er auðvitað alveg frábært lið. Mér finnst Neeson algjörlega æðislegur og hefur fundist það lengi. Ingvar [Sigurðsson] vann með honum í K19 og sagði að þetta væri frábær maður. Ég er búinn að fylgjast með Woody Harrel- son alveg síðan í Staupasteini og finnst hann frábær leikari og svo finnst mér McConaughey líka mjög skemmtilegur,“ segir Ólafur Darri. Bæði verkefnin eru í upptökum á svipuðum tíma og því ekki útséð um hvort hann nái að taka þau bæði að sér þó hann segi það vera drauminn. „Sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því heldur liggja umboðsmennirnir mínir í því þessa dagana að láta þetta ganga upp. Það ætti allt að skýrast á næstu dögum,“ segir hann. Bæði hlutverkin sem eru í boði eru af þokkalegri stærðargráðu en Ólafur má þó lítið um þau segja. „Þetta er allt svo mikið leyndó. Ég kæmi líklega fram í tveimur eða þremur þáttum af True Detectives en þeir verða átta talsins og hver klukkutíma langur. Í myndinni er um að ræða gott aukahlutverk sem ég væri verulega spenntur fyrir í íslenskri bíómynd svo ég er mylj- andi glaður með það,“ segir hann og hlær. Hann heldur að öllum líkindum utan í mars en er þó ekki farinn fyrir fullt og allt. „Ég ætla að forð- ast það í lengstu lög að flytja út. Mig langar að búa hérna heima, hér er fjölskyldan mín og hér er minn heimur,“ segir hann og lofar að snúa aftur á íslenskt leiksvið fyrr eða síðar. tinnaros@frettabladid.is Með tvö Hollywood- tilboð á borðinu Ólafi Darra hefur verið boðið hlutverk í bíómynd með Liam Neeson og sjón- varpsþáttum með Woody Harrelson og Matthew McConaughey. MYLJANDI GLAÐUR Ólafur Darri segist vera myljandi glaður með hlutverkið í kvikmyndinni A Walk Among the Tombstones, enda hefði honum þótt þetta gott hlutverk í íslenskri mynd, hvað þá Hollywood-mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Nú læt ég sönginn bíða meðan ég fer í leik- inn á fullum krafti,“ segir Garðar Thór Cor- tes. Hann mun fara með eitt aðalhlutverka í sjónvarpsþætti sem fer í tökur næsta sumar. Síðast lék Garðar í sjónvarpsþáttunum Nonna og Manna. „Já, en þeir voru teknir upp ´87. Ég er því að dusta rykið af þeirri hlið,“ segir hann. „Ég er þó alltaf að leika í óperum og söngleikjum en það er aðeins annað. Þetta er mikið áhugamál hjá mér og ég fór út í óper- una því þar blandast leikur og söngur,“ segir hann. Á móti honum leika Anna Svava Knúts- dóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir sem eru meðal handritshöfunda ásamt Garðari og Arnóri Pálma Arnarssyni. „Við erum að fara að ferðast um Danmörku í húsbíl. Ég ætla að meika það í uppistandi á dönsku og tek Garðar með,“ segir Anna Svava glöð. „Við erum alveg að pissa í okkur úr hlátri við skrifin. Okkur finnst þetta mesta snilld sem gerð hefur verið.“ Hópurinn hefur þegar skoðað tökustaði í Danmörku. Hann bætir við að þættirnir séu grínþættir. „Þetta verður fyndið enda erum við bæði mjög fyndin en þetta verður samt með alvarlegum undirtóni,“ segir Garðar sem mun halda fyrstu einsöngstónleika sína í langan tíma í Grafarvogskirkju kl. 20 kvöldið 30. desember. - hþt Dustar rykið af leikhliðinni Garðar Thór Cortes fer með aðalhlutverk í nýjum sjónvarpsþætti sem fer í tökur í sumar í Danmörku. GRÍN Garðar Thór og Anna Svava munu ferðast um Danmörku í húsbíl í sjónvarpsþætti sem fer í tökur næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN dansandi og þá sá ég bara allt í einu Mick Jagger birtast. Á svip- uðum tíma fann ég alveg eins gítar og Keith Richards átti og þetta vatt upp á sig,“ segir Bjarni. „Þetta er svona saumaklúbburinn okkar. Við erum allir forfallnir Rolling Stones-aðdáendur. Í stað þess að hittast og spila póker spil- um við Stóns.“ - hþt Sýningar á Mýs og menn hætta fyrr Ólafur Darri fer með annað aðalhlutverkið, hlutverk Lenny, í leikritinu Mýs og menn sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun. Hann þarf að halda út til að takast á við Hollywood-hlutverkin í mars, áður en sýningartímabili leikritsins átti að ljúka. „Við samgleðjumst okkar manni auðvitað innilega og gerum allt til að liðka til fyrir honum eins og öðrum listamönnum okkar til að hann geti tekist á við þetta spennandi verkefni. Ólafur Darri er í flokki bestu leikara landsins og því kemur mér alls ekki á óvart að erlendir leikstjórar falist eftir honum,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri Borgarleikhússins. Innan veggja leikhússins hefur því verið tekin sú ákvörðun að stytta sýningartímabilið og lýkur sýningum á verkinu þann 1. mars. Nú þegar er uppselt á fjölda sýninga og til að mæta þeirri eftirspurn sem er eftir miðum var sýningaráætlun breytt í janúar og febrúar og verður leikritið þá sýnt fimm sinnum í viku. „Uppskriftabókin Heilsuréttir Hag- kaupa er bók sem ég nota mikið en Solla á Grænum kosti skrifaði hana. Ég hef mikinn áhuga á hollri matargerð og nota þessa bók til að fá hugmyndir og gera eitthvað nýtt. Það má eiginlega segja að þetta sé hálfgert matarklám.“ Ásthildur Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og ÍAK einkaþjálfari BÓKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.