Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 11

Fréttablaðið - 28.12.2012, Page 11
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | FRÉTTIR | 11 BÚÐARDALUR Hnökrar á netinu sagðir ólíðandi. FJARSKIPTI „Ólíðandi er að íbúum og fyrirtækjum í Dalabyggð sé gert að greiða sömu þjónustu- gjöld og þeir sem eðlilegrar þjónustu njóta,“ segir byggða- ráð Dalabyggðar sem krefst þess að búnaður í símstöð Símans í Búðar dal verði uppfærður. „Fjölmargir íbúar í Dalabyggð hafa sent Símanum áskorun þar sem kvartað er yfir því að íbúar í Dalabyggð njóti ekki sömu fríð- inda og kjara og aðrir landsmenn hvað varðar aðgengi að sjón- varpsrásum í gegnum internetið og að hraði í internetsamskiptum sé ekki sá sem íbúar greiða fyrir í áskriftum sínum,“ segir í bókun byggðaráðsins. Ekki hafi fundist viðhlítandi skýringar á hnökrum á netþjón- ustunni. „Þetta vekur upp spurningar um úreltan búnað sem ekki hefur verið svarað.“ - gar Kvarta undan netþjónustu: Dalamenn telja símstöð úrelta VÍSINDI Vísindamenn sem ætluðu að bora 3.000 metra í gegnum ísinn á suðurskautinu í stöðuvatn undir ísnum þurftu að hætta við vegna tæknilegra örðugleika. Bor leiðangursmanna bræddi leið í gegnum ísinn með heitu vatni. Boraðar voru tvær holur sem áttu að tengjast, og átti önnur að leiða vatn upp á yfir- borðið. Ekki tókst að tengja hol- urnar tvær 300 metrum undir yfirborðinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Ekki er útilokað að reynt verði aftur síðar, en nú verður útbún- aður vísindamannanna fluttur til Bretlands þar sem hann verður yfirfarinn. - bj Hætta borun á suðurskauti: Borinn réði ekki við verkið UMFERÐ Hægt á bílum í Búðardal Vegagerðin hefur samþykkt ósk Dalabyggðar um að skoða valkosti til að lækka umferðarhraða í gegnum Búðardal. ÞJÓÐARÖRYGGI Nefnd sem utan- ríkisráðherra skipaði til að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland mun skila af sér í byrjun næsta árs. Eftir er að útkljá hver stefnan verður í veigamiklum málum og ekki ljóst hvort nefndin klofnar. „Þetta hefur gengið mjög vel en hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, formaður nefndarinnar. Hún segir að vinnan hafi tafist vegna anna nefndarmanna við þingstörf, ekki vegna ósættis innan nefndarinnar. Nefndarmenn höfðu gert athuga- semdir við fyrstu drög að þjóðar- öryggisstefnu, og hafa nú fengið uppfærð drög til yfirlestrar. „Vinnan hefur gengið ágæt- lega, en við höfum hingað til verið að skoða stóru myndina frekar en hvað fer inn í plaggið og hvað ekki,“ segir Ragn heiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðis flokksins, sem á sæti í nefndinni. Hún segir að ekki hafi reynt á umræðu um einstök atriði og því ekki komið í ljós hvort nefndin muni skila sameiginlegu áliti eða hvort einhverjir skili minnihluta- áliti. - bj Nefnd sem mótar þjóðaröryggisstefnu Íslands mun skila af sér á nýju ári: Eftir að útkljá stærstu þjóðaröryggismálin Össur Skarphéðinsson skipaði nefnd sem fékk það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ís- land í janúar á síðasta ári. Nefndin á að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem á að tryggja þjóðarör- yggi Íslands. Hún á að koma fram með markmið og leiðir til að ná þeim. Grundvöllurinn sem vinnan byggir á er herleysi landsins, að því er segir í þingsályktunartillögu um skipun nefndarinnar. ➜ Tillögur tryggi þjóðaröryggi VALGERÐUR BJARNADÓTTIR RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Föstudagur 28. desember kl. 11.00 – 19.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 – 20.00 Laugardagur 29. desember kl. 11.00 – 19.00 Sunnudagur 30. desember LOKAÐ Mánudagur 31. desember kl. 09.00 – 14.00 Þriðjudagur 1. janúar (nýársdagur) LOKAÐ OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is vinbudin.is HEILBRIGÐISMÁL Kanill getur verið heilsuspillandi, einkum fyrir börn. Matvælastofnun bendir á þetta á vef sínum. „Þetta er vegna þess að kanill inniheldur af náttúrunnar hendi mismikið af bragðefninu kúmarín sem hefur verið tengt við lifrar- skaða,“ segir þar. „Vinsældir kanils hafa leitt til þess að neysla hefur aukist og er ákveðinn hópur neytenda sem blandar kanil reglu- lega í matinn sér til heilsubótar. Notkun kanils er þó aldrei meiri en yfir jólahátíðirnar.“ - óká Neyslan mest á jólunum: Kanill í óhófi er hættulegur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.