Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 2
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ólafur Darri Ólafsson leikari er með tvö atvinnutilboð frá Holly- wood sem hann fer í á komandi ári. Annað er kvikmynd með Liam Neeson og hitt sjónvarpsþættir með Woody Harrelson. Sigurður Páll Ásólfsson bóndi á Ásólfsstöðum, varð hetja á einni nóttu þegar hann gaf strokufang- anum Matthíasi Mána Erlingssyni hangikjöt og jólaköku á aðfanga- dag. Margrét S. Björnsdóttir er for- maður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar og afar ósátt við að þeim sem ekki borga félags- gjald í Reykjavík skuli meinað að kjósa formann í fl okknum. Jón Pálmi Pálsson fékk í vikunni andmælafrest eft ir að hafa verið vikið úr starfi bæjarstjóra á Akranesi. Almenningur fær ekki að vita um hvað hann er grunaður. FIMM Í FRÉTTUM FANGAFLÓTTI OG METSÖLUBÓK ➜ Ingibjörg Reynisdóttir reit bók um einsetumanninn Gísla á Uppsölum, sem varð sú söluhæsta fyrir þessi jól. SKOÐUN 12➜14 FRÉTTIR 2➜10 HELGIN 18➜36 SPORT 56 MENNING 46➜62 Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is Hefst 7. janúar SJÁLFSTÆTT FÓLK 46 Myndlistarárið var meðalgott. BLÓÐUG VALDAFÍKN 48 Macbeth er fj ögurra stjörnu sýning. Í FJÓRÐA SÆTI Í FANTASY 62 Tómas Páll Þorvaldsson er í fj órða sæti í Fantasy-deildinni. VERÐBÓLGAN ER SIGURSTRANGLEGUST 12 Þorsteinn Pálsson um ríkisfj ármál. MEÐFERÐ KVÖRTUNARMÁLA 14 Geir Gunnlaugsson og Anna Björg Aradóttir um kvartanir til landlæknis. SLYS Íslenskur karlmaður á fertugsaldri lést við köfun í Silfru á Þingvöllum í gær. Maðurinn var á eigin vegum með félaga sínum við köfun en á um 40 metra dýpi kom eitthvað óvænt upp á, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Félagi mannsins kom honum strax til aðstoðar; kafaði þegar niður og kom honum upp á yfirborðið þar sem hafnar voru lífgunartilraunir. Þær báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hinn látni vanur kafari. Félagi mannsins sem lést var fluttur með sjúkra- bifreið á Landspítala í Fossvogi vegna gruns um köfunarveiki. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en ástæður þess að maðurinn lést voru ókunnar síðla dags í gær. Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra, sérfræð- ingar Landhelgisgæslu og köfunarsveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu á staðinn til að nálgast köfunarbúnaðinn sem varð eftir á botni Silfru. - shá Ungur íslenskur karlmaður lést við köfun í Silfru á Þingvöllum í gær: Lést við köfun á 40 metra dýpi SILFRA Á ÞINGVÖLLUM Orsakir slyssins eru ókunnar. Myndin tengist ekki fréttinni beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÁTTURINN SEM ALLIR HORFA Á 28 Hvaða skaup þykir grín- istum fyndnast? ENGINN SÁ NEITT Í ZLATAN 30 Í bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic segir sænska knattspyrnuhetjan frá æskuárum sínum í úthverfi Málmeyjar. KRAKKAR 34 KROSSGÁTA 36 ÁRIÐ MEÐ AUGUM GUNNARS 26 Bestu skopmyndir Gunnars Karlssonar árið 2012. LÁRUS WELDING DÆMDUR Í FANGELSI 4 ORA-GRÆNUBAUNA- DÓSAMÁLIÐ AÐ SKÝRAST 6 MARGARET THATCHER ÓTTAÐIST ÁRÁS Á GÍBRALTAR 6 „Ósvífi ð að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna“ 8 Sigrún Karlsdóttir um þá stund þegar hún uppgötvaði að Strætó hafði skilið hana eft ir í Staðarskála VEÐUR Varðskip, þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar (LHG) voru sett í viðbragðsstöðu í gær vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum í kjölfar spár um ofsaveður í gær- kvöldi og í dag. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar lýsti yfir hættustigi vegna snjóflóða á Ísafirði, Flateyri, Hnífsdal, Súða- vík og Patreksfirði. Nokkrir tugir íbúa, þar á meðal af átta bæjum á norðanverðum Vestfjörðum, voru beðnir að rýma heimili sín. Auk þess hefur verið lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á miðju Norðurlandi eftir því sem líður á daginn. Síðdegis í gær var að beiðni lög- reglunnar á Vestfjörðum send til- kynning á alla farsíma á norðan- verðum Vestfjörðum um lokun vega um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Suðureyrarveg, Flateyrarveg og Gemlufallsheiði. Ríkislögreglustjóri ákvað undir kvöld í gær, í samráði við lögreglu- stjórana á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarfirði og Dölum, Snæfells- nesi, Vestfjörðum, Blönduósi, Sauðár króki, Akureyri og Húsavík, að lýsa yfir hættustigi almanna- varna vegna óveðursins. Reynir Víðisson, hjá Almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra, útskýrir að viðbúnaður vegna veð- ursins feli í sér að allar björgunar- sveitir á landinu hafi verið settar í viðbragðsstöðu. Haft hafi verið samband við forsvarsmenn allra sveitanna og þeim gerð grein fyrir stöðunni. Að sögn Reynis felur það í sér að mörg hundruð manns séu í startholunum. Ákveðið var að skip LHG yrðu í höfn í Reykjavík, en þeim ekki siglt áleiðis vestur. Aðspurður segir Reynir að mannskapurinn yrði stað- settur syðra og svo færður til eftir þörfum. Ein meginástæðan fyrir því að LHG er í viðbragðsstöðu er snjóflóðahætta, en dæmi eru um að varðskipin hafi verið einu tækin til að komast á björgunarvettvang með mannskap, tæki og búnaði, eins og þegar aðeins er fært sjóleiðina. „Verra veðurútlit hefur ekki sést í langan tíma“ sagði Reynir í gær og hvetur fólk til að bera virðingu fyrir náttúruöflunum, og fara eftir öllum leiðbeiningum björgunar- aðila. svavar@frettabladid.is Varðskip og flugför sett í viðbragðsstöðu Vegna spár um fárviðri var Landhelgisgæslan sett í viðbragðsstöðu í gær að beiðni Almannavarna. Hættustigi lýst yfir víða á Vestfjörðum vegna snjóflóða. Mörg hundruð manns hjá björgunarsveitum um allt land beðnir um að vera til taks. FORSMEKKURINN Fjölmörg snjóflóð féllu í gær á Vest- fjörðum, og hér er stungið í gegnum eitt þeirra í Súða- víkurhlíð síðla dags í gær. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON Verra veðurútlit hefur ekki sést í langan tíma. Reynir Víðisson deildarstjóri hjá Almannavörnum STRÁKARNIR UNNU TÚNIS 56 Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf loka- undirbúning sinn fyrir HM á Spáni í janúar með því að vinna öruggan sigur á Túnis í Höllinni í gær. FRAMKONUR DEILDARBIKARMEISTARAR 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.