Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 58
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 42 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Það er afskaplega gaman að fylgjast með fótboltanum hér á Spáni en þó er á honum nokkuð hvimleiður ljóður. Þannig er mál með vexti að knattspyrnumönnum hættir til að kasta sér á grúfu hvenær sem andstæðingurinn kemur nærri þeim og grípa svo um hné sér eins og að leggirnir séu að detta af lærunum. Ágerist þetta svo þegar komið er inn í vítateig en þá er stundum eins og menn stígi á jarðsprengju þegar sótt er að þeim. ÞESSUM leikþætti lýkur ekki þarna því menn stökkva upp á nef sér sjái þeir boltann koma nær hönd andstæðingsins en ekki er það þó af einskærri réttlætiskennd því þeir þegja þunnu hljóði ef boltinn fer í hönd þeirra sjálfra. Alla vega hef ég ekki heyrt af neinum leikmanni sem farið hefur til dómarans og sagt: „Heyrðu, hann fór víst í höndina á mér, ætli það sé ekki best að dæma víti á þetta.“ ÞETTA hátterni er þó ekki alveg óþekkt í íslensku samfélagi og má þar nefna sam- skipti stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem menn gera mikið úr aðförunum að sér en yfirsést svo eigin svívirðingar. Svo sýn- ist mér að sókndjarfir trúleysingjar hafi gaman af því að skemmta skrattanum með svona leikfléttum sem minna á suðræna knattspyrnukappa. TIL dæmis ef guðsmaður sést nærri skóla rjúka sumir þeirra upp á nef sér og hrópa „rangstaða!“. Hringt er í Reyni Trausta og látum ekki linnt fyrr en aðstoðardómarar veifa flaggi. Svo heyrði ég af kröfu um að leikskólabekkur sem ætlaði í kirkjuferð yrði kyrrsettur þar sem trúlaust foreldri vildi hvorki að barn sitt færi til kirkju né yrði skilið eftir. Bara allir í leikbann takk. ALLT er þetta gott og blessað í baráttunni en svo þegar eitthvað má græða á þessari kristilegu trúvillu þá þegja menn þunnu hljóði. Til dæmis þegar flautað er til leik- hlés, allir sendir í frí að fagna fæðingu frelsarans. Það slær enginn hendinni á móti fríi í boði frelsarans. Það myndi þó líklegast heyrast hljóð í horni ef jólin byggðust á því að færa honum fórnir í formi meiri vinnu. ÞETTA er svo sem bara skynsamlegt hjá trúleysingjum að taka sér jólafrí frá bar- áttu sinni. Ég vil óska þeim sem og trú- uðum heilla á árinu sem er að koma og hverjum og einum frelsis til að trúa því sem honum sýnist. Trúleysingjar í jólafríiLÁRÉTT2. nautasteik, 6. kusk, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. aðgæta, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. rell, 20. tveir eins, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis, 4. græðgi, 5. af, 7. ólaglegur, 10. viðmót, 13. gerast, 15. sál, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. andi, 16. æsa, 19. ðð. Ég var á skrifstofunni, pabbi! Gott! Þetta var búið að hlaðast upp! En ég náði að bjarga sem mestu! Svo ... held að það sé best að ég fari ekki þarna inn á næstunni! Ég segi ekki meir! Á eigin ábyrgð! Settu löppina niður meðan þú borðar, Palli. En þetta er þægilegt. Já, hægindastóllinn er líka þægilegur en ég myndi ekki leyfa þér að borða í honum. Einmitt... Bara fyrir forvitnis sakir, ertu nokkuð á leiðinni út úr bænum fljótlega? Afsakið, en grillaða kolkrabbanum seinkar um fimmtán til tuttugu mínútur... Sérhönnuð innkaupa- kerra fyrir karlmenn Sérhönnuð innkaupa- kerra fyrir konur Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.