Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 18
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 HELGIN 29. desember 2012 LAUGARDAGUR Ég þekki alveg jafn marg-ar fyndnar stelpur og fyndna stráka,“ segir Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistand-ari, sem er meðal hand- ritshöfunda áramótaskaupsins í fjórða sinn í ár. Hún hefur ávallt verið eina konan í hópnum og sama á við í fleiri verkefnum sem snúa að handritsgerð og uppistandi. En af hverju ertu alltaf eina stelpan? „Ég verð eiginlega að svara þess- ari spurningu þannig að þú ert að spyrja vitlausa manneskju. Það þarf að spyrja þær sem eru ekki að gera þetta!“ segir Anna. „Ég er oft spurð að þessu og hef hugs- að mikið um þetta. Ef við tökum dæmi þá er meirihluti þeirra sem eru í pólitík karlar en samt finnst mér karlar ekkert leiðinlegri fyrir vikið.“ Vinna að Áramótaskaupinu hefst ár hvert í september. „Þá hugsa ég: „ókei, hvað gerðist eigin lega á árinu?““ lýsir hún. „Þá hefst tímabilið þar sem ég skoða Mbl, Vísi og fylgist með fréttatímum. Núna veit ég allt um Vafningsmálið og eitthvað sem mér er alveg sama um dags- daglega,“ segir hún ánægð. Handritshöfundar í ár eru, auk Önnu, þeir Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigur- geirsson. „Við Sævar höfum verið öll árin með Gunnari Birni [Guð- mundssyni] leikstjóra. Síðan er alltaf gott að hafa gaura eins og Hjálmar. Hann er mikið í póli- tíkinni og fylgist vel með. Það sama á við um Halldór teiknara því hann teiknar mynd á hverjum degi. Í raun þarf ég ekki tíma- rit.is heldur sný ég mér bara að þeim,“ segir hún og játar að þeir séu eiginlega tímarit.is í manns- mynd. „Fyrir fyrsta Áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch“ á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt,“ segir Anna sem hefur haft í nógu að snúast á þessum vett- vangi. „Við Hugleikur Dags- son og bróðir hans, Þormóður, vorum að klára teiknimyndaseríu sem við förum í tökur á í janú- ar,“ lýsir hún. „Síðan var ég að skrifa Hæ Gosa en nýjasta serían byrjar í janúar á Skjá einum.“ En hvernig er að vinna sem handrits- höfundur? „Það er draumavinn- an mín. Þetta er svona eins og þegar maður var lítill. Maður stendur bara og spyr: „En hvað ef þetta gerist? Eða þetta? Hey ef að minn karl myndi allt í einu gera svona …““ leikur hún. Í kvöld kemur hún fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 og 23 en hún kynntist Ara Eld- járni einmitt við skrif Áramóta- skaupsins líkt og Baldvini Z, framleiðanda Hæ Gosa. „Ég hef verið heppin að fá að skrifa með frábæru fólki sem vill fá mig aftur í vinnu. Svo ég hef grætt miklu meira á þessu en bara Skaupið,“ segir hún og hlær. VEIT ALLT UM VAFNINGA Það er hægara sagt en gert að skrifa brandara sem höfða til allrar þjóðarinnar. Anna Svava Knútsdóttir hefur haft það hlutverk undanfarin fjögur ár, en hún segir starf handritshöfundar vera draumastarfið. ANNA SVAVA „ Fyrir fyrsta áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch“ á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt,“ segir Anna, sem hefur haft í nógu að snúast á þeim vettvangi síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hallfríður Þóra Tryggvadóttir hallfridur@frettabladid.is Hermann Gunnars- son, fjölmiðla- maður Innilokaður í Dýrafi rði „Ég er innilokaður í Haukadal í Dýrafirði með fóstru minni og tíkinni Lubbu. Mér líður hvergi betur en í róinni hér svo ófærðin plagar mig ekki.“ Sigríður Klingenberg, spámiðill Brjálað partí „Ég er að fara í brjálað partí hjá Begga og Pacasi. Þar mun Pacas framreiða íslensk- brasilíska rétti, til dæmis kókosgellur.“ Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanóleikari Hjaltalíns Vinir og tónlist „Það er bæði boð hjá vinafólki fjölskyldunnar og vinum mínum og svo er ég að fara að spila með Jólagestum GÓ á Rosenberg í kvöld.“ Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur Klárar Millu „Þá ætla ég að kanna hvort ég kunni að taka því rólega. Ég ætla að klára Millu eftir Kristínu Ómarsdóttur og gera ekki neitt annað.“ Brennur Elsta heimild um áramóta- brennu sem fundist hefur er frá Reykjavík árið 1791. Það eru piltar í Hólavallaskóla sem stóðu að henni en skólinn hafði verið fluttur úr Skálholti til Reykjavíkur árið 1786 og stóð skólahúsið á Hólavelli, nokkurn veginn þar sem nú er Suður- gata 20. Ekki er útilokað að skólapiltar hafi flutt þennan brennusið með sér frá Skálholti rétt eins þeir endurreistu skóla- vörðuna á Arnarhólsholti árið 1793 sem eftir það var farið að kalla Skólavörðuholt. Kvöldið Eftir miðjan sjöunda áratug 20. aldara varð til kvöldskipulag sem enn er í býsna föstum skorðum. Meginástæðan var til- koma íslensks sjónvarps og hið árlega áramótaskaup sem varð fljótlega vinsælasti dagskrár- liður ársins. Algengasta tilhögun kvöldsins er þessi: Fólk borðar kvöldmat á bilinu sex til átta. Um 20.30 fara margir á brennu í um klukkustund. Um tíuleytið kemur fólk heim í hressingu og sest fyrir framan sjónvarpið til að horfa skaupið sem sýnt er á milli hálfellefu og hálftólf. Þá hefst flugeldatími sem nær hápunkti um miðnætti. Álfareið Þekkt er innan þjóðsagnafræða að jólanótt, nýársnótt og þrett- ándanótt eru kynngimagnaðar og þá getur margt gerst. Þetta eru þær nætur sem álfar nýta sér til þess að flytja búferlum og draumar manna á þessum nóttum hafa meiri merkingu en aðrar nætur. Í myrkrinu getur líka borið við að draugar láti á sér kræla og ekki vilja tröllin í fjöllunum eyða of miklum tíma í dagsljósinu. Þetta gerir það að verkum að á þessum tíma eru meiri líkur á því en ella að menn hitti fyrir verur af öðrum heimi. ÁRAMÓT, ÁLFAR OG BRENNUR Ýmsir siðir eru tengdir gamlárs- kvöldi sem er í föstum skorðum hjá fl estum og tekur gjarnan mið af áramótaskaupinu. HEIMILDIR: VEFUR ÞJÓÐMINJASAFNSINS OG SAGA JÓLANNA EFTIR ÁRNA BJÖRNSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.