Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 33
Kynningarblað Líkamsrækt, vítamín, megrun, ofþjálfun, heilsudrykkir og heilsunammi. LÍKAMSRÆKT LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2012 &NÆRING Í byrjun árs hugsa landsmenn sér til hreyf-ingar og margir strengja þess heit að rækta heilsuna betur. Vorönnin í Hreyfingu fer af stað með miklum krafti og boðið er upp á mörg ný og spennandi námskeið fyrir konur og karla á nýju ári. Námskeiðin hefjast 7. janúar en auk þeirra verður áfram boðið upp eldri námskeið hjá Hreyfingu sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár. Þrenna fyrir konur og karla Þrennan er nýtt, skemmtilegt og einstaklega fjölbreytt sex vikna námskeið sem hentar bæði konum og körlum sem vilja komast í gott form. Þrennan stendur fyrir tíma þrisvar sinnum í viku og skiptist í þrjú mismunandi æfinga- kerfi: Club Fit, Hjól Activio og Óvænt frá þjálf- ara. Tíminn er í 50 mínútur og um er að ræða mjög fjölbreytt og skemmtilegt æfingakerfi. Club Fit er hópþjálfun á hlaupabrettum og lyftingar með lóðum. Þar æfir hver og einn á eigin hraða á hlaupabretti og velur um leið eigin lóðaþyngdir. Hvetjandi tónlist og örar skiptingar tryggja að engum leiðist. Hjól Activio er skemmtilegur og markviss hjólatími þar sem unnið er með púlsmæli sem tryggir betri árangur í hverjum tíma. Í æfingakerfinu Óvænt frá þjálfara kemur þjálfarinn á óvart með mismunandi æfingakerfi í hverjum tíma, t.d. eftirbruna, tabata, stöðvaþjálfun, lyfting- um eða zen-kjarna. Mikil fjölbreytni sem mun skila sér í góðum árangri. Leynist ballerína í þér? Elva Rut Guðlaugsdóttir ballettkennari mun stýra nýju sex vikna ballettnámskeiði fyrir fullorðna sem hentar jafnt byrjendum og vönum dönsurum. Margir hafa stund- að dans og ballett á yngri árum og sakna þess að komast ekki í þessa frábæru þjálfun sem ballettinn er. Á námskeiðinu er farið í gegn- um grunntækni listgreinarinn- ar. Tíminn er byggður upp með tækniæfingum og samsetning- um og mikil áhersla er lögð á dans og gleði. Á sama er unnið í að bæta djúpvöðva- styrk, liðleika, jafnvægi, líkams stöðu og samhæf- ingu. Þeir sem taka þátt í þessu námskeiði komast í flott form, verða sterkari og liðugri. Mjúkt æfingakerfi sem mótar líkamann 5stjörnu FIT sló rækilega í gegn í haust. Það er er námskeið sem Anna Eiríks og Ágústa Johnson settu saman eftir að hafa kynnt sér allt það nýjasta og vinsælasta í New York í sumar. 5stjörnu FIT er svokallað mjúkt æfingakerfi fyrir þær sem vilja breyta línunum, móta og lengja vöðva líkamans og öðlast fagurlega tónaðan og lögulegan lík- ama. Námskeiðið sameinar sérlega áhrifa- ríkar styrktaræfingar sem móta og tóna ýmsa vöðva líkamans. Æfingarnar eru stundaðar á hnitmiðaðan og rólegan hátt en eru krefjandi og skila góðum árangri. Þær henta þeim sem vilja krefjandi æfingar en engan hama- gang heldur afslappað andrúms- loft. Club fit er lausnin Hreyfing opnaði Club fit- salinn fyrr á þessu ári og hefur æfingakerfið fengið frábærar undir- tektir enda stutt, ein- falt, skemmtilegt og árangurs ríkt. Um er að ræða hópþjálfun þar sem fólk er annaðhvort að ganga, skokka eða hlaupa á hlaupabrettum eða lyfta lóðum. Stemning er lykilorðið yfir Club fit. Salurinn er rökkvaður og tónlistin er hvetj- andi. Fólk ræður hraða sínum á hlaupabrett- inu og velur lóðaþyngdir en hefur þó þjálfar- ann allan tímann til að hvetja sig áfram. Hver tími er aðeins 50 mínútur og æfingarnar eru sérstaklega valdar með hámarksárangur í huga. Á sínum stað verður áfram Hot Yoga, Hot Fitness, Zumba, Fanta gott form og sívinsæla átaksnámskeiðið Þinn árangur. Nóg er um að velja og eitthvað fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Fanta gott form Fanta gott form er æfingakerfið fyrir þá sem eru tilbúnir að taka hressilega á og uppskera árangur samkvæmt því. Fjör, kraftur og sviti eru allsráðandi og æft er fjórum sinnum í viku. Þjálfunin byggist á einföldum æfingum sem miðast við að þátttakendur nái að há- marka brennslu og þjálfa upp þol og styrk á skjótan hátt. Grunnbrennsla líkamans eykst og í hverjum tíma verður til hinn eftirsótti eftir bruni í líkamanum sem gerir það að verk- um að hitaeiningabrennsla líkamans heldur áfram á auknum hraða í nokkra klukkustund- ir eftir að æfingu lýkur. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form. Heilsan í forgang á nýju ári Líkamsræktarstöðin Hreyfing býður eins og venjulega upp á fjölda skemmtilegra og spennandi námskeiða í vetur. Hægt er að velja úr fjölda námskeiða fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Ágústa Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.