Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 78
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 62
Óvænt pabbahelgi
Gísli Galdur Þorgeirsson og Benedikt
Freyr Jónsson, DJ B-Ruff, ákváðu með
stuttum fyrirvara að blása til einnar
af sínum víðfrægu Pabbahelgum
þar sem þeir eru báðir á landinu um
þessar mundir og Gísli Galdur er ný-
orðinn þrítugur. Veislan hefst hálftólf í
kvöld í hliðarsal Faktorý og þeir æskja
þess að sem flestir skrýðist slaufum,
axlaböndum, kjólum og spariskóm
í tilefni áramótanna. Benni á von á
öðru barni sínu
þannig að
Pabbahelgar-
nafnið hefur
sjaldan átt
eins vel
við. - sh
„Við Íslendingar erum náttúru-
lega pínu klikkaðir í þennan enska
bolta,“ segir Tómas Páll Þorvalds-
son sálfræðinemi, en hann situr í
fjórða sæti á heimslista Fantasy-
deildarinnar sem byggir á ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alls
eru um 2,5 milljónir skráðar með
lið í Fantasy-deildinni en leikurinn
snýst um að stilla upp draumaliði
sínu fyrir leiki hverrar umferðar
enska boltans.
Að hverri umferð lokinni hljóta
liðin stig fyrir frammistöðu leik-
mannanna. Þetta er í annað skipt-
ið sem Tómas er með skráð lið
í Fantasy og er árangurinn því
undraverður. „Ég hef í rauninni
engin trix. Mikilvægast í þessu er
að ná að byrja nógu vel því leik-
menn hækka og lækka í verði
eftir því hversu margir kaupa
einn ákveðinn leikmann. Það
skiptir því miklu máli að ná að
vera á undan öllum hinum að
kaupa leikmenn sem síðar
verða eftirsóttir,“ segir
Tómas, en auk hans
má finna tvo aðra
Íslendinga á listan-
um yfir 35 efstu
liðin. „Ég veit
ekki hvað það
er en það er
alveg ótrú-
legt hvað
Íslend-
ingar
virðast
vera góðir
í þessum leik.
Þeir sem eru
ofarlega eru
mei r a og
minna með
sömu menn í
liðinu og þar
af leiðandi
rokkar
þetta
ekki
alveg
Í fj órða sæti í Fantasy
Sálfræðineminn Tómas Páll Þorvaldsson situr í fj órða sæti í Fantasy-deildinni í
fótbolta. Alls eru um 2,5 milljónir þátttakenda skráðar til leiks í deildinni.
FÁRÁNLEGA GÓÐUR Árangur Tómasar Páls er undraverður.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þrír Íslendingar
eru í efstu 35
sætunum.
Robin van
Persie,
leik maður
Manchester Uni-
ted, hefur safnað
flestum stigum.
Sigurvegari
Fantasy-
deildarinnar í ár
hlýtur vikuferð
til Bretlands með
VIP-miðum á tvo
leiki í ensku úrvals-
deildinni sem og
skoðunarferð um
Lundúnaborg.
Fantasy-staðreyndir
jafn mikið. Ég er búinn að vera
í fjórða sæti í heiminum í þrjár
vikur í röð núna en það má samt
lítið klikka til þess að maður
falli niður listann,“ segir Tómas,
sem sjálfur styður Liverpool í
ensku deildinni, en Liverpool-liðið
hefur aldrei staðið jafn illa að vígi
á miðju tímabili eins og í ár.
Tómas hefur þó trú á einum leik-
manni liðsins. „Ég er alltaf með
Luis Suarez í liðinu og er hann eini
leikmaðurinn sem ég hef haft frá
upphafi. Hann skilar sínu,“ segir
Tómas. En sem gallharður stuðn-
ingsmaður Liverpool, hvort myndi
hann heldur vilja vinna Fantasy
eða sjá Liverpool hampa titlinum
í vor? „Ætli ég myndi ekki frek-
ar vilja að ég ynni í Fantasy. Það
eru engar líkur á því að Liverpool
vinni deildina, svona ef við horfum
raunhæft á þetta,“ segir Tómas og
hlær. kristjana@frettabladid.is
2,5
MILLJÓNIR
eru skráðar til
leiks í Fantasy-
deildinni.
„Ég viðurkenni að þetta er mjög mikil vinna fyrir
okkur en allir búningar verða að vera þrifnir og
tilbúnir fyrir næstu sýningu sem oftast er daginn
eftir,“ segir Leila Arge, yfirmaður búningadeildar
Þjóðleikhússins.
Leila, ásamt öðrum klæðskerum í búningadeild
Þjóðleikhússins, sér um að viðhalda búningum
Shakespeare-sýningarinnar Macbeth, sem er subbu-
legri en flestar aðrar leiksýningar. Um 35 lítrum
af gerviblóði er úthellt í hverri sýningu og því eru
mikil þrif að sýningu lokinni.
„Þetta er ein mesta þvottasýning sem ég hef unnið
við. Ég er samt ekki klár á því hversu margar vélar
við þurfum að þvo eftir hverja sýningu, en við erum
sem betur fer fjórar í þessu,“ segir Leila en full-
yrðir þó að nokkuð auðvelt sé að ná gerviblóðblönd-
unni úr fötunum. „Við gerðum nokkrar prufur til að
sjá hvaða blanda næðist best úr. Við skolum allt vel
og setjum svo í þvottavél. Við erum með mjög fína
þvottaaðstöðu hérna svo við getum ekki kvartað.“
Gerviblóðið er gert úr matarlit, sírópi og blaut-
sápu og er óneitanlega klístrað. „Það eru allir á fullu
að þrífa eftir hverja sýningu en blóðið fer út um allt
á sviðinu og á leikmuni. En það er partur af þessu.“
Macbeth er jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn
Benedicts Andrews og með aðalhlutverk fara Björn
Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Páls-
dóttir, Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson. - áp
Þrífa upp blóðið eft ir Macbeth
Jólasýningin Macbeth ein mesta þvottasýning Þjóðleikhússins frá upphafi .
ÞRÍFA MARGAR VÉLAR Leila Arge og Ásdís Guðný Guð-
mundsdóttir í búningadeild Þjóðleikhússins sjá um að þrífa
blóðið úr búningum Macbeth. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gull á einni viku
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sló
eftirminnilega í gegn á árinu með
sinni fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn.
Hún seldist jafnt og þétt á haust-
mánuðum og náði salan hámarki
síðustu vikuna fyrir jól þegar yfir
fimm þúsund eintök fóru yfir búðar-
borðið, sem er gullsala.
Þegar allir sölustaðir
eru teknir með í reikn-
inginn seldist platan
í um 22 þúsund
eintökum á árinu.
Það er aðeins um
átta þúsund eintökum
minna en Mugison
seldi af Hagléli á
síðasta ári. - fb
Boltamenn upp að altarinu
Knattspyrnukapparnir Indriði
Sigurðsson og Davíð Þór Viðarsson
ganga upp að altarinu í dag. Ekki
þó saman því Indriði gengur að
eiga fimleikadrottninguna Jóhönnu
Sigmundsdóttur í Vesturbænum.
Indriði er fyrirliði knattspyrnuliðsins
Viking. Davíð Þór, sem spilar með
Vejle Boldklub, kvænist unnustu
sinni, Sigríði
Erlu Viðars-
dóttur, í
heimabæ
þeirra
Hafnar-
firði í
dag. - áp
„Af hverju ætti ég að
slaka á? Þvílík endemis
leiðindi. Ég lifi mjög heil-
brigðu lífi: Ég reyki ekki,
borða ekki of mikið, drekk
ekki áfengi, nota ekki
eiturlyf. Höfuðið mitt er
tært eins og kristalkúla og
ég hef enga þörf fyrir að
hægja á mér.“
HINN 79 ÁRA TÍSKUMÓGÚLL
KARL LAGERFELD Í VIÐTALI
VIÐ BBC, SPURÐUR HVORT
HANN ÆTLAÐI EKKI AÐ SETJAST
Í HELGAN STEIN.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Smár humar
Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til
pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka.
Skelflettur humar
Humar án skeljar.
Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er.
Humarsoð
100% soð af
humarskeljum.
Flott uppskrift á boxinu.
Ferskar
Hollenskar
ostrur
Stór humar
Sá stærsti, góður í hvað sem er.
Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar.
Stærð 24-30
Millistærð
af humri
Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið.
Stærð 7-12
Stærð 18-24
ÁRAMÓTAHUMAR
Þessi raketta kostaði
6.500 kr. hún gefur ánægju í um
það bil 20 sek .
Ef þið kaupið flugelda endilega
styrkið Björgunarsveitirnar
eða íþróttafélögin
1 kg af úrvals Humarhölum
kostar 3.900 kr.kg.
Gefur ánægju fyrir 5-6 manneskjur
í c.a. 30-60 mínútur.
1 kg. dugir fyrir 2-3 manneskjur
í aðalrétt eða 5-6 í forrétt.
Opið í dag 10-18
Sunnudag 12-17 Gamlársdag 8-13
VERÐSAMANBURÐUR!