Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 4
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 Geta sakir ákærðu þó ekki talist miklar. Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur DÓMSMÁL Fjölskipaður Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, og Guðmund Hjalta- son, fyrrverandi yfirmann fyrir- tækjasviðs bankans, í níu mánaða fangelsi fyrir umboðssvik í svo- kölluðu Vafningsmáli. Sex mán- uðir refsingarinnar eru skilorðs- bundnir. Saksóknarinn í málinu, Hólm- steinn Gauti Sigurðsson, hafði farið fram á mun þyngri refsingu; fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi og fimm ára fangelsi yfir Guðmundi. Tvímenningarnir voru ákærð- ir fyrir að hafa veitt Milestone ólöglegt tíu milljarða lán í febrúar 2008 og stefna fjármunum Glitnis með því í hættu. Þeir báru því við að hafa aldrei samþykkt lán til Milestone – það hafi átt að fara til félagsins Vafn- ings, sem hafi staðið utan Mile- stone-samstæðunnar, en einhver innan bankans hafi tekið ákvörðun um það á síðustu stundu að skipta um lántaka. Í dómnum segir hins vegar að þeir hafi engar trúverðugar skýr- ingar gefið á því að undirritanir þeirra sé að finna á svokallaðri ádráttarbeiðni, sem æðstráðend- ur bankans þurftu alla jafna ekki að skrifa undir, auk þess sem „fráleitt“ sé að undirmenn þeirra í bankanum hafi, upp á sitt eins- dæmi, ákveðið að veita Milestone lánið í stað Vafnings. Niðurstaða dómsins er því sú að þeir Lárus og Guðmundur hafi sannarlega farið út fyrir heimild- ir sínar og misnotað aðstöðu sína þegar þeir samþykktu að veita hið ólögmæta lán, sem fór með áhættuskuldbindingu bankans gagnvart Milestone fjóra milljarða yfir lögbundið hámark. Hins vegar segir í dómnum að tjónið af lánveitingunni sé veru- lega ofmetið í ákærunni, enda sé þar ruglað saman láninu til Mile- stone og jafnháu láni sem Vafningi var veitt þremur dögum síðar og var notað til að greiða upp lánið til Vafnings. Ekki hafi verið færð rök fyrir því að háttsemi ákærðu – að lána Milestone tíu milljarða – hafi út af fyrir sig leitt til fjártjóns fyrir bankann, þótt Vafningslánið, sem ekki var ákært fyrir, sé enn ógreitt. „Með hliðsjón af hinum skamma tíma sem hið ólögmæta ástand stóð yfir og takmarkaðri fjár- tjónshættu, geta sakir ákærðu þó ekki talist miklar,“ segir í niður- stöðunni. Þar segir jafnframt að við ákvörðun refsingar sé til þess að líta að „ákærðu leituðust ekki við að afla sjálfum sér beins persónu- legs ávinnings með brotum sínum og töldu háttsemina þjóna hags- munum Glitnis banka hf. og íslenska fjármálakerfinu“. Bæði saksóknari og verjendur tóku sér frest til að ákveða hvort niðurstöðunni yrði áfrýjað til Hæstaréttar. stigur@frettabladid.is 23.12.2012 ➜ 28.12.2012 TILBOÐ UM LEIK Í -myndum hafa borist Ólafi Darra Ólafssyni.2 40.000 GESTIR komu í Kringluna og sami fjöldi kom í Smára- lind á Þorláksmessu. 7.800 FÓLKSBÍLAR hafa verið nýskráðir hér á landi á þessu ári. Um 16.000 bílar voru skráðir þegar mest var árið 2007. GANGANDI VEGFARENDUR urðu fyrir bíl á árinu 2012. 55 34 MÖRK skoraði Alfreð Finnbogason í opinberum leikjum á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2012 og setti þar með met. Al 13 26,98 800.000 TONN af áli eru framleidd á Íslandi á ári. 5 BÖRN fæddust á Land- spítalanum á aðfangadag. Nýting sjúkrarúma á Landspítalanum hefur verið yfir 97% á bráðadeildum í nóvember. Æskilegt er að hlutfallið fari ekki yfir 85%. 62 KÍLÓMETRAR eru í loft línu á milli Litla- Hrauns og Ásólfsstaða, þar sem strokufanginn Matthías Máni Erlingsson gaf sig fram. LEIÐRÉTT Í blaðinu í gær var fullyrt að Marzieh Vahid Dastjerdi væri eina konan sem hefði gegnt ráðherrastörfum í Íran. Hún er að vísu sú eina sem gegnt hefur ráðherraembætti frá byltingunni 1979 en á valdatíma Mohammeds Reza Pahlavi keisara voru nokkrar konur ráðherrar. Það var Hjálparsveit skáta í Reykjavík, ekki í Kópavogi, sem undirbjó flug- eldasölu á forsíðumynd blaðsins í gær. OPIÐ Laug og sun 10 til 18:30 Stór humar-humarsúpa Skötuselur-Lúða Sakfellt í Vafningsmálinu TJÁÐI SIG EKKI Lárus vildi ekkert tjá sig við fjölmiðla í gær, frekar en á fyrri stigum málsins. Það vildi verjandi hans ekki heldur gera. Þórður Bogason, verjandi Guðmund- ar, sagði saksóknara hafa reitt hátt til höggs og eftirtekjan væri rýr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrátt fyrir sektardóminn er Lárusi og Guðmundi aðeins gert að bera helming sakarkostnaðarins sjálfir. Hinn helmingurinn fellur á ríkið. Eini sakarkostnaðurinn í málinu er málsvarnarlaun verjenda, sem nema sam- tals 20 milljónum. Ástæða þess að ríkið er látið bera helming kostnaðarins er meðal annars sú að „ákæra tengir tjón samkvæmt hinni refsiverðu háttsemi ranglega við lánveitingu til Vafnings ehf., sem leitt hefur til þess að vörn ákærðu hefur orðið mun umfangsmeiri en efni stóðu til,“ eins og segir í niðurstöðu dómsins. Þá er horft til þess að „tveir starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara hafa sætt kæru í tengslum við störf sín fyrir skiptastjóra þrotabús Mile- stone ehf., en verjendum var nauðsynlegt að huga að réttarstöðu ákærða með hliðsjón af upplýsingum um það efni.“ Vörnin varð umfangsmeiri en þurfti Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir umboðssvik. Þar af eru sex mán- uðir skilorðsbundnir. Vörn þeirra sumpart sögð fráleit. Ollu bankanum þó í raun engu tjóni, segir í dómnum. BANDARÍKIN, AP Bandarísk verð- bréf hafa lækkað jafnt og þétt í verði síðustu daga af ótta við að ekki náist samkomulag í fjárlaga- deilunni á Bandaríkjaþingi fyrir áramót. Barack Obama kom fyrr heim úr jólafríi sínu en áætlað var og kallaði þingið til funda yfir helgina, í von um lausn á síðustu stundu. Takist ekki samkomulag falla sjálfkrafa úr gildi lög um skatta- afslátt og ýmsa útgjaldaliði ríkis- ins. Þetta myndi þýða að skattar hækkuðu verulega á alla tekju- hópa og ýmis fjárframlög úr ríkis- sjóði yrðu felld niður. Óttast er að þetta geti haft í för með nýja kreppu í Bandaríkjunum með stórauknu atvinnuleysi, sem jafn- framt hefði töluverð áhrif á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna. Lítill sáttahugur hefur verið í repúblíkönum vegna málsins. - gb Fjárlagaþverhnípið nálgast: Þingið fundar um helgina BARACK OBAMA Kom fyrr heim úr jólafríi og boðaði þingið á fund. NORDICPHOTOS/AFP Veðurspá Gamlársdagur 8-15 m/s. VIÐVÖRUN– OFSAVEÐUR Norðan og norðaustan 20-33 m/s á norðvestan og vestanverðu landinu í dag. Snjókoma og stórhríð norðanlands en slydda eða rigning eystra. Veður gengur smám saman niður í kvöld og nótt. -2° 30 m/s 0° 26 m/s 2° 30 m/s 5° 7 m/s Á morgun 10-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi -3° -4° -3° -4° -3° Alicante Basel Berlín 18° 7° 7° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 9° 8° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 22° London Mallorca New York 12° 18° 1° Orlando Ósló París 24° 4° 12° San Francisco Stokkhólmur 10° 4° 2° 6 m/s 5° 12 m/s 4° 6 m/s 2° 15 m/s 0° 9 m/s 0° 23 m/s 0° 10 m/s -2° -4° -2° -3° -3° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.