Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGLíkamsrækt & næring LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 20126 Þeir sem taka mataræðið í gegn byrja oft á því að taka út hveiti og sykur. Bæði gefur mikla orku en litla sem enga næringu. Það er gott að hafa það til viðmiðunar þegar mataræðið er hreinsað að láta sem mesta næringu í kroppinn eins og kjöt, fisk, ávexti, grænmeti, hnetur og fræ en sniðganga næringarsnautt fæði. Það viðmið kemur flestum langt og þarf alls ekki að þýða að taka þurfi upp eitthvert meinlætalíf. Slíkt mataræði gefur sömuleiðis mikla og jafna orku. Það getur þó verið hægara sagt en gert að sleppa alfarið hveiti og sykri og gott að geta stundum gert vel við sig. Til þess eru ýmsar leiðir. Víða er að finna uppskriftir að næringarríku sætmeti sem er hægt að skipta út fyrir snakk og sælgæti. Það er ekki fitulaust en stútfullt af næringu og gerir kroppnum gott. Döðlunammi 1,5 bolli kókosmjöl 1,5 bolli kasjúhnetur ½ tsk. salt ½ bolli döðlur Kurlið allt saman í matvinnsluvél. Það getur verið gott að setja döðlurnar í örlítið heitt vatn áður en þær eru tættar, þá blandast þær betur. Deiginu er steypt í form og kælt í um það bil tvo til þrjá tíma. Það er svo tekið út og skorið í jafna bita. Á tyllidögum má bræða dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði og húða bitana. Það er svo fallegt að skreyta þá með kókos- eða möndluflögum. Næringarríkt nammi Berocca® eru bragðgóðar og frískandi freyðitöf lur sem innihalda einstaka samsetn- ingu af B- og C-vítamínum, magn- esíni og sinki. Flestir kannast við þreytuna sem hellist oft yfir seinni part dags og kemur jafnvel í veg fyrir að fólk mæti í ræktina. Berocca® inni- heldur meðal annars B5-vítamín sem hjálpar til við að viðhalda eðli- legri frammistöðu á álags tímum,“ segir Steinunn Kr. Zóphaníasdótt- ir, sölu- og markaðsfulltrúi Berocca® á Íslandi. Berocca® er fæðubótarefni sem hentar einkar vel fyrir önnum kafið fólk sem kýs heilbrigðan lífsstíl. B2-, B3-, B5-, B6- og B12-vítamín, fólín- sýra, C-vítamín og magnesín draga úr þreytu og þróttleysi auk þess sem B1-, B3-, B6- og B8-vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Tvær tegundir fæðubótaefnisins eru fáanlegar á Íslandi. Berocca® Per- formance inniheldur, auk steinefna, mikið magn B- og C-vítamína og er ætlað til daglegrar notkun- ar. Berocca® Boost inniheldur, auk vítamína og steinefna, Gu- arana, náttúrulegt koffín sem á álagstímum getur hjálpað til að viðhalda árvekni og einbeitingu. Steinunn tekur fram að Berocca® sé án sykurs, örvandi gerviefna og rotvarnarefna. Öll vítamínin séu vatnsuppleysanleg og því engin hætta á ofskömmtun sé ráðlögð- um dagsskammti fylgt. Hún segir Berocca® henta öllu fullorðnu fólki, en að Berocca® Boost sé ekki ráð- lagt fyrir þungaðar konur eða konur með börn á brjósti, sökum koffín- innihaldsins. Steinunn starfar hjá Icepharma, sem skilgreinir sig sem lýðheilsu- fyrirtæki, og þar er Berocca® í boði fyrir alla starfsmenn. „Það er óhætt að segja að Berocca® hafi slegið í gegn á meðal starfsfólksins. Hér er um sannkallaða vítamínsprautu að ræða og fólk tekur orkuskot með Berocca® Boost fram yfir kaffibollann, enda hefur kaffi- neysla starfsmanna fyrirtækis- ins minnkað umtalsvert eftir að farið var að bjóða upp á Berocca®,“ segir Steinunn. Berocca® er framleitt af hinu virta lyfjafyrirtæki Bayer HealthCare og hefur verið á markaði í yfir 18 ár. Be- rocca® fæst í öllum helstu apótekum og í verslunum Krónunnar. Bragðgóðar og hressandi Berocca® eru freyðitöflur fyrir önnum kafið fólk sem kýs heilbrigðan lífsstíl. Steinunn segir Berocca® gefa góða orku. „Við fórum að bjóða starfsfólki okkar hjá Icepharma upp á Berocca® og hefur kaffineysla fyrirtækisins dregist mikið saman í kjölfar þess. “ MYND/VALLI Nú þegar nýtt ár er í vændum fara margir af stað í líkamsræktarátak og ætla sér jafnvel um of. Árni Árna- son, sjúkraþjálfari og dósent við Háskóla Ís- lands, segir mikilvægt að fara sér hægt í þeim efnum. „Fyrir 15-20 árum var það aðal- lega keppnisfólk sem leitaði til sjúkraþjálf- ara vegna álagsmeiðsla út af íþróttaiðkun. Núna hefur veruleg aukning orðið á að fólk, sem ekki endilega stefnir að keppni í ákveð- inni íþróttagrein, leiti til sjúkraþjálfara í með- ferð vegna álagseinkenna sem tengjast þjálf- uninni.“ Hvað er verst? Spurður um hvort einhver líkamsrækt sé verri en önnur í þessu efni segir Árni erfitt að svara nákvæmlega hvaða rækt valdi mestum meiðslum. „Það vantar rannsóknir á þessu sviði til að geta svarað þessu með vissu, en tilfinningin er sú að æfingakerfi sem byggja á því að fólk keyri sig áfram til hins ítrasta án nægilegs tillits til þjálfunarlegs undirbúnings einstaklinga séu varhugaverð hvað meiðsli og ofþjálfun varðar.“ Algengustu meiðslin sem Árni sér tengd líkamsrækt eru ýmis álags- einkenni frá stoðkerfi, til dæmis í vöðvum og sinum, hnévandamál og bakeinkenni. „Fólk er oft að lyfta rangt og jafnvel með of miklar þyngdir sem getur valdið meiðslum.“ Meiðsl í byrjun Algengt er að fólk fái einkenni álagsmeiðsla fljótlega eftir að það byrjar að æfa eða þegar æfingaálag er aukið of hratt. „Ef álagið er aukið á réttan hátt gengur þetta í flestum til- fellum vel. Álag þarf að auka skynsamlega svo ekki fari illa. Einstaklingarnir eru mis- jafnir, á misjöfnum aldri, í misgóðu formi, með mismunandi bakgrunn hvað þjálfun og lífsstíl varðar. Það er mikilvægt að fólk læri að hlusta á rödd líkamans og stjórna þjálfun sinni í samræmi við það.“ Það að auka álag of hratt í þjálfun er ávísun á meiðsli eða of- þjálfun, sem oft leiðir til þess að fólk þarf að leita sér aðstoðar eða gefst upp og hættir jafn- vel reglubundinni þjálfun.“ Hóptímar Lykillinn að góðri þjálfun fyrir almenning er fjölbreytni og áhersla á einstaklinginn. „Í hópþjálfun þarf að passa þetta vel því þar eru oft einstaklingar á misjöfnu þjálfunarstigi sem taka þarf tillit til. Sama prógramm hent- ar því ekki öllum, alveg sama hvað æfinga- kerfið heitir. Mikilvægt er að þjálfarar geri sér grein fyrir þessu og hvetji fólk áfram af ábyrgð og skynsemi. Markmiðssetning, upp- bygging þjálfunar og hvatning þjálfara þarf að vera í samræmi við þjálfunarástand einstak- linga. Of algengt er að einstaklingar með lít- inn þjálfunarlegan grunn byrji í of stífu pró- grammi og fái ekki eða gefi sér ekki tíma til að aðlagast álaginu.“ Endurteknar æfingar Að sögn Árna er mikill fjöldi endurtekn- inga til dæmis í hnébeygjum, handstöðum og armbeygjum ekki æskilegur. „Slíkt getur auðveldlega valdið álagsmeiðslum og jafnvel niðurbroti vöðva sem meðal annars geta leitt til einkenna frá nýrum og jafnvel nýrna- skemmdum ef ekki er tekið í taumana. Þetta á jafnt við þá sem eru vanir æfingum og þá sem eru að byrja og gerist þegar álags aukning er of hröð og þjálfunin of einhæf.“ Einkaþjálfun Þekking einkaþjálfara er eins misjöfn og þeir eru margir en ábyrgðin er sú sama og í hóp- tímum. „Einkaþjálfarar eru með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Þegar kemur að því að þjálfa einstaklinga sem eru að hefja þjálfun skiptir þekking miklu máli. Þar er kannski pottur brotinn á stöku stað og vert að fólk kynni sér bakgrunn og menntun þess þjálf- ara sem það velur sér.“ Gullni meðalvegurinn „Þjálfun er ætlað að bæta heilsu og líðan ein- staklinga. Ég mæli eindregið með því að fólk fari rólega af stað. Enginn nær árangri með því að fara of geyst og meiða sig. Það þarf að hugsa þjálfunina sem langhlaup en ekki eitt- hvað sem gerist á mettíma. Mikilvægt er að byrja skynsamlega og byggja sig upp.“ Mikilvægt að fara varlega af stað Dr. Árni Árnason, sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun og dósent við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands, segir að mörgu að hyggja við líkamsrækt og varasamt að fara of geyst af stað. Einstaklingsbundin þjálfun og fjölbreytni séu lykillinn að góðum árangri. Árni segir mikilvægt að auka álag hægt og rólega til að koma í veg fyrir meiðsli. MYND/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.