Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 29. desember 2012 | TÍMAMÓT | 41
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN V GUÐJÓNSSON
fyrrum framkvæmdastjóri,
Fornuströnd 9, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala Hringbraut 27. desember.
F.h. aðstandenda,
Elísabet Jónsdóttir
Guðjón Jónsson Sigrún Ásta Bjarnadóttir
Hafdís Jónsdóttir Björgúlfur Andrésson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURVIN JÓNSSON
matsveinn,
er látinn. Útför hans verður gerð frá Áskirkju
3. janúar kl. 15.
Oddný Lína Sigurvinsdóttir
Guðbjörn Magnús Sigurvinsson Þórunn Einarsdóttir
Viktor Jón Sigurvinsson Ólína Sverrisdóttir
Sigurvin Heiðar Sigurvinsson Auður Auðunsdóttir
Jón Ásgeir Sigurvinsson Elínborg Sturludóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HULDA PÁLSDÓTTIR
lést á Dvalarheimilinu Grund 24. desember
síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá
Neskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00.
Einar Þór Guðmundsson
Sigríður Hellen Sveinsdóttir Allan Møller
Hjördís Erla Sveinsdóttir Alexander Eyjólfsson
Páll Baldvin Sveinsson Anna Lísa Þorbergsdóttir
Geir Grétar Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN ÚLFAR LÍNDAL
áður til heimilis að Lálandi 23, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum að morgni
jóladags, 25.desember. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
4. janúar kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Landssamtökin Þroskahjálp eða Afmælissjóð Jóns Úlfars Líndal,
bankanúmer 0111- 05-261084, kt. 120752-6509.
Þórhildur Líndal Eiríkur Tómasson
Björn Líndal Sólveig Eiríksdóttir
Páll Jakob Líndal Sigurlaug Jónsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR STURLA KRISTJÁNSSON
byggingarmeistari,
Erluási 74, Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
Hringbraut föstudaginn 21. desember. Hann
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn
3. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Guðmunda Inga Veturliðadóttir
Hulda Guðborg Þórisdóttir Davíð Þór Sigurbjartsson
Jón Friðgeir Þórisson Steinunn Sigurmannsdóttir
Gunnar Þórisson Nina Kristiansen
Ingi Sturla Þórisson Sigrún Líndal Pétursdóttir
Daði Freyr, Þórir Már og Lára Sif Davíðsbörn
Lóa María og Viktoría Jónsdætur
Lilja Rán, Sóley Dögg og Jónas Hrafn Gunnarsbörn
Karólína Björk Líndal og Dagur Ingi Líndal Ingabörn.Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
HANNES KRISTMUNDSSON
Borgarheiði 13h, Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
25. desember. Hann verður jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. janúar
kl. 14.00.
Sigurbjörg Gísladóttir
Kristmundur Stefán Hannesson
Sigurður Elí Hannesson Helena Sif Ericson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN T. GUNNLAUGSSON
húsgagnasmiður,
Bólstaðarhlíð 41, áður Njálsgötu 112,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum aðfaranótt
sunnudagsins 16. desember. Útför hans fer fram í Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00.
Helga Ágústsdóttir
Anna Ásdís Björnsdóttir Kolbeinn Gunnarsson
Sigurveig Björnsdóttir Árni S. Eggertsson
Gunnlaugur A. Björnsson Jóhanna Sveinsdóttir
barna- og barnabarnabörn.
Styrktarsjóður Guðmundu Andrés-
dóttur hefur á sinni stefnuskrá að
styrkja unga myndlistarmenn sem
hafa lokið BA-prófi í myndlist eða
sambærilegu námi. Þau sem hlutu
þá nú í lok þessa árs eru Anna Rún
Tryggvadóttir vegna náms við Con-
cordia-háskóla í Montreal í Kanada,
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísar-
dóttir sem fékk styrk til náms við
School of Visual Arts (SVA) í New
York, Páll Haukur Björnsson vegna
náms við California Institute of
the Arts (CalArts) og Sirra Sigrún
Sigurðar dóttir vegna náms við School
of Visual Arts (SVA) New York. Hvert
um sig fékk 950 þúsund krónur.
Guðmunda Andrésdóttir til heyrir
þeirri kynslóð listamanna sem á
sjötta áratug síðustu aldar ruddi
abstraktlistinni braut í íslenskri
listasögu. Innan þess tjáningarforms
tókst henni að þróa persónulega list-
sköpun sem gerir framlag hennar
til samtíma listar á Íslandi sterkt og
áhrifa mikið. Hún lést árið 2002 og
arfleiddi Listasafn Íslands, Listasafn
Háskóla Íslands og Listasafn Reykja-
víkur að verkum sínum. Samkvæmt
erfðaskrá hennar var einnig stofnað-
ur styrktarsjóður í hennar nafni sem
er í vörslu Listasafns Íslands. Mark-
mið hans er að styrkja og hvetja unga
og efnilega myndlistarmenn til náms.
Ráðstöfunar fé sjóðsins er raunvextir
af höfuðstólnum.
Fengu tæpa milljón hvert
Fjórir einstaklingar í listnámi hlutu nýlega styrki til framhaldsnáms úr Styrktarsjóði
Guðmundu Andrésdóttur listmálara.
VIÐ AFHENDINGU Anna Rún Tryggvadóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Marteinn Hauksson, fyrir hönd Páls Hauks bróður síns, Katrín Inga
Jónsdóttir Hjördísardóttir og Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ braut-
skráði 76 nemendur föstudaginn 21.
desember. Sjötíu og þrír þeirra voru
með stúdentspróf af eftirtöldum braut-
um; listnámsbraut, félagsfræðabraut,
náttúrufræðibraut, viðskipta- og hag-
fræðibraut, íþróttabraut og málabraut.
Einn nemandi útskrifaðist af náms-
braut fyrir leikskólaliða, annar með
lokapróf af listnámsbraut og þriðji með
lokapróf frá FG.
Skólameistara var tíðrætt í ræðu
sinni um skýrslu þá sem unnin var á
vegum forsætisráðuneytisins undir
nafninu „Allir stundi nám og vinnu við
sitt hæfi“ en þar kemur fram að færri
nemendur stundi verknám hér á landi
en í viðmiðunarlöndum okkar og brott-
fall sé meira, samkvæmt mælingum.
Benti skólameistari á að kennsla í list-
og verkgreinum væri góð undirstaða
undir slíkt nám en sagði kennsluað-
stöðu þeirra greina hins vegar óvið-
unandi í FG. Hann sagði skólann hafa
beðið í allmörg ár eftir viðbyggingu
fyrir þær námsgreinar auk þess sem
starfsbraut skólans fengi þá viðunandi
starfsaðstöðu.
Dúx skólans var Álfheiður Gló
Einars dóttir, stúdent af listnámsbraut,
með einkunnina 9,03.
Allmargir nemendur hlutu viður-
kenningar fyrir framúrskarandi náms-
árangur. Nýstúdentar fluttu alla tón-
list við athöfnina, Álfheiður Gló lék
á harmóniku verkið Arabesque No.
1 eftir Debussy og Dagbjört Kristín
Helgadóttir, Jón Rúnar Ingimarsson,
Kristinn Þór Óskarsson og Pétur Emil
Júlíus Gunnlaugsson fluttu Summer-
time eftir Gershwin.
- gun
Dúxinn spilaði á harmóniku
Sjötíu og sex nemendur útskrifuðust nýlega frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ við
hátíðlega athöfn.
BRAUTSKRÁNING Föngulegur hópur stúdenta og annarra útskriftarnema frá Fjölbraut í
Garðabæ.