Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 6
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A
Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu
gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
Sjónmælingar (tímapantanir):
Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811
ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI
EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU
BRETLAND, AP Árið 1982 taldi
Margaret Thatcher, þáverandi for-
sætisráðherra Bretlands, hættu
á að Spánverjar myndu hertaka
Gíbraltarskaga. Falklands eyja-
stríðið stóð þá yfir og Spánverjar
höfðu fagnað tilraunum Argentínu-
hers til að taka eyjarnar af Bret-
um.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í trúnaðarskjölum úr fórum
breska forsætisráðuneytisins, sem
gerð hafa verið opinber samkvæmt
þeirri bresku reglu að aflétta skuli
trúnaði af slíkum skjölum eftir 30
ár.
Thatcher fékk skýrslu frá
breska herráðinu, þar sem full-
yrt var að lítil hætta væri á að
þáverandi stjórn Spánar myndi
reyna að ná Gíbraltarskaga á sitt
vald: „Þetta er grunsamlega líkt
Falklandseyja matinu fyrir inn-
rásina,“ skrifaði Thatcher með
bláum tússpenna sínum á spáss-
íu skýrslunnar, að því er breska
blaðið Guardian greinir frá.
Í trúnaðarskjölunum, sem skipta
hundruðum, kemur einnig fram að
hún hafi átt afar erfitt með að taka
ákvörðun um hvort Bretar ættu
að senda herlið til Falklandseyja
að berjast við Argentínuher, enda
væri áhættan mikil.
„Enginn gat sagt mér hvort við
gætum tekið Falklandseyjar aftur
– enginn,“ sagði hún við rannsókn-
arnefnd, sem fór yfir atburðina að
stríðinu loknu.
Í skjölunum er einnig að finna
hugmyndir Thatchers og Geoffrey
Howe, fjármálaráðherra í stjórn
hennar, um róttækar breytingar á
breska velferðarkerfinu, sem hún
síðar afneitaði vegna harðrar and-
stöðu annarra ráðherra.
Hugmyndirnar snerust meðal
annars um að ríkisútgjöld til vel-
ferðarmála yrðu skorin niður að
stórum hluta, heilbrigðiskerfið
yrði að mestu einkavætt og inn-
heimt yrðu gjöld fyrir skólagöngu
barna. Samkvæmt þessum hug-
myndum áttu allir að greiða fullt
verð fyrir heilbrigðisþjónustu.
Einu undantekningarnar væru
geðfatlaðir og aldraðir, sem greini-
lega hefðu ekki efni á að borga.
„Þetta myndi að sjálfsögðu jafn-
gilda endalokum heilbrigðisþjón-
ustu ríkisins,“ segir í leynilegu
minnisblaði frá september 1982.
Í skjölunum kemur einnig fram
að útvarpsmaðurinn Jimmy Savile,
sem sakaður hefur verið um kyn-
ferðisbrot gagnvart fjölda ungra
kvenna, hafi haft góð tengsl við
Thatcher og fleiri ráðherra í stjórn
hennar. gudsteinn@frettabladid.is
Thatcher óttaðist
árás á Gíbraltar
Fjölmörg trúnaðarskjöl úr fórum Margaret Thatcher hafa verið gerð opinber. Þar
er meðal annars að finna róttæk áform um niðurskurð velferðarkerfisins. Einnig
kemur í ljós að hún taldi hættu á því að Spánverjar hygðust hertaka Gíbraltar.
MARGARET THATCHER Tók áhættu með Falklandseyjastríðinu. NORDICPHOTOS/AFP
Enginn gat sagt mér
hvort við gætum tekið
Falklandseyjar aftur –
enginn.
Margaret Thatcher
fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
IÐNAÐUR Fólkið sem kveðst hafa fengið rauðkál í
grænubaunadós á aðfangadagskvöld hafði uppi á
dósinni sem talin var glötuð. Þar með er fundið svo-
kallað lotunúmer dósarinnar sem Ora-verksmiðjan
sagði vanta til að hægt vera að varpa skýrara ljósi
á málið.
Sigurður Halldórsson, framleiðslustjóri Ora,
kveðst hafa farið í Ora eftir að hann fékk upplýsing-
ar um dósina í fyrradag. Hún var sögð vera keypt í
Krónunni Bíldshöfða tveimur dögum fyrir jól.
„Keypti ég allar lotur sem ég fann í Krónunni í
gær, bæði grænar baunir og rauðkál. Það reyndist
vera rétt innihald í þeim öllum,“ segir Sigurður.
Aðspurður segir hann lotunúmerið á dósinni
umræddu, sem fram kom í gær, hafa verið það
sama á og einni dósinni sem hann keypti í Krón-
unni. „Svo ég reikna með að þetta hafi verið ein-
angrað tilvik. Þetta er samt nógu slæmt í okkar
augum og við komum til með að rekja þetta að þeim
áhættupunkti til að útiloka þetta í framtíðinni.“
Sumir lýstu vanþóknun á fréttinni um dular-
fullu dósina. „Ég hef keypt vörur frá Ora í áratugi
og alltaf er þar um fína vöru að ræða. En, að fara
svona að; að hlaupa beint í fréttamiðla með ljós-
mynd, búið meira að segja henda dósinni, þetta er
svo ótrúverðugt,“ segir viðskiptavinur í tölvubréfi
sem framkvæmdastjóri Ora framsendi Frétta-
blaðinu. - gar
Lotunúmerið á dularfullu Ora-dósinni fundið og varpar nánara ljósi á málið:
Rauðkálið talið einangrað tilvik
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Rauðkál í
baunadós vakti athygli í jólaboði
en framkvæmdastjóra Ora var ekki
skemmt. MYND/SIGURGEIR FINNSSON
Lögreglumanna saknað
1PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan hafa þrýst á ættbálkahöfðingja í norðvestan verðu landinu og beðið þá að hjálpa til við að finna 23 lög-
reglumenn, sem talið er að herskáir talibanar hafi tekið höndum. Ekkert hefur
spurst til lögreglumannanna eftir að talibanar gerðu árásir á tvær lögreglu-
stöðvar í fyrrinótt. Árásirnar kostuðu tvo lögreglumenn lífið.
Heimsóknir nú skylda
2KÍNA Börnum eldri borgara í Kína hefur nú verið gert skylt að heimsækja foreldra sína, að öðrum kosti geta hinir öldruðu foreldrar kært afkvæmi
sín fyrir lögbrot. Ný lög þessa efnis hafa verið samþykkt á þingi, og er tekið
sérstaklega fram að heimsóknirnar eigi að vera tíðar. Ekki er þó nánar skil-
greint hversu tíðar þær þurfa að vera. Algengt mun vera að fréttir birtist í Kína
af öldruðu fólki sem sætir vanrækslu.
Fangelsislæknir sýknaður
3RÚSSLAND Dmitrí Kratov, fangelsislæknir í Moskvu, hefur verið sýknaður af ákæru um vanrækslu í tengslum við lát lögfræðingsins Sergei Magnitskí,
sem var handtekinn vegna gruns um skattsvik en lést í fangelsi árið 2009.
Rannsókn leiddi í ljós að hann hefði verið barinn og ekki fengið læknishjálp.
Kratov er eini embættismaðurinn sem sætt hefur saksókn vegna málsins.
ÁRAMÓT Líkt og síðastliðin ár
grípur Pósturinn til aðgerða til
að sporna við skemmdarverkum
á póstkössum sem eru utanhúss á
höfuðborgarsvæðinu.
Kössunum er læst þannig að
ekki er hægt að koma ofan í þá
nema einu bréfi í einu. Viðskipta-
vinum með þykkari póst er bent
á næsta pósthús eða póstkassa
innandyra, til dæmis í verslunar-
miðstöðvum. Kössunum var læst
27. desember og verða þeir opn-
aðir aftur um miðjan janúar. - óká
Pósturinn grípur til varna:
Læsir kössum
um áramótin IÐNAÐUR „Mér brá náttúrulega en sá strax að þetta var bara rauð-kál í vitlausri dós,“ segir Sigur-geir Finnsson, sem kveðst hafa uppgötvað óvænt innihald í hálf-dós af grænum baunum.Sigurgeir opnaði grænubauna-dósina rétt áður en sest var að jólasteikinni á heimili hans á Laugarnesvegi. Alveg frá því dósin var tekin úr hillunni í Krónunni á Bíldshöfða tveimur dögum fyrir jól kveðst Sigurgeir hafa reiknað með að í henni væru grænar baunir.„Í grænubaunadósinni var bara rauðkál en við áttum nóg af rauð-káli,“ segir Sigurgeir og þver tekur fyrir að uppákoman hafi sett fjöl-skylduna úr jafnvægi. Fjórir full-orðnir og tvö börn hafi setið til borðs þetta kvöld. „Við höfðum líka keypt eina litla kvartdós. Sem betur fer voru grænar baunir í henni og það var alveg nóg.“Sigurgeir segir dósina hafa litið alveg eðlilega út; hann hafi ekki séð nein merki um að átt hafi verið við umbúðirnar á nokkurn hátt. „Fyrst og fremst var þetta fyndið; að opna dós sem maður heldur að í séu grænar baunir en svo er bara eitthvað allt annað í dósinni. Það skellihlógu allir að þessu,“ segir hann.Sigurður Halldórsson, fram-leiðslustjóri Ora, segist ekki hafa fengið ábendingar um fleiri dósir með röngu innihaldi. Framleiðslu-ferlið sé þannig að einn vagn með 600 dósum gæti hafa verið rang-lega merktur. „En ef það koma ekki fleiri kvartanir myndi maður álykta að þetta væri eitthvert ein-stakt óhapp “ segir Si
Fyrir þessi jól voru að sögn Sigurðar framleiddar á milli þrjú og fjögur hundruð þúsund dósir a f g rænu m baunum hjá Ora. „Einhvers staðar í látunum hefur þetta gerst. Við tökum það alvarlega og þykir alltaf vænt um að fólk láti okkur vita af slíku.“Sigurgeir segir dósinni óvenju-legu hafa verið hent. Leifur Þórsson fra k
erum mjög ábyrgur matvæla-framleiðandi og tökum öllu svona mjög alvarlega og viljum fá upp-gefið lotunúmer til að geta rann-sakað málið en því miður er það ekki til. Ég er ekki að sjá frétta-gildið í þessu og því síður grínið,“ segir Leifur sem kveðst kkitil
Rauðkál í rangri dós vakti kátínu á jólumSigurgeir Finnsson segist hafa orðið hvumsa þegar grípa átti til grænu baunanna með jólasteikinni á aðfangadagskvöld. Í dósinni hafi verið rauðkál en ekki baunir. Aldrei gerst áður, segir framkvæmdastjóri Ora og efast því baunadósinni var hent.
RAUÐKÁL Í BAUNADÓS Svona leit baunadósin út þegar Sigurgeir opnaði hana á
aðfangadag.
LEIFUR ÞÓRSSON
Í grænubaunadós-inni var bara rauðkál en við áttum nóg af rauðkáli.
Sigurgeir Finnsson
-
m
-
na:
því að
a hóp-
um.
gapúr
m hún
ndan-
pi til
erða
ara.
- sh
nds
dum í
PHOTOS/AFP
- sh
REKIN Marzieh Vahid Dastjerdi er ósátt við lyfjaskort í
Íran.
NORDICPHOTOS/AFP
HEIMURINN
3
21