Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 62
MENNING 29. desember 2012 LAUGARDAGUR Gott framboð var af myndlistar- sýningum á árinu 2012 en gæðin mis- jöfn eins og gengur og gerist. Á höfuð- borgarsvæðinu, og á Akureyri, eru opinberu söfn- in mest áberandi í sýningarhaldi en einnig halda sjálfstæðir aðilar eins og Kling og Bang áfram með metnaðarfullt alþjóðlegt sýningar- starf, sem og Nýlistasafnið og i8 gallerí. Minni sýningarstaðir voru einnig margir með virkt sýningar- hald. Þar má nefna Gallerí Gang, Stúdíó Stafn, Gallerí Ágúst, Gallerí Þoku, Neskirkju, Hallgrímskirkju, Kunstschlager að ógleymdum jaðar- stöðum eins og Gallerí Klósetti og Gallerí Skilti, sölugalleríum eins og Gallerí Fold, og Reykjavík Art Gallerí, og föstum sumargalleríum eins og Verksmiðjuna á Hjalteyri og Gallerí 1.h.v. Grasrótin á sinn samastað í sal listfræðinema, Artíma galleríi, sem er rekið í sal inn af Nýlistasafninu. Sýning Listahátíðar vel heppnuð Á miðju árinu bættist við mynd- listarflóruna myndlistarhluti Lista hátíðar í Reykjavík; Indep- endent People, eða Sjálfstætt fólk. Sýningar stjóri var hinn sænski Jonatan Habib Engqvist. Sýningar hátíðarinnar fóru að mestu leyti fram á opinberum söfnum og í gall- eríum, en einnig í almannarými. Hugmyndin á bak við sýninguna var skýr og áhugaverð, þar var lögð áhersla á listamannahópa og sam- starfsverkefni – að listamenn leggðu sjálfið til hliðar. Út úr þessu komu allnokkrar góðar sýningar, en það var sýningarhugmyndin sjálf sem á mesta hrósið skilið. Sierra blés lífi í umræðuna Sýningar erlendra listamanna hér á landi eru mikilvægar fyrir listalífið og samfélagið sem heild, og þegar vel tekst til eru sýningarnar fersk- ur andblær inn í umræðuna. Þetta átti við um sýningu spænska lista- mannsins Santiago Sierra snemma á árinu þegar hann sýndi samantekt umtalaðra myndbandsverka/gjörn- inga sinna, auk þess sem hann lét setja minnismerki fyrir framan Alþingishúsið og lét keyra með risa- stórt NO um allan bæ á opnum vöru- bíl. Verk Sierra voru einnig til sýnis í Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri, sem tók einmitt til starfa í byrjun ársins. Sýningin þar hét Syntagma, en með Sierra sýndu þær Hildur Hákonardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Sjónlistamiðstöðin stóð fyrir ýmsum sýningum og viðburðum á árinu, þar á meðal var endurreisn Íslensku sjónlistaverðlaunanna, en Ragnar Kjartansson hlaut þau verð- skuldað í ár. Ýmsir miðlar Ef gera á tilraun til að flokka mynd- listarsýningar á árinu eftir miðl- um, þá átti vídeólistin sína góðu fulltrúa í Söru Björnsdóttur á sýn- ingunni HA í Hafnarhúsinu, Sig- urði Guðjónssyni í Kling og Bang og Hafnar borg, og Agli Sæbjörns- syni í i8. Ekki má heldur gleyma að minnast á skemmtilegar sýningar á myndbandsverkum á svæði Kling og Bang í Hafnarhúsinu, sem var hluti af Independent People. Ljósmyndin átti góða fulltrúa í Ingvari Högna Ragnarssyni í Ljós- myndasafni Reykjavíkur og Einari Fal í Listasafni ASÍ. Myndlist og vísindi blönduðust saman í þremur sýningum á Listasafni Íslands, sýn- ingu Ólafar Nordal, sýningu Olgu Bergmann og Önnu Hallin, og yfir- litssýningu Rúríar, en hjá henni blandast inn í verkin náttúruvísindi og pólitík. Samfélagslegur undir- tónn var síðan í verki Angeli Novi á Nýlistasafninu, Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum. Nokkrar yfirlitssýningar Við fengum yfirlit yfir ævistarf nokkurra listamanna á árinu. Í fyrsta lagi var gaman að sjá yfir- litssýningu á verkum Rúríar á Listasafni Íslands og sjá þróunina í verkum hennar. Verk Kristins G. Harðarsonar, Kristins Péturssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur, Níelsar Haf- stein og Eiríks Smith voru einnig til sýnis, auk þess sem 70 ára ævistarfi eins af meisturum 20. aldarinnar í málaralist, Antoni Tàpies frá Spáni, voru gerð góð skil á Kjarvalsstöðum. Málverkið átti sína fulltrúa í sýn- ingu Helga Þorgils og félaga hans í Listasafni ASÍ síðsumars, en einn- ig átti málverkið sinn fasta sama- stað í Reykjavik Art Gallerí, Gall- eríi Fold, Galleríi Ágúst og fleiri stöðum. Af einstökum einkasýningum þá má nefna sýningu Hrafnkels Sigurðs sonar í Hafnarborg, sýning Ívars Valgarðssonar í i8 og svo auð- vitað sýningu í Listasafni Íslands í byrjun ársins á vel heppnuðu fram- lagi Íslendinga á Feneyjatvíæringn- um 2011 eftir listamannatvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro. Í febrúar kom út bók J.B.K. Ransu, Listgildi samtímans. Bækur sem setja íslenska myndlist í sam- hengi við strauma og stefnur eru því miður fátíðar hér á Íslandi, og útgáfan því fagnaðarefni. Afmæli og samspil Af afmælistengdum sýningum þá hélt Myndhöggvarafélagið upp á 40 ára afmæli á þremur stöðum í bænum og á Akureyri tók Sjónlista- miðstöðin þátt í afmæli Akureyrar- kaupstaðar með sýningunni Glóbal lókal meðal annars. Af einstökum þemasýningum ársins má nefna Skugga í Hafnar- borg, Ljóðheima á Kjarvals stöðum, Nautn og notagildi í Listasafni Árnesinga og síðast en ekki síst vel heppnaða sýningu á húsum Hreins Friðfinnssonar í Hafnarborg. Samspilssýningar (ekki ósvipað- ar og hugmyndin á bak við Independent People) voru nokkrar. Sýning Sólveigar Aðalsteinsdóttur og Ingólfs Arnarsonar var frábær í Gallerí 1.h.v.,( þetta voru reynd- ar tvær sjálfstæðar einkasýningar í sama rými), Gerður Helgadóttir og Svava Björnsdóttir áttu í sam- tali í Gerðarsafni, og teiknarar tveggja alda leiddu saman hesta sína í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Heilt yfir þá var árið 2012 með- algott ár í myndlistinni, en minn- isstæðustu sýningarnar eru San- tiago Sierra, Independent People, Sólveig og Ingólfur í Gallerí 1.h.v., Undanfari Sigurðar Guðjónssonar í Hafnar borg, Þú getur ekki stað- ið í vegi fyrir framförum og Ljóð- heimar á Kjarvalsstöðum. SJÁLFSTÆTT FÓLK Gott framboð var af myndlistarsýningum á árinu 2012 en gæðin misjöfn eins og gengur og gerist. Þóroddur Bjarnason segir sýningar erlendra listamanna vera mjög mikilvægar fyrir listalífi ð og samfélagið sem heild. SIERRA Sýningar erlendra listamanna hér á landi eru mikilvægar fyrir listalífið og samfélagið sem heild og sýning Santiago Sierra er gott dæmi um það. Myndlist 2012 Jonathan Habib var sýningarstjóri mynd- listarsýningar Lista- hátíðar í Reykjavík, Independent People. Hugmyndin á bak við sýninguna var skýr og áhugaverð, þar var lögð áhersla á listamannahópa og sam- starfsverkefni– að listamenn leggðu sjálfið til hliðar. Út úr þessu komu allnokkrar góðar sýningar, en það var sýningarhugmyndin sjálf sem á mesta hrósið skilið. Ólöf Nordal var á meðal listamanna sem settu upp sýningu á árinu þar sem vísindi og myndlist blönduðust saman. Sýning Ólafar var í Listasafni Íslands rétt eins og sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin þar sem myndlist og vísindi áttu samleið og sama má segja um yfirlitssýningu Rúríar. Ragnar Kjartansson hlaut sjónlistaverð- launin árið 2012 en þau voru af- hent við hátíðlega viðhöfn í Hofi á Akureyri. Ragnar hlaut verðlaunin fyrir sýningarnar The End, sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2009, Bliss á Performa-hátíðinni í New York, 2011 og Song í Carnegie-safninu í Pittsburgh árið 2011. Rúrí leit yfir fjöl- skrúðugan feril á yfirlitssýningu sem opnaði á vordög- um. Á henni gaf að líta þekktustu verk hennar auk mynda af helstu gjörningum hennar. Það var gaman að sjá þróunina í verkum hennar en hjá henni blandast inn í listaverkin náttúruvísindi og pólitík. segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Ólafur Ólafsson og Líbía Castro voru fulltrúar Íslands á Feneyjatvíær- ingnum árið 2011. Sýning á vel heppn- uðu framlagi þeirra á tvíæringnum var opnuð í Listasafni Ís- lands í byrjun árs. Sýningin bar heitið Í afbyggingu, Under Deconstruction. Verkin á sýningunni voru þrjú og eitt af þeim, herferðin Landið þitt er ekki til, var sett fram í fjórum birtingar- myndum; málverk, neontextaskilti, myndbandsverk og gjörningur. SAMVINNUVERKEFNI, SAMSPIL LISTA OG VÍSINDA, TVÍÆRINGUR OG YFIRLITSSÝNINGAR Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna NÝTT UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO HOT CHOCO E N N E M M / S ÍA / N M 5 N M 5 5 8 12 5 8 12 „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ Ert þú íslenskur háskólanemi á aldrinum 21-28 ára við góða heilsu en stundar ekki reglulega líkamsrækt eða útivist?* Við leitum að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í rannsókninni Breathing Spaces: Relating to nature in the everyday and its connections to health and wellbeing (BREATH). Um er að ræða þverfaglega rannsókn á sviði heilsu- og umhverfissálfræði, lífeðlisfræði, lýðheilsufræði og heilsuland- fræði á áhrifum umhverfis á líðan og heilsu. Þátttakendur þurfa að koma í mælingu einu sinni á tímabilinu janúar-febrúar og í annað sinn í apríl-maí 2013. Þá verða lagðir fyrir spurningalistar og athyglispróf, tekið hjartalínurit og munnvatnssýni fyrir og eftir göngu um náttúruna eða í líkamsræktarstöð. Áætlað er að ferlið taki u.þ.b. 1.5 klst. í hvort skipti. Mögulega yrði einnig óskað eftir viðtali í kjölfarið. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir þátttökuna en möguleiki er á að vinna sér inn 400 Evrur fyrir viðvikið. Í byrjun júní 2013 verða dregin út fjögur nöfn úr hópi þátttakenda sem hljóta þá upphæð hvor fyrir sig. Nánari upplýsingar gefur ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur (Ph.D) sem hefur aðsetur hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands á meðan á gagnasöfnun stendur, í síma 866 4808 eða í tölvupósti: gunnthora.olafsdottir@uni.lu. Áhuga á þátttöku þarf að tilkynna fyrir 31. desember 2012. Gagnasöfnun hefst 7. janúar 2013. *Þeir sem stunda líkamsrækt allt að tvisvar í viku að meðaltali mega taka þátt. Við leitum að þátttakendum! Fjórir þátttakendur fá vinning! BREATHING SPACES Fjórir þátttakendur fá vinning!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.