Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 28
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 ➜ „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur,“ segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætis- ráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir.“ Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is Þetta er fyndn-asta skaup sem ég hef gert,“ segir Gunnar Björn Guðmunds-son, leikstjóri Áramóta skaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmti- þátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramóta skaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær.“ Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárs- kvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir.“ En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? Þátturinn sem allir horfa á Einn af hátindum íslenska sjónvarpsársins er Áramótaskaup Sjónvarpsins, en þar er gert grín að fréttnæmum atburðum líð- andi árs. Skaupið er sýnt klukkan 22.30 á gamlárskvöld og eftirvæntingin er mikil, enda horfa um 80% þjóðarinnar á þáttinn. Það er erfi tt að festa fi ngur á það nákvæmlega hvenær áramótaskaupið varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Löng hefð er fyrir áramótaannálum í léttum dúr hjá Ríkisútvarpinu, og hafa þeir borið hin ýmsu nöfn. Hér eru nokkur þeirra. Undanfarar áramótaskaupsins ➜ Steindi Jr. „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006,“ segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramóta- skaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi.“ ➜ Helga Braga Jónsdóttir „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut,“ segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramóta- skaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf.“ ➜ Örn Árnason „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til,“ segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum.“ Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur,“ segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrr- verandi. „Þeir eru alveg skelfilegir.“ ➜ Ari Eldjárn „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaug- stofumenn alveg upp á sitt besta,“ segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auð- vitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmynd- um.“ 1961 Í þungbæru gamni og glensfullri alvöru 1957 Glens á gamlárs- kveldi 1954 Missýnir og ofh eyrnir á gamla árinu 1964 Enn eitt árið í hundana 1960 Tunnan valt Skemmtiþátturinn „Áramótaskaup“ frá árinu 1966 var sá fyrsti til að bera nafnið langlífa, en þátturinn var sýndur á fyrsta gamlárskvöldi Sjón- varpsins, árið 1966. Upptaka af þættinum er glötuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.