Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 58
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 42 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Það er afskaplega gaman að fylgjast með fótboltanum hér á Spáni en þó er á honum nokkuð hvimleiður ljóður. Þannig er mál með vexti að knattspyrnumönnum hættir til að kasta sér á grúfu hvenær sem andstæðingurinn kemur nærri þeim og grípa svo um hné sér eins og að leggirnir séu að detta af lærunum. Ágerist þetta svo þegar komið er inn í vítateig en þá er stundum eins og menn stígi á jarðsprengju þegar sótt er að þeim. ÞESSUM leikþætti lýkur ekki þarna því menn stökkva upp á nef sér sjái þeir boltann koma nær hönd andstæðingsins en ekki er það þó af einskærri réttlætiskennd því þeir þegja þunnu hljóði ef boltinn fer í hönd þeirra sjálfra. Alla vega hef ég ekki heyrt af neinum leikmanni sem farið hefur til dómarans og sagt: „Heyrðu, hann fór víst í höndina á mér, ætli það sé ekki best að dæma víti á þetta.“ ÞETTA hátterni er þó ekki alveg óþekkt í íslensku samfélagi og má þar nefna sam- skipti stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem menn gera mikið úr aðförunum að sér en yfirsést svo eigin svívirðingar. Svo sýn- ist mér að sókndjarfir trúleysingjar hafi gaman af því að skemmta skrattanum með svona leikfléttum sem minna á suðræna knattspyrnukappa. TIL dæmis ef guðsmaður sést nærri skóla rjúka sumir þeirra upp á nef sér og hrópa „rangstaða!“. Hringt er í Reyni Trausta og látum ekki linnt fyrr en aðstoðardómarar veifa flaggi. Svo heyrði ég af kröfu um að leikskólabekkur sem ætlaði í kirkjuferð yrði kyrrsettur þar sem trúlaust foreldri vildi hvorki að barn sitt færi til kirkju né yrði skilið eftir. Bara allir í leikbann takk. ALLT er þetta gott og blessað í baráttunni en svo þegar eitthvað má græða á þessari kristilegu trúvillu þá þegja menn þunnu hljóði. Til dæmis þegar flautað er til leik- hlés, allir sendir í frí að fagna fæðingu frelsarans. Það slær enginn hendinni á móti fríi í boði frelsarans. Það myndi þó líklegast heyrast hljóð í horni ef jólin byggðust á því að færa honum fórnir í formi meiri vinnu. ÞETTA er svo sem bara skynsamlegt hjá trúleysingjum að taka sér jólafrí frá bar- áttu sinni. Ég vil óska þeim sem og trú- uðum heilla á árinu sem er að koma og hverjum og einum frelsis til að trúa því sem honum sýnist. Trúleysingjar í jólafríiLÁRÉTT2. nautasteik, 6. kusk, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. aðgæta, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. rell, 20. tveir eins, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis, 4. græðgi, 5. af, 7. ólaglegur, 10. viðmót, 13. gerast, 15. sál, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. andi, 16. æsa, 19. ðð. Ég var á skrifstofunni, pabbi! Gott! Þetta var búið að hlaðast upp! En ég náði að bjarga sem mestu! Svo ... held að það sé best að ég fari ekki þarna inn á næstunni! Ég segi ekki meir! Á eigin ábyrgð! Settu löppina niður meðan þú borðar, Palli. En þetta er þægilegt. Já, hægindastóllinn er líka þægilegur en ég myndi ekki leyfa þér að borða í honum. Einmitt... Bara fyrir forvitnis sakir, ertu nokkuð á leiðinni út úr bænum fljótlega? Afsakið, en grillaða kolkrabbanum seinkar um fimmtán til tuttugu mínútur... Sérhönnuð innkaupa- kerra fyrir karlmenn Sérhönnuð innkaupa- kerra fyrir konur Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.