Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 8
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NOREGUR Norsk stjórnvöld munu ekki krefjast endurskoðunar EES- samningsins á næsta kjörtímabili haldi núverandi stjórnarmynstur áfram eftir kosningar í haust. Þetta segja forsvarsmenn stjórnarflokk- anna þriggja, Verkamannaflokks- ins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðjuflokksins, rauðgræna sam- starfsins svokallaða. Málið hefur verið í umræðunni síðasta árið, en komst í hámæli undir lok síðustu viku þegar Mart- in Kolberg, þingmaður Verka- mannaflokksins, sakaði hina tvo stjórnarflokkana um að grafa undan stjórnarsamstarfinu með því að ala á óvissu um framtíð EES-samningsins. Enn harðnaði svo umræðan um helgina þegar formaður norska alþýðusambands- ins lýsti því yfir í ræðu að samn- inginn skyldi endurskoða og vinnu- markaðsmál tekin þar út. Jens Stoltenberg forsætisráð- herra sagði að endurskoðun kæmi ekki til greina. „EES-samningurinn er einn af grundvöllum stjórnarsamstarfsins og það má ekki ríkja nein óvissa um það. Þess vegna verður ekki farið út í endurskoðun því að það getur skapað óvissu um samninginn, sem er mikilvægur fyrir Noreg og hefur legið til grundvallar frá upphafi þessa samstarfs.“ Í kjölfarið lýstu forsvarsmenn hinna flokkanna því yfir að endur- skoðun væri ekki til umræðu á næsta kjörtímabili, þar sem rauð- græna samstarfið væri í húfi. Sumir stjórnarandstöðuflokk- anna þrýsta á um endurskoðun, sem og ungliðahreyfingar Mið- flokksins og Sósíalíska vinstri flokksins, sem lýstu yfir óánægju með óbilgirni Stoltenbergs. thorgils@frettabladid.is Stjórnarflokkarnir endurskoða ekki EES Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs tekur af öll tvímæli. EES-samningurinn verður ekki endurskoðaður á næsta kjörtímabili haldi stjórnin velli eftir þingkosn- ingarnar í haust, þrátt fyrir pressu innan hinna tveggja stjórnarflokkanna. Stjórnarflokkarnir þrír hafa unnið saman frá árinu 2005. Utanríkisstefna þeirra byggir á aðild að EES og NATO auk þess sem ekki verður sótt um aðild að ESB. Verkamannaflokkurinn er hallari undir Evrópusamruna en mun ekki tala fyrir ESB-aðild gegn því að ekki verði hróflað við EES. Nefnd skilaði skýrslu um stöðu Noregs í EES fyrir réttu ári en þar var lagt til að samningurinn yrði tekinn til endurskoðunar. Skiptar skoðanir um utanríkismál ENGIN ENDURSKOÐUN Jens Stoltenberg hefur kveðið niður raddir innan hinna stjórnarflokkanna um endurskoðun EES-samningsins. NORDICPHOTOS/AFP Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 56 3 53 Borgarferðir Osló Billund Köben frá9.900kr. frá19.900kr. frá19.900kr. febrúar og mars aðra leið með sköttum. á frábæru verði maí, júní, júlí, ágúst og september aðra leið með sköttum. mars, apríl og maí aðra leið með sköttum. ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ Í E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 * M ið a ð SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 4,2 l/100 km* Eyðsla: 6,6 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.