Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20136 Allt í einu var hann Árni minn orðinn lík. Hann var bara orðinn kaldur og stirður og nú lágu líkamsleifar hans einhvers staðar í kæli hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Nú var þetta allt búið en það var samt eftir að undirbúa líkið fyrir kistuna. Presturinn færði það í tal við mig hvort ég vildi ekki koma að því að klæða lík Árna. Ég hafði aldrei áður komist í slíkt návígi við dauðann eins og þegar Árni dó. Ég hafði séð aldraða ömmu mína látna í kistulagningu þegar ég var barn og svo var ég 25 ára þegar faðir minn lést eftir stutt veikindi en hann var í öndunarvél í tvær vikur áður en hann lést. Ég kom ekki að líki hans á neinn hátt. Þannig að þegar presturinn orðaði þetta við mig þá varð mér hálfvegis bilt við. Ég svar- aði honum eiginlega áður en ég hafði hugs- að málið til enda. Ég var allt í einu búin að segja honum að ég treysti mér ekki til þess en á þessum tímapunkti fannst mér þetta erfið tilhugsun. Mér fannst líkami hans svo rýr og skaddaður að ég átti ekki í mér þann styrk að geta komið að því að búa hann undir kistuna. Ég sá þó fljótlega eftir þessari ákvörðun minni en ekki nógu fljótt til þess að bregðast við og koma að málinu og eftirsjáin varð meiri eftir því sem tíminn leið. Ég hefði viljað að það hefðu verið mínar hendur sem snertu hann síðastar allra, áður en hann fór ofan í kistuna.“ Erfidrykkjan „Ég felldi ekki tár í útförinni, ég var á undarlegum stað í sjálfri mér. Það var skrítið að sitja á fremsta bekk og vera vitni að þessum endan- leika. Ég var að kveðja þann sem hafði leikið aðalhlutverkið í þessu leikriti og svo þarna í jarðarför- inni var ég sjálf orðin aðalleik- arinn. Svo var farið í garðinn, en Árni vildi láta jarða sig á Egils- stöðum. Hann hafði orðað það við mig að ég þyrfti ekki að binda mig við grafreit hans. Ég ætti að vera frjáls frá honum. Kistan var látin síga ofan í jörðina þegar allir höfðu gert krossmark yfir henni. Það var síðasta jarðneska stund- in með Árna. Það var endanlega jarðneska kveðjustundin. Þá var það erfisdrykkjan. Fyrsti sam- fagnaður fjölskyldu og vina án hans. Markar tímamót. Skilin eru þarna á milli göngunnar frá kirkju- garðinum og yfir í erfisdrykkjuna. Vinir okkar og nágrannar sáu um að baka og búa til kræsingar fyrir erf- isdrykkjuna. Það var mikill og hlýr vinahugur sem við mættum í okkar litla samfélagi. Mér fannst samfé- lagið vera fjölskylda okkar. Það var gnægta- borð veitinga í erfidrykkjunni og ég get ekki lýst þakklæti mínu fyrir það. Margir höfðu komið um langan veg. Gamlir vinir Árna sem ég hafði suma aldrei hitt áður. Ég tók í höndina á öllum, held ég, og ég hef aldrei áður, hvorki fyrr né síðar, fengið eins mörg faðmlög á sama degi. Ég var ánægð með daginn og ljómaði á einhvern undarlegan hátt.“ Ringulreið og sorg „Það var mikið um heimsóknir strax eftir andlát Árna og heimilið eitt blómahaf. Ætt- ingjar okkar sem höfðu komið fyrir jarð- arför og gist hér og þar um plássið í húsum góðra vina okkar héldu til síns heima. Sím- inn hringdi mikið þessa daga og ég var enn í einhverri skrítinni sælu í blómailmi á heim- ilinu. Svo fölnuðu blómin og fóru að lykta illa og ég henti þeim og þá færðist hversdagsleik- inn yfir heimilið. Þögull og tómur. Holur að innan eins og ég sjálf. Ég fyllti hann oft með tónlist. Svo komu stelpurnar heim úr leikskól- anum og skólanum og fylltu húsið gleði og lífi og daglegu amstri. Lífið hafði færst aftur í sitt venjulega horf á ytra byrðinu. Hið innra ríkti enn ringulreið og sorg. Dagar og vikur liðu og síminn hringdi sjaldnar.“ Allt í einu var hann orðinn lík Í bókinni Makalaust líf eftir Önnu Ingólfsdóttur er fjallað um sorgina og leiðina til nýs lífs eftir makamissi. Guðfinna Eydal sálfræðingur og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur eru meðhöfundar. Áhrifamiklar frásagnir og viðtöl eru í bókinni, þar á meðal saga Önnu sem varð ekkja 35 ára. Þessi bók lætur engan ósnortinn en hér er birt kaflabrot. Bókin Makalaust líf kom út fyrir jólin. „Ég var að kveðja þann sem hafði leikið aðalhlutverkið í þessu leikriti og svo þarna í jarðarförinni var ég sjálf orðin aðalleikarinn.“ Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. www.udo.is Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Suðurhlíð 35, Rvk • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar BÁLFÖRUM FJÖLGAR Líkbrennsla hefur færst í vöxt á Íslandi og nú er svo komið að rúmlega þriðja hver útför á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Þeir sem búsettir eru úti á landi geta líka óskað eftir þessari þjónustu og hefur Kirkjugarðasamband Ís- lands og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæma samvinnu um að koma því til leiðar. Duftker eru að jafnaði grafin í sérstakan duftgarð í kirkjugarði en einnig er algengt að kerin séu grafin ofan á kistugrafir með leyfi umsjónarmanns leiðis. Hafi einstak- lingur eldri en átján ára tekið ákvörðun um að láta brenna sig að lífi loknu er hægt að fylla út eyðublað á heimasíðu Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma. Sjá nánar á www.kirkjugardar.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.