Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 32
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Hagþenkir – félag höfunda fræði-
rita og kennslugagna tilkynnti í gær
hvaða tíu rit væru tilnefnd til viður-
kenningar félagsins í ár. Hagþenk-
ir hefur frá árinu 1986 veitt viður-
kenningu fyrir fræðirit, námsgögn
eða aðra miðlun fræðilegs efnis til
almennings. Höfundar tíu framúr-
skarandi rita eru tilnefndir árlega til
Viðurkenningar Hagþenkis og fá höf-
undarnir skjal með ályktunarorðum.
Viðurkenning Hagþenkis telst til
virtustu og veglegustu verðlauna sem
fræðimönnum og höfundum fræði-
legra rita fyrir skóla og almenning
getur hlotnast. Verðlaunaupphæðin
er ein milljón króna.
Viðurkenningaráð Hagþenkis velur
bækurnar tíu sem tilnefndar eru og
að lokum sigurvegarann. Ráðið skipa
fimm félagsmenn Hagþenkis af ólík-
um fræðasviðum: Ólafur K. Niel-
sen, náttúrufræðingur og formaður
ráðsins, Auður Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur, Birgir Hermanns-
son stjórnmálafræðingur, Fanney
Þórsdóttir, lektor í sálfræðideild HÍ,
og Haraldur Ólafsson mannfræðing-
ur.
Í byrjun mars verður tilkynnt hver
hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis
2012 við hátíðlega athöfn í Þjóðarbók-
hlöðunni.
Hagþenkir tilnefnir tíu
fræðirit til verðlauna
Tilkynnt verður um sigurvegara við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í mars.
Eftirfarandi höfundar og bækur eru til-
nefndar til Viðurkenningar Hagþenkis 2012
Árni Kristjánsson
Innra augað. Sálfræði hugar, heila og
skynjunar. Háskólaútgáfan.
Ásta Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún
Pétursdóttir
Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara.
Iðnú bókaútgáfa.
Dr. Gunni
Stuð vors lands. Saga dægurtónlistar á
Íslandi. Sögur útgáfa.
Gunnar Þór Bjarnason
Upp með fánann. Baráttan um uppkastið
1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga.
Mál og menning.
Gunnar F. Guðmundsson
Pater Jón Sveinsson. Nonni. Bókaútgáfan
Opna.
Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill
Hrafnsson
Eldað og bakað í ofninum heima. Góður
matur– gott líf. Vaka-Helgafell
Jón Ólafsson
Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch,
Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu.
JPV útgáfa.
Sigrún Helgadóttir, Freydís Kristjáns-
dóttir og Guðmundur Ó. Ingvarsson
Víkingaöld. Árin 800-1050. Námsgagna-
stofnun.
Sigurður Reynir Gíslason
Kolefnishringrásin. Hið íslenska bók-
menntafélag.
Steinunn Kristjánsdóttir
Sagan af klaustrinu á Skriðu. Sögufélag.
Bróðir minn,
NÍELS AXELSSON
Miðstræti 8b, Reykjavík,
fæddur 10. júní 1942, er látinn. Bálför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
Nanna Bisp Büchert
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS JÓHANNSSON
fyrrv. flugumsjónarmaður,
er látinn. Útför hans verður gerð frá
Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 6. febrúar,
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið og Hjartaheill.
Guðmunda M. Þorleifsdóttir
Þorleifur Jónasson Ásta H. Bragadóttir
Matthías Einar Jónasson Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir
Júlíus Jónasson Helga Helgadóttir
Heimir Jónasson Berglind Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, bróðir og frændi,
SIGURÐUR ÞÓRÐARSSON
Grandavegi 11,
áður Fossagötu 14, Reykjavík,
lést á Dvalarheimilinu Grund mánudaginn
28. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þóra Gísladóttir
Helga Þórðardóttir
og aðrir vandamenn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR JÓNSSON
fyrrverandi umdæmisfulltrúi
Pósts og síma á Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 24. janúar. Útför
hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
1. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir eða
björgunarsveitir Landsbjargar.
Rósa María Sigurðardóttir
Guðbjörg Þorvaldsdóttir Hallgrímur Jónasson
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Stefán Geir Árnason
Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir Magnús Jónsson
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Katrín Jónsdóttir
Rósa María Sigbjörnsdóttir
og langafabörnin.
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR ÁRNADÓTTIR
Vesturgötu 17a, Reykjavík,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
mánudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju.
Árni Eðvaldsson Inger Maria Erlingsdóttir
Ásgeir Halldórsson
barnabörn
Vilma Ýr Árnadóttir
Ísar Mar Árnason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PETREA GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR
Grundargötu 16,
Grundarfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, þann 26. janúar. Hún verður
jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00.
Steinbjörg Elíasdóttir Árni Eiríksson
Petrína Guðný Elíasdóttir Ólafur Ægir Jónsson
Margrét Elíasdóttir Þorkell Pétur Ólafsson
Elín Katla Elíasdóttir Steinar Helgason
Finnbogi Elíasson Sigurlaug Björnsdóttir
Kjartan Elíasson Svanhvít Guðmundsdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju
og samúð vegna andláts og
útfarar okkar ástkæra,
JÓHANNS HEIÐARS GUÐJÓNSSONAR
Skarðshlíð 36d, Akureyri.
Öllum sem önnuðust Jóhann færum við
einlægar þakkir.
Elsa Hlín Axelsdóttir
Guðjón Páll Jóhannsson Valborg Inga Guðjónsdóttir
Björk Jóhannsdóttir Steinþór Guðmundsson
barnabörn og systkini hins látna.
HINIR TILNEFNDU Fimm manna Viðurkenningaráð valdi þær tíu bækur sem sköruðu fram úr að þess mati. Tilkynnt verður um hver hreppir
hnossið í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MERKISATBURÐIR
1933 Adolf Hitler er settur í embætti kanslara Þýskalands.
1969 Bítlarnir spila opinberlega í síðasta sinn.
1971 Frost mælist 19,7 gráður í Reykjavík sem var það kaldasta
síðan 1918.
1974 G. Gordon Liddy er dæmdur sekur í Watergate-málinu.
1981 Sjöunda hrina Kröfluelda hefst með gosi í Éthólaborgum í
Gjástykki. Gosið stóð í fimm daga.
2003 Giftingar samkynhneigðra eru lögleiddar í Belgíu.
2005 Fyrstu frjálsu þingkosningarnar frá árinu 1958 eru haldnar
í Írak.
2006 Snjór fellur í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár.
Listasafn Íslands var opnað í gamla ís-
húsinu, á Fríkirkjuvegi 7, þennan dag árið
1988.
Húsið var hannað af Guðjóni Samúels-
syni árið 1916 fyrir fyrirtækið Herðu-
breið. Síðar hýsti það Framsóknarhúsið
og frá árinu 1961 Glaumbæ sem brann
1971. Eftir það fékk listasafnið það í
sínar hendur en það þurfti þó algerrar
endurnýjunar við og flutti safnið ekki inn
í húsið fyrr en 1988.
Safnið er í eigu íslenska ríkisins en
það var stofnað í Kaupmannahöfn árið
1884 af Birni Bjarnasyni. Árið 1916 var
listasafnið gert að deild í Þjóðminjasafni
Íslands. Safnkosturinn var þá geymdur
víðs vegar og lánaður til opinberra
stofnana og skóla um allt land.
Árið 1950 var fyrsti forstöðumaður
safnsins, Selma Jónsdóttir, ráðinn og því
fenginn staður á efstu hæð nýja hússins
sem hafði verið reist yfir Þjóðminjasafnið
við Suðurgötu. Þá var safnkosturinn
endurheimtur alls staðar að og fékkst að
mestu leyti til baka.
Með nýjum lögum 1961 varð safnið svo
sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir
menntamálaráðuneytið.
ÞETTA GERÐIST: 31. JANÚAR 1988
Listasafn Íslands tekið í notkun