Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 19
NÝIR STAÐIR Stærstu lággjaldaflugfélögin í Evrópu, Ryanair, Easyjet og Norwegian, eru sífellt að bæta við sig nýjum áfangastöðum. Þeir sem ætla að fara á nýjar slóðir í sumar ættu að skoða heimasíður þessara félaga því ódýrustu sætin fást oft með löngum fyrirvara. Ég varð alveg heillaður af kletta- og ísklifri eftir ferðina á Mont Blanc. Fljótlega fór ég að draga fólk með mér í þetta og þar á meðal Arnar Jónsson og Óðin Árnason. Við stofnuðum svo síðuna Climbing.is þar sem við setjum inn ýmislegt tengt ferðum okkar,“ segir Guðmundur. Ís- og klettaklifur er ekki eitthvað sem maður hendir sér út í á einum degi. Það krefst æfingar, þekkingar og reynslu. „Fljótlega keypti ég mér ísklifuraxir eftir Mont Blanc-ferðina. Við félagarnir fórum á tvö ísklifurnám- skeið hjá Alpaklúbbnum og erum svo búnir að lesa okkur helling til. Svo erum við bara búnir að vera duglegir að æfa okkur.“ Spurður um áhættuna sem fylgir klifrinu segir Guðmundur að hann hafi ekki dottið neitt alvarlega. „Ef maður gerir hlutina rétt og gætir að örygginu þá er þetta nokkuð öruggt. Klifur byggir líka á mikilli samvinnu og maður þarf að treysta félögunum. Ef það er ekki til staðar þá geturðu bara verið heima.“ Climbing.is er hugarsmíð þeirra félaga og eru þeir mjög ánægðir með útkomuna. Þar er að finna ferðasögur, myndir, pistla, fróðleik um klifur og vandað útivistarkort með upplýsing- um um útivistarsvæði víða um land. Með einum smelli á stað á kortinu má sjá ítarlegar upplýsingar um göngu- og klifurleiðir, erfiðleikastig, myndir og fleira. „Við byrjuðum með síðuna mjög fljótlega og höfum uppfært hana reglulega. Arnar er hönnuður og sá um hönnunina og ég sá um forrit- unina enda er ég forritari. Við munum svo setja kortið inn á Alpaklúbbssíð- una í framtíðinni. Þá er hún er líka á ensku og planið er að reyna að koma konseptinu út fyrir landsteinana.“ Útivistarkortið er lifandi kort í stöð- ugri vinnslu og sífellt bætast við nýjar leiðir. Hægt er að velja um sjö flokka og sjá þannig einungis þá útivist sem notandinn kýs. „Í framtíðinni munu svo fleiri flokkar rata inn á kortið.“ Á síðunni er líka að finna mikinn fjölda fallegra mynda af náttúru Íslands og sjá þeir um að útvega fallegt prentverk til fólks á góðu verði. ■ vidir@365.is Á TOPPI TILVERUNNAR MEÐ BAKTERÍU Guðmundur Jónsson fékk útivistar- og klifurbakteríu árið 2005 eftir að honum var boðið í ferð á Mont Blanc. Hann heldur úti útivistar- síðunni Climbing.is ásamt félögum sínum. Á HRAUNDRANGA Í ÖXNADAL Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðar- sýslu í 1.075 metra hæð yfir sjó. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum OPERA DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Vandaðir, þýskir, herrakuldaskór úr leðri, ullarfóðraðir. Góður sóli Teg: 456703 Stærðir: 42 - 47 Verð: 24.500.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. MorGUnþÁT turinn Ómar alLa vIRka dagA kl. 7 Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Við flytjum þér góðar fréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.