Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 4
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
EFNAHAGSMÁL Tæplega tíu prósent
af nafnverðshækkun íbúðalána frá
byrjun árs 2009 og til loka árs 2012
eru vegna skattkerfisbreytinga
sem stjórnvöld hafa ráðist í.
Alls hafa skattkerfisbreyt-
ingarnar hækkað skuldir vegna
íbúða lána um 21,6 milljarð króna.
Þetta kemur fram í svari Katr-
ínar Júlíus dóttur, fjármála- og
efnahagsráðherra, við fyrirspurn
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, um
áhrif aukinnar skattaálagning-
ar ríkisstjórnarinnar á hækkun
höfuð stóls íbúðalána.
Í svarinu kemur fram að skuld-
ir vegna íbúðakaupa nemi 1.124
milljörðum króna í lok árs 2011.
Stærstur hluti þeirra skulda er
verðtryggður.
Frá byrjun árs 2009 og fram
til loka árs 2012 hækkaði vísi-
tala neysluverðs um 20,1 prósent.
Það hefur hækkað höfuðstól verð-
tryggðra íbúðalána um 226 millj-
arða króna. Af þeirri nafnverðs-
hækkun íbúðalána má rekja 9,6
prósent, eða 21,6 milljarða króna,
til skattkerfisbreytinga.
Ráðherrann segir í svarinu að
taka verði tillit til fleiri þátta.
Meginmarkmið stjórnvalda væri
að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal
annars með skattbreytingum, „til
þess að draga úr skuldasöfnun og
þar með vaxtakostnaði en hann er
nú stærsti einstaki gjaldaliðurinn
í rekstri ríkissjóðs[…]Hefði ekki
verið gripið til þeirra aðgerða sem
ríkisstjórnin hefur gert er mjög
líklegt að geta heimilanna til að
greiða húsnæðislán væri minni en
hún er nú“. Samkvæmt fjárlögum
ársins 2013 mun vanta 3,7 millj-
arða króna upp á að tekjur ríkis-
sjóðs dugi fyrir gjöldum hans.
Vaxtakostnaður vegna lántöku er
áætlaður 84,7 milljarðar króna.
Þá segir Katrín að ríkisstjórnin
hafi meðal annars beitt sér fyrir
aðgerðum sem bætt hafi getu lán-
takenda til að greiða af íbúðalánum
sínum, einkum þeirra sem eru með
lágar tekjur og þunga vaxtabyrði.
„Frá árinu 2008 og til ársins 2011
hækkuðu vaxtabætur og sérstök
vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt
álagningu um 4,6 milljarða,“ segir
í svarinu. thordur@frettabladid.is
Skattar hækkuðu
lán um 21 milljarð
Vísitala neysluverðs hækkaði verðtryggð íbúðalán um 226 milljarða frá 2009 og
fram að síðustu áramótum. Tíu prósent hækkunarinnar tilkomin vegna skattkerfis-
breytinga. Nauðsynlegar hækkanir til að bæta afkomu ríkissjóðs, segir ráðherra.
RÁÐHERRA Í svari Katrínar Júlíusdóttur við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
kemur fram að meginmarkið stjórnvalda sé að bæta afkomu ríkissjóðs, meðal
annars með skattbreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hollandsdrottning hættir
1HOLLAND Beatrix Hollandsdrottning skýrði frá því á mánudag að hún ætlaði að hætta í lok
apríl. Um sjö milljónir manna fylgdust með ávarpi
hennar í beinni sjónvarpsútsendingu. Elsti sonur
hennar, Willem-Alexander krónprins, verður þá næsti
konungur Belgíu og eiginkona hans Maxima verður
drottning.
Lík fundust í brunni
2MEXÍKÓ Tíu vopnaðir menn réðust inn í geymsluhús við búgarð í Mexíkó fyrir helgi, þar sem hljómsveitin Kombo Kolombia lék fyrir dansi, og fóru
burt með hljómsveitina og aðstoðarmenn hennar. Einn hljómsveitarmanna
birtist svo hjá lögreglu á sunnudaginn, og sagði að hópurinn hefði verið
myrtur og líkunum kastað ofan í brunn. Hann einn hefði lifað af. Lögreglan
hélt á staðinn og að minnsta kosti tólf lík höfðu fundist á mánudagskvöld.
Fundabanni aflétt í Búrma
3BÚRMA Búrmastjórn hefur aflétt banni við útifundum, sem hefur verið í gildi í landinu síðan 1988, eða allar götur frá því herforingjastjórn hrifsaði
völdin í landinu. Þetta er nýjasta skrefið í lýðræðisátt í Búrma, en áður hefur
ritskoðun að mestu verið aflétt og samviskuföngum verið sleppt úr fangelsi. Í
desember síðastliðnum ákvað stjórnin að leyfa útgáfu dagblaða í einkaeigu frá
og með apríl.
Presturinn tali grænlensku
4 GRÆNLAND Nauðsynlegt er að prestur Grænlendinga í Danmörku tali grænlensku, segir Doris Jakobsen þingmaður fyrir Siumut-flokksins í sam-
tali við fréttavef Sermitsiaq. Staðan var búin til fyrir skemmstu, en yfirvöld
lýstu nýlega yfir að tungumálakunnátta væri ekki skilyrði. Jakobsen segir
annað fráleitt en að viðkomandi kunni málið, enda séu tungumálaörðug-
leikar ein helsta hömlun Grænlendinga við iðkun trúar sinnar í Danmörku.
Kirkjan segir að ráðning velti á umsækjendum og því sé óljóst hvernig fari á
endanum.
1.124 milljarðar eru skuldir
vegna íbúðakaupa í lok árs 2011.
21,6 milljarðar er sú upphæð
sem skattkerfisbreytingar hafa
hækkað lánin frá 2009.
84,7 milljarðar er áætlaður
vaxtakostnaður ríkissjóðs í ár.
0 er fjöldi þeirra ára sem ríkissjóður
hefur verið rekinn með hagnaði
síðan frá hruni.
EFNAHAGSMÁL Skapa þarf tíu þús-
und störf á næstu árum til að koma
á fullri atvinnu hér á landi og mæta
vaxandi fjölda einstaklinga á vinnu-
markaði. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í nýju tímariti Samtaka
atvinnulífsins (SA) sem verður til
umræðu á opnum morgunverðar-
fundi SA í Hörpu á morgun.
Í riti SA kemur fram að til þess að
Íslendingar njóti sambærilegra lífs-
kjara og nágrannaþjóðirnar þurfi
árlegur hagvöxtur á næstu árum
að vera yfir 3,5% og verðbólga lág.
Þá þurfi að skapa tíu þúsund ný
störf til að sjá þeim fyrir störfum
sem misstu vinnuna á árunum 2008
til 2012. SA reiknast til að takist
að skapa fimmtán þúsund ný störf
á næstu fimm árum nemi árleg-
ur ávinningur samfélagsins um 60
milljörðum króna.
Á fundinum á morgun munu fjöl-
margir stjórnendur úr íslensku
atvinnulífi ræða um leiðir til að
fjölga störfum á Íslandi á næstu
árum. Í þeim hópi verða Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, og Ásdís Halla Bragadóttir,
stjórnar formaður Sinnum. - mþl
Samtök atvinnulífsins með opinn fund um atvinnumál:
Hagkerfið vantar 10.000 störf
HÖRÐUR ARNAR-
SON
ÁSDÍS HALLA
BRAGADÓTTIR
234,8823
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,65 129,27
202,27 203,25
172,82 173,78
23,161 23,297
23,238 23,374
20,028 20,146
1,4214 1,4298
197,59 198,77
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
29.01.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Bókamarkaður
2013
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Föstudagur
Hæg breytileg átt.
KÓLNAR Í dag verður strekkingur eða allhvasst á annesjum NV- og SA-lands en
hægari vindur inn til landsins. Á morgun verður víða nokkuð hægur vindur og það
kólnar heldur í veðri. Á föstudaginn gæti sést til sólar í einhverjum landshlutum!
0°
8
m/s
1°
10
m/s
3°
7
m/s
5°
13
m/s
Á morgun
Strekkingur syðst, annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
2°
-3°
X°
-4°
-4°
Alicante
Aþena
Basel
21°
14°
11°
Berlín
Billund
Frankfurt
11°
5°
12°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
10°
5°
5°
Las Palmas
London
Mallorca
23°
12°
16°
New York
Orlando
Ósló
14°
28°
2°
París
San Francisco
Stokkhólmur
13°
16°
2°
1°
3
m/s
3°
14
m/s
0°
7
m/s
1°
7
m/s
-1°
5
m/s
-1°
7
m/s
-4°
4
m/s
1°
-3°
0°
-4°
-3°
VIÐSKIPTI Um 30 prósentum færri
íslensk fyrirtæki fóru í þrot á síð-
asta ári en árið 2011. Þetta kemur
fram í tölum Hagstofu Íslands.
Alls voru 1.109 fyrirtæki tekin
til gjaldþrotaskipta í fyrra en 1.579
fyrirtæki árið áður. Flest gjald-
þrot voru í byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, 227 talsins.
1.752 fyrirtæki voru nýskráð
árið 2012, sem er tæplega
þriggja prósenta aukning frá
árinu 2011 þegar 1.700 fyrirtæki
voru skráð. - þj
Tölur Hagstofunnar:
Þriðjungi færri
gjaldþrot í fyrra
HEIMURINN
1
2 3
4