Fréttablaðið - 30.01.2013, Page 36

Fréttablaðið - 30.01.2013, Page 36
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna E M M E N N E E N N E / S ÍA / N M 5 5 7 9 2 NÝTT MEIRI FYLLING & MEIRImunaður UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ MENNING BÆKUR ★★★★ ★ Kamilla vindmylla og bull- orðna fólkið Hilmar Örn Óskarsson. Erla María Árnadóttir myndskreytti. BÓKABEITAN Hvað er til ráða þegar pabbar fara að ganga í rósóttum skyrtum, spila lúftgítar í gríð og erg og segja grúví í öðru hverju orði? Eða þegar líf- fræðikennarar taka upp á því að kalla frumur fiðlur og segja nem- endum sínum að byggingareining- ar fiðla kallist umfrymi, rigning og María Kvaran? Hvað er til ráða þegar hinir fullorðnu verða bull- orðnir? Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið eftir Hilmar Örn Óskarsson er með skemmtilegri barnabókum sem ég hef lesið undanfarna mán- uði. Með þessari bók stígur Hilm- ar Örn sín fyrstu skref á ritvell- inum. Bókin segir frá skelfilegri plágu sem geisar um landið en full- orðna fólkið virðist hafa smitast af bullsjúkdómi og hegðar sér eins og börn. Björgun íslensks samfélags er í höndum barnanna sem þurfa að komast að því hvað það er eigin- lega sem herjar á foreldra þeirra. Hin ellefu ára Kamilla Vind- mylla hóar saman hóp skólafélaga og með aðstoð Felix, ungsnillings, komast þau að því að í útjaðri borg- arinnar býr brjálaður vísinda- maður að nafni Elías Emil. Hann hefur byggt mikið dómsdagstól sem sendir út geisla á hverri nóttu og breytir þankagangi hinna full- orðnu. Kamilla, Felix og félagar leggja af stað í mikla svaðilför til bækistöðva brjálaða vísindamanns- ins til að koma í veg fyrir ógurleg áform hans. Ég frussaði af hlátri við lestur bókarinnar, svo illilega að á blað- síðu 47 er nú risastór kaffiblett- ur. Hann varð til þegar ég las um nágrannakonu Kamillu sem raðar litríkum leikfangahestum ofan í vatnspoll, sáldrar sóleyjarblöðum yfir og syngur lofsöng með skærri óperurödd. „Töfralaugin ykkar er tilbúin, litlu folar“. Við hlið henn- ar málar gaur úr nágrenninu bíl- inn sinn svartan, með fjólubláum eldingum. „Minns var bara að gera geimskipið sitt klárt til flugtaks“ tilkynnir hann strákaþyrpingu sem fylgist með, og býður þeim að fljúga með sér til plánetunnar Úríel. Bókin er vel skrifuð, eilítið absúrd, og bráðfyndin. Söguþráður hennar er kannski ekki flókinn en sagan líður vel áfram. Ekki er djúpt kafað ofan í sálarlíf söguhetjanna en þær eru skemmtilegar og vinna vel saman. Orðaleikirnir sem verða til þegar fullorðna fólkið byrjar að bulla vekja börn til umhugsunar um eðli tungumálsins og merkingu orðanna. Uppsetning texta er til fyrirmyndar og leturgerð sérlega auðlæsileg. Bókin er fallega mynd- skreytt af Erlu Maríu Árnadóttur en teikningar hennar eru líflegar og nýmóðins. Þær bæta kannski ekki neinu sérstöku við söguna en þær styðja ágætlega við hana. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Stórskemmtileg og bráðfyndin bók ætluð lesendum 10-14 ára. Bullukollar, barnaskapur og brjálaðir vísindamenn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Fundir 20.00 Framsóknarfélag Reykjavíkur boðar til fundar um afnám verðtrygg- ingar á Grand Hóteli. Flutt verða framsöguerindi og boðið upp á opnar umræður og spurningar að þeim loknum. Allir velkomnir. 20.00 Fyrsti fundurinn í fræðslu- fundaröð Félags heimspekikennara verður haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Páll Skúlason flytur þá erindi undir yfir- skriftinni Hvað er heimspekikennsla. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmyndir 16.30 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir Villta Kína I, 1. hluta af 6, þáttaröð BBC um ýmis landsvæði Kína. Myndin er sýnd í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands. Enskt tal og aðgangur ókeypis. Bókmenntir 20.00 Bókakaffi verður haldið í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Jón Björns- son fer með umsjón kaffisins þar sem kynntar verða áhugaverðar bókmenntir og rætt um þær á óformlegan hátt. Dans 14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Stjórnendur eru Matthildur og Jón Freyr. Tónlist 12.00 Grímur Helgason klarínettu- leikari og Hrönn Þráinsdóttir píanó- leikari spila á fyrstu tónleikum ársins á tónleikaröðinni Líttu inn í Salnum, Kópavogi. Miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Robert the Room- mate heldur tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. „Við verðum vör við aukinn áhuga á hverju ári; bæði frá tón- skáldum, flytjendum, almenn- ingi og erlendum tónlistarhá- tíðum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra mús- íkdaga, sem hefjast á morgun og standa fram á mánudag. Hátíðin er helsti vettvangur framsæk- innar nútímatónlistar á Íslandi, þar sem frumsköpun og tilrauna- starfsemi eru í aðalhlutverki. Algengt er að verk séu frumflutt á hátíðinni og segir Pétur að slík verk séu óvenjumörg í ár, eða um sjötíu prósent af efnisskránni. Á dagskránni í ár kennir ýmissa grasa. Boðið verður upp á sinfóníutónleika, sinfóníettu- tónleika, kammertónleika, kór- tónleika, raftónleika, einleiks- tónleika og tónleika með börnum. Meðal flytjenda eru nokkrar af helstu hljómsveitum, kammer- hópum og einleikurum þjóðar- innar, þar á meðal Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Þá mun kínversk samtímatónlist hljóma á sér- stökum tónleikum. Fyrirlestrar og námskeið verða haldin í sam- starfi við Listaháskóla Íslands og ber hæst heimsókn prófess- ora og nemenda Brandon-háskól- ans í Kanada sem auk þess munu koma fram á tvennum tónleikum á hátíðinni sjálfri í Hörpu. Pétur segir af nógu að taka fyrir tónlistarunnendur og bendir meðal annars á opnunar- tónleikana sem haldnir verða í húsakynnum RÚV í Efstaleiti og sendir út í beinni útsendingu. „Þar verða frumflutt nokk- ur ný sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson. „Slíkur viðburður sætir auðvitað tíðindum enda erum við með landslið tónlistar- fólks sem sér um flutninginn.“ Pétur segir hátíðina ekki skipu- lagða með neitt sérstakt þema í huga. „Við bregðumst fyrst og fremst við óskum frá tónskáldum og flytjendum, sem eru alltaf ótrú- lega spenntir fyrir þessari hátíð. Við fáum líka sífellt fleiri fyrir- spurnir frá erlendum tónskáldum og flytjendum sem vilja taka þátt í hátíðinni, eins og sést á dag- skránni í ár.“ Þá segir Pétur að almenn aðsókn á hátíðina sé meiri en gengur og gerist á sambæri- legum hátíðum í nágrannalönd- um. „Það þykir mjög óvenjulegt að í svona fámennu landi sé leikið fyrir nánast fullum sal á hátíð sem þessari. Erlendir gestir standa í forundran yfir þessu og ekki að ástæðulausu. Ég er nýkominn af norrænum tónlistar- dögum í Stokkhólmi og þar léku hljómsveitir fyrir nokkrar hræð- ur í hálftómum sölum.“ Pétur grunar að ástæðuna megi rekja til tónsmíðadeild- ar Listaháskóla Íslands. „Þaðan hafa verið að útskrifast fjölmarg- ir ungir og flottir músíkantar með breiða menntun, til dæmis Högni Egilsson í Hjaltalín, sem er poppstjarna og fæst líka við tónsmíðar, og Hafdís Bjarna- dóttir, sem er djassgítarleikari en hefur látið rækilega að sér kveða sem tónskáld. Þetta leggst allt á eitt.“ Nánari upplýsingar um dag- skrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www. myrkir.is. bergsteinn@frettabladid.is Á dimmum nótum Hin árlega tónlistarhátíð Myrkir músíkdagar hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Hátíðin hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nútímatónlistar hér á landi allt frá stofnun árið 1980. PÉTUR JÓNASSON Segir erlenda gesti jafnan verða hissa þegar þeir sjá hversu góð aðsókn er á Myrka músíkdaga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.