Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 38
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 Þrír hafa verið handteknir vegna eldsvoðans á næturklúbbnum Kiss í háskólaborginni Santa Maria syðst í Brasilíu í fyrrinótt. Í það minnsta 233 fórust í elds- voðanum. Hinir handteknu eru einn af eigendum staðarins, yfir- maður öryggismála á staðnum og söngvari hljómsveitarinnar Gur- izada Fandangueira, en eldurinn kviknaði út frá blysum og flug- eldum sem liðsmenn hljómsveit- arinnar kveiktu í uppi á sviði. Leit stendur nú yfir að öðrum eiganda staðarins. Samkvæmt þarlendum fréttum mun örygg- isvottorð næturklúbbsins hafa runnið út á síðasta ári. Þá er talið að um tvö þúsund manns hafi verið á staðnum, sem hefur einungis leyfi fyrir eitt þús- und gesti, aðfaranótt sunnu- dags þegar hörmungarnar átti sér stað. Verið var að fagna inn- göngu nýnema í háskólann UFSM og kviknaði í eftir að Gurizada Fandangueira hafði leikið fimm lög. Flestir hinna látnu voru á aldr- inum sextán ára til tvítugs. Fimm meðlimir Gurizada Fandangueira komust undan eldinum en harm- óníkuleikari sveitarinnar, Danilo Jacques, lést. Söngvari sveitarinnar var handtekinn Þrír hafa verið handteknir vegna mannskæðs elds- voða á næturklúbbi í Brasilíu á sunnudagsnótt. Hljómsveitin Dúndurfréttir ætlar að flytja eitt helsta meistaraverk rokksögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl. Til- efnið er fjörutíu ára afmæli plöt- unnar. Fyrri tónleikarnir verða í Eld- borgarsal Hörpu 20. apríl og hinir síðari í Hofi á Akureyri 24. apríl. Dark Side of the Moon er vinsæl- asta plata heims og hefur selst í yfir fimmtíu milljónum eintaka. Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta, enda var Pink Floyd þekkt fyrir mikið sjónarspil á sínum tónleik- um. Meðal annars verður fjöldi aðstoðarmanna Dúndurfrétta- mönnum til halds og trausts á tón- leikunum. Hljómsveitin hefur áður flutt Dark Side of the Moon í heild sinni og einnig aðra plötu með Pink Floyd, The Wall, en aldrei í Hörpu. Miðasala hefst þriðjudaginn 12. febrúar kl 12 á Midi.is. Flytja Dark Side of the Moon Dúndurfréttir fl ytja Dark Side of the Moon á tvennum tónleikum í apríl. Í dag verður stuttmyndin Fáðu já frumsýnd samtímis í öllum grunn- og framhaldsskólum hér á landi. Um stuttmynd er að ræða þar sem fjallað er um mörkin milli ofbeldis og kynlífs en leik- stjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson. Ætlunin með myndinni er að brjóta ranghugmyndir á bak aftur og vega upp á móti áhrifum klámvæðingarinnar. Auk þess að leikstýra myndinni sá Páll Óskar um handritagerð ásamt þeim Brynhildi Björnsdóttur og Þór- dísi Elvu Þorvaldsdóttur. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og vel- ferðarráðuneytinu í vitundar- vakningu um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Páll Óskar frumsýnir BÍÓ ★★★★ ★ Hvellur Leikstjórn: Grímur Hákonarson Árið 1970 tóku bændur í Mývatns- sveit sig saman og sprengdu upp stíflu í Laxá sem ógnaði lífríki á svæðinu. 113 lýstu verkinu á hendur sér, og í dag er talað um atburðinn sem eins konar upp- hafspunkt í sögu náttúruverndar á Íslandi. Heimildarmyndin Hvellur segir þessa mögnuðu sögu frá hlið bændanna, en samstaða þeirra, auk innherjaupplýsinga frá skæruliðahreyfingum í Suður- Ameríku, varð til þess að erfitt var að draga einhvern til ábyrgð- ar. Nú er nægilega langt liðið frá atburðinum til þess að sekir og meðsekir geti sagt söguna með glott á vörum. Enda er margt við þessa sögu bráðfyndið. Ekki er neitt sérlega mikið til af myndefni frá þessari deilu, en harðmæltir og frásagnarglaðir viðmælendur brúa það bil í nýleg- um viðtölum. Flestir voru þeir viðstaddir sprenginguna, eða eru að öðru leyti tengdir atburðarás- inni. Eins og ávallt þegar hlustað er á góða sögumenn fer áhorfand- inn að myndskreyta frásagnirnar í huganum, svo eftir stendur mun meira „myndefni“ en í raun og veru er í myndinni. Leikstjórinn Grímur pakkar efninu smekklega inn og skreytir sögurnar með landslagsmyndum frá svæðinu og því fréttaefni sem til er. Þetta gerir hann afar vel en hann er fyrir löngu orðinn einn af okkar allra fremstu heimildar- myndagerðarmönnum. Falleg tónlist Valgeirs Sigurðs- sonar stingur þó eilítið í stúf, og passar á köflum illa við glað- hlakkalegt myndefnið. Það er dramatík í sögunni um stíflu- sprengjuna, en kannski ekki alveg svona mikil. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Þrælskemmtileg og fróðleg mynd um stórmerkilegan atburð. Sameinaðir sprengdu þeir HVELLUR „Leikstjórinn Grímur pakkar efninu smekklega inn og skreytir sögurnar með landslagsmyndum frá svæðinu og því fréttaefni sem til er.“ DÚNDURFRÉTTIN Hljómsveitin flytur plötuna Dark Side of the Moon í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÖRMUNGAR Talið er að í það minnsta 233 hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistaðnum Kiss. NORDICPHOTOS/AFP STUTTMYND Páll Óskar Hjálmtýsson frumsýnir í dag tuttugu mínútna for- varnamynd sem fjallar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÖLU LÝKUR KL. 17 250.000.000 +850.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT 1.100.000.000 Tvöfaldur fyrsti vinningur stefnir í 250 milljónir, Ofurpotturinn í 850 milljónir. Ekki gleyma að vera með! Fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 30. JANÚAR 2013 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 F ÍT O N / S ÍA 1100 MILLJÓNIR FYRSTI VINNINGURTVÖFALDUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.