Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20134
Ég tek stundum dæmi úr ljóð-inu Sonartorrek eftir Egil Skalla-Grímsson þegar ég
ræði um ástvinamissi. Þar segir
Egill meðal annars að með sonar-
missinum hafi hann „misst snar-
an þátt af sjálfum sér“. Það sama
sér maður hjá mörgum þeim sem
misst hafa einhvern náinn sér,“
segir Halldór Reynisson, prestur og
formaður félagsins Nýrrar dögunar.
Styðja og fræða
Ný dögun er félagsskapur bæði
syrgjenda og fagfólks á borð við
presta, lækna, hjúkrunarfræðinga
og sálfræðinga sem í sínum störf-
um koma að stuðningi við fólk eftir
missi og andlát. Markmið félagsins
er að styðja syrgjendur ásamt því að
fræða um sorg og sorgarviðbrögð.
Halldór segir starfið þrískipt. „Í
fyrsta lagi höldum við fræðslufund
einu sinni í mánuði yfir vetrartím-
ann þar sem fagfólk fjallar um áföll
og sorgina. Í annan stað erum við
með stuðningshópa og í þriðja lagi
höldum við opið hús einu sinni í
mánuði þar sem fólk getur komið
og metið hvort félagsskapurinn
henti því,“ útskýrir hann. Stuðn-
ingshóparnir eru þrír. Fyrir þau
sem misst hafa barn, fyrir fólk sem
hefur misst nákominn vegna sjálfs-
vígs og fyrir þau sem misst hafa
maka. „Þessir stuðningshópar eru
undir handleiðslu fagmanneskju
en oft hefur fólk mestan stuðning
af því að heyra og sjá aðra ganga í
gegnum svipaða hluti og það sjálft,“
lýsir Halldór.
Hluti af batanum að hitta aðra í
svipaðri stöðu
Hann segir töluverðan fjölda fólks
nýta sér þjónustu Nýrrar dögunar.
„Á fyrirlestrana hafa mætt allt frá
tuttugu upp í hundrað manns en í
hópastarfinu á hverjum vetri hafa
verið upp undir hundrað.“
Halldór segir nauðsynlegt að
fólk gefi sér smá tíma til að jafna sig
áður en það sækir hópastarf líkt og
hjá Nýrri dögun. „Inn í svona starf
kemur fólk ekki daginn eftir jarð-
arför. Oft þarf fólk að vera búið að
ná ákveðnu jafnvægi og vera komið
út úr mesta áfallinu,“ segir Halldór
og miðar oft við að fólk bíði í sex
mánuði eftir andlát áður en það
tekur þátt í slíku hópastarfi. Hann
segir langflesta hafa gagn af félags-
skapnum og margir tali um að það
sé stór hluti af sínu bataferli. „Hluti
af batanum getur verið að hitta aðra
og deila sorgum sínum en einnig að
styðja aðra í sinni sorg.“
Hefur starfað í 25 ár
Ný dögun var stofnuð í desember
árið 1987 og er því aldarfjórðungs-
gamalt. „Upphafið má rekja til þess
að hópur fólks sem orðið hafði fyrir
erfiðum áföllum eins og maka-
missi eða barnsmissi fór að hittast.
Síðar tengdist þessi hópur fagfólki
úr ýmsum stéttum,“ upplýsir Hall-
dór. Hann segir að á svipuðum tíma,
á áttunda og níunda áratugnum,
hafi orðið miklar viðhorfsbreyting-
ar innan fagstétta um hvernig ætti
að takast á við dauðann, bæði þegar
fólk væri dauðvona og hvernig ætti
að styðja þá sem höfðu misst ein-
hvern nákominn. „Þetta var breyt-
ing frá fyrri tíma þegar ekkert var
rætt um dauðann og hann hálfgert
feimnismál. Til dæmis var varla
minnst á hinn látna við erfitt dauðs-
fall eins og kom berlega í ljós í um-
ræðunni hér á Íslandi nýlega þegar
verið var að rifja upp snjóflóðin á
Neskaupsstað.“
Halldór segir þróunina hafa verið
jákvæða síðustu árin. Tekist hafi að
vekja athygli á nauðsyn þess að ræða
og fræða um dauðann. „Ég segi gjarn-
an að sorgin sé hvunndagsleg í þeim
skilningi að hún er hluti af mannlegri
reynslu. Við verðum öll fyrir sorg,
miserfiðri þó, og það er mjög nauð-
synlegt að vinna með sorgina.“
Nauðsynlegt að vinna með sorgina
Félagið Ný dögun var stofnað fyrir aldarfjórðungi og hefur að markmiði að styðja þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis.
Félagið stendur einnig reglulega fyrir fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð. Halldór Reynisson er formaður Nýrrar dögunar.
Hann segir hluta af bata fólks oft felast í að deila sorgum sínum með öðrum og styðja aðra í svipaðri stöðu.
„Hluti af batanum getur verið að hitta aðra og deila sorgum sínum en einnig að styðja
aðra í sinni sorg,“ segir Halldór Reynisson prestur og formaður Nýrrar dögunar. MYND/ANTON
GÓÐ RÁÐ Í SORG
Á vef Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á www.sorg.
is er að finna góð ráð til þeirra sem vilja hjálpa aðstandendum í sorginni.
Lausnarorðið er samhygð, það að vera til staðar, viðurkenna sorg og
söknuð syrgjandans. Það getur verið gott fyrir syrgjandann að fá að segja
hvernig honum líður. Snerting og/eða faðmlag segir meira en mörg orð.
Það besta sem hægt er að gera er að hlusta, ekki tala. Fólk verður að
fara í gegn um sorgarferlið á eigin hraða.
Ekki segja:
„Ég veit hvernig þér líður.“ Þú veist það ekki.
„Allt verður betra á morgun.“ Það er ekki víst.
„Ég votta þér samúð“ ef þú meinar það ekki. Syrgjandinn finnur
muninn.
„Þetta gæti verið verra.“ Þú ert einn um það álit.
Yfirleitt er haft samband við okkur frá dánarstað og við beðin um að f lytja hinn
látna í líkhús. Tveir menn eru hjá
okkur á útkallsvakt, alla daga árs-
ins utan hefðbundins vinnutíma.
Síðan hefst skipulagning útfar-
arinnar og við sjáum um hana í
samvinnu við aðstandendur,“ út-
skýrir Arnór L. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Útfararstofu Kirkju-
garðanna. Að mörgu þarf að huga
við andlát. Útfararstofan hefur
samband við þann prest sem að-
standendur óska eftir, ákveða
þarf stað og stund fyrir kistulagn-
ingu og útför en útför getur farið
fram í hvaða kirkju sem er á höfuð-
borgarsvæðinu. Kistulagning fer
venjulega fram í Fossvogskapellu
eða bænhúsi við Fossvogskirkju,
tveimur til sex dögum eftir dauðs-
fall. Kistulagt er alla virka daga frá
9 til 16 og útfarartímar eru klukk-
an 11, 13 og 15 mánudaga til föstu-
daga.
„Eins þarf að huga að sálmaskrá
og vali á tónlistarfólki, organista
og kirkjuskreytingum og hversu
margir munu bera kistuna,“ bætir
Arnór við. Ákvarðanirnar eru
margar sem taka þarf, oft á erfið-
um stundum. Arnór segir starfs-
fólk útfararþjónustunnar ávallt
leggja sig fram við að veita bestu
mögulegu þjónustu sem völ er á
með áherslu á traust og umhyggju.
Nauðsynlegt sé að geta gefið af sér.
„Það útskrifar enginn skóli út-
fararþjónustufólk, starfið lærist
með reynslunni og mannleg sam-
skipti þurfa að vera góð. Við búum
að mikilli reynslu en hér hefur
sami starfsmannahópur unnið
árum saman,“ segir Arnór. „Sorg-
in er alltaf erfið og við hittum fólk
á þeirra viðkvæmustu stundum.
Þá er nauðsynlegt að starfsfólk geti
gefið af sér. Starfið er erfitt en mjög
gefandi.“
Útfararstofa Kirkjugarðanna
ehf. er stærsta útfararþjónusta
landsins, stofnuð 1994, en áður
höfðu Kirkjugarðar Reykjavíkur
rekið útfararþjónustu frá árinu
1948. Viðtalsherbergi og skrif-
stofur eru til húsa að Vestur-
hlíð 2 í Fossvogi og þar er einn-
ig aðstaða til gerðar sálmaskráa
og skiltagerð. Lagerpláss og bíla-
geymsla stofunnar er í Auðbrekku
1 í Kópavogi en fyrirtækið rekur
fjóra Cadillac-líkbíla og Renault-
flutningabíl. Samvinna er við Út-
fararþjónustu Hafnarfjarðar og
Fjöl-Smíð kistuverkstæði, um
kistukaup. Nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðunni www.
utfor.is.
Samskiptin mikilvæg
Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna ehf. er áhersla lögð á traust og umhyggju.
Fyrirtækið byggir á áratugareynslu starfsfólks en að mörgu þarf að huga þegar
andlát ber að höndum. „Starfið er erfitt en krefjandi.“
Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna, segir starfið erfitt á stundum en einnig gefandi.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
j
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararst óri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST