Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 42
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30
Ég veit alveg hvað
ég er að fara að gera. Ég
vona bara að leikmenn
skemmti sér á meðan.
Ólafur Stefánsson
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000
Kl. 19.55
Man. Utd. − Southampton
Í KVÖLD KL. 19.30
ARSENAL
LIVERPOOL
Misstu ekki af stórleik vikunnar þegar Rauði herinn leitar
hefnda fyrir tapið gegn Skyttunum á Anfield í haust.
SPORT
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var í
gær kynntur sem nýr þjálfari Vals.
Það var gert í gegnum Skype-sam-
skiptaforritið þar sem Ólafur er
staddur í Doha í Katar, þar sem
hann spilar með Lakhwiya Sports
Club út þennan vetur. Að því loknu
leggur hann skóna á hilluna og
tekur að sér starf þjálfara í fyrsta
sinn með formlegum hætti. Það
kemur í sjálfu sér ekki á óvart að
hans fyrsti viðkomustaður á þjálf-
araferlinum sé æskufélagið Valur.
„Ég hef verið með þetta í hausn-
um í nokkurn tíma,“ sagði Ólafur.
„Þegar ég svo heyrði að Patti [Pat-
rekur Jóhannesson] væri að hætta
þá fór ég að hugsa meira um þetta.
Planið var svo sem ekki að fara í
þjálfun en ég ákvað að reyna að
halda mig við handboltann, sem
ég kann eitthvað í.“
Ekki að eltast við titla strax
Ólafur mun hvorki spila með Vals-
liðinu næsta tímabil né nýta sér
tengsl sín á leikmannamarkaðnum
í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað
að einbeita sér að þeim efnivið sem
er til staðar í félaginu og byggja
upp til framtíðar.
„Þetta snýst ekki um að vinna
titla strax,“ sagði Ólafur en þess
má geta að Valur er sem stendur
í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef
við föllum lít ég á það sem næði
til að búa til enn betri jarðveg. En
þá er ég heldur ekkert að fara að
banka upp á hjá Patta [þegar ég
kem heim],“ sagði hann í léttum
dúr.
Ólafur hefur ekki menntað sig í
handboltaþjálfarafræðum og tal-
aði um að hann gæti notað þetta
tækifæri til að afsanna það sem
hann kallaði „tröllatrú Íslendinga
á prófgráðum“. Hann viðurkennir
samt fúslega reynsluleysi sitt, þó
svo að hann hafi skýrar hugmynd-
ir um hvað hann ætli sér að gera.
„Ég hef ekki hugmynd um hvort
ég sé góður þjálfari eða ekki. Vals-
arar eru samt tilbúnir að taka þá
áhættu að fá mann inn sem hefur
aldrei þjálfað áður. En það er ekki
tryggt að maður sé góður kenn-
ari, þó svo að maður hafi sjálfur
verið góður nemandi. En ég er
viljugur að læra og vona að liðið
þrauki með mér í allri þeirri vit-
leysu sem ég á eftir að bomba á
þá. Þetta verður eintómt „experi-
ment“,“ sagði landsliðsfyrirliðinn
fyrrverandi.
Vona að leikmenn skemmti sér
„Ég veit alveg hvað ég er að fara
að gera. Ég vona bara að leikmenn
skemmti sér á meðan,“ sagði Ólaf-
ur sem lýsti einnig ánægju sinni
með að vera kominn aftur í sitt
gamla félag.
„Ég hef verið með samvisku-
bit yfir því að hafa verið í burtu
og er að koma til Íslands til að
hjálpa þeim sem ég hef verið frá.
Ég tel mig svo vera með eitthvað í
hausnum sem verður að komast út.
Margir munu vonandi hafa gott af
því, og ég líka sjálfur,“ sagði Ólaf-
ur.
Hann ætlar sér óhefðbundnar
leiðir í þjálfuninni og setur ekki
fyrir sig að blanda saman æfing-
um mismunandi aldursflokka.
„Þetta verður allt saman eitt batt-
erí. Æfingarnar mínar munu miða
við að strákur úr fjórða flokki geti
verið með á meistaraflokksæf-
ingu. Annars vil ég hafa sem fæst
orð um hvernig þetta verður. Vilj-
inn til að vinna er góður, en vilj-
inn til að undirbúa er mikilvægari.
Þetta snýst um að vakna á hverjum
degi og hafa sem minnst bil á milli
þess sem maður stefnir að og þess
sem maður gerir. Ef það tekst, þá
gerast góðir hlutir,“ sagði Ólafur.
„Fyrst og fremst er ég fáránlega
glaður með að vera á heimleið. Og
það verður hverjum frjálst að kíkja
í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á
könnunni.“ eirikur@frettabladid.is
Vona að liðið þrauki með mér
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals. Hann tekur við starfi nu næsta sumar af Patreki Jóhannes-
syni, sem mun þá skipta yfi r í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf.
Í ANNARRI HEIMSÁLFU Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson
var í gær ráðinn þjálfari Hauka
og mun hann taka við starfinu í
sumar. Hann tók við Val síðastlið-
ið sumar og mun klára tímabilið
að Hlíðarenda.
„Ég mun klára mitt starf hjá
Val eins og atvinnumaður,“ sagði
Patrekur á blaðamannafundi á
Ásvöllum í gær. „Þetta trufl-
ar mig ekki neitt. Ég hef komið
hreint og beint fram við Val frá
upphafi,“ bætti hann við en Pat-
rekur tilkynnti forráðamönnum
Vals um miðjan desember að
hann vildi hætta eftir tímabilið.
Þá fóru hjólin að snúast varðandi
starfið hjá Haukum. Hann tekur
við því af Aroni Kristjánssyni
sem mun einbeita sér að lands-
liðsþjálfarastarfinu frá og með
sumrinu.
Patrekur segir að ekki hafi
verið staðið við loforð sem voru
gefin hjá Val. „Ég lenti í því sama
og Júlíus Jónasson [sem hætti hjá
Val í desember 2010] – leikmenn
fóru rétt fyrir tímabilið og svo
var lofað leikmönnum sem komu
ekki,“ sagði Patrekur.
Haukar og Valur eiga eftir að
mætast minnst einu sinni í viðbót
í deildinni en hlutskipti liðanna
hafa verið ólík hingað til. Hauk-
ar eru langefstir með 23 stig en
Valur situr á botni deildarinnar
með sjö stig úr tólf leikjum. - esá
Ekki staðið við
loforð hjá Val
PATREKUR Tekur við þjálfun Hauka í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Kári Kristján Kristjánsson mun ekki framlengja
samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar, en
hann rennur út í sumar. Félagið tilkynnti í gær að
það hefði samið við línumanninn Sebastian Weber
til þriggja ára en hann er uppalinn hjá félaginu.
Kári Kristján hefur verið í sigtinu hjá danska
liðinu Bjerringbro/Silkeborg að undanförnu,
meðal annars er hann lék með íslenska lands-
liðinu á HM á Spáni. Hann stóð sig vel og var
meðal bestu manna Íslands á mótinu.
Kári mun þó klára tímabilið í Þýskalandi
en Wetzlar er í níunda sæti deildarinnar
þrátt fyrir góða byrjun á tímabilinu í
haust. Hann er 28 ára gamall og kom
til Wetzlar árið 2010, eftir eitt tímabil í
svissnesku deildinni. - esá
Kári Kristján fer frá Wetzlar
FÓTBOLTI Aron Jóhannsson skrifaði
í gær undir fjögurra og hálfs árs
samning við hollenska úrvalsdeildar-
félagið AZ Alkmaar. Kaupverðið er
óuppgefið en líklegt er að það sé á
bilinu 250-300 milljónir, miðað við
fréttaflutning í Danmörku.
Aron var seldur frá Fjölni til
AGF árið 2010 en þá var samið
um að íslenska liðið fengi ákveð-
inn hluta, tæplega 20 prósent, af
söluverði hans yrði hann seldur frá
danska félaginu. Kristján Einarsson,
formaður knattspyrnudeildar Fjölnis,
staðfesti við Fréttablaðið í gær að sú
upphæð væri á bilinu 35-38 milljónir
króna. Einar segir að Fjölnismenn séu
ánægðir með búbótina en þó fyrst og
fremst stoltir af sínum manni.
„Fyrir utan peningaumræðuna
þá erum við í Fjölni fyrst og fremst
rosalega stolt af stráknum. Hann
hefur lagt gríðarlega mikið á sig
síðan hann fór út og það er fyrst
og fremst hann sem býr til þennan
pening fyrir okkur,“ sagði Einar.
Aron sagði sjálfur að félög í efstu
deild á Spáni og Englandi hefðu haft
áhuga, en hann hefði kosið að fara
frekar til Hollands. „Mér fannst Hol-
land vera rétta skrefið fyrir mig og
AZ fullkomið félag til að hjálpa mér
til að komast lengra. Það þýðir ekkert
að taka of stór skref til að byrja
með,“ sagði Aron á Boltanum á X-inu
í gær en þess má geta að hann gerði
nýjan langtímasamning við AGF í
haust, sem jók væntanlega verðgildi
hans til muna.
Aron er fæddur í Bandaríkjunum
og er með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Hann hefur spilað með yngri lands-
liðum Íslands en getur enn gefið kost
á sér í bæði íslenska og bandaríska
A-landsliðið. „Það á eftir að koma
í ljós hvað verður í þeim málum.
Það mun skýrast fyrir næstu leiki í
undankeppni HM,“ sagði Aron. - esá
Fjölnir fær 35-38 milljónir vegna sölu Arons til AZ Alkmaar