Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3 Mig langaði til að sameina áhuga minn á „hinum ódauðlegu“ og Íslandi,“ segir Þjóðverjinn Monika Jaedig, en hún er að leggja loka- hönd á sína fyrstu skáldsögu, Silbernes Band, sem fjallar um íslenska vampíru. Bókin kemur út á þýsku í lok mars á Neobooks.com. Monika féll fyrir Ís- landi eftir að hún heimsótti landið fyrir nokkrum árum og skráði sig í framhald- inu á íslenskunámskeið. Hún segist alltaf hafa verið heilluð af vampírum og segir að hugmyndin að bókinni hafi kviknað fljótlega eftir fyrstu Íslandsheimsóknina. En þó dimmur ís- lenskur vetur gæti talist ákjósanlegt um- hverfi fyrir vampírur þá sest sólin ekki á sumrin. Hvernig fer það með ljósfælnar blóðsugurnar? „Ísland er reyndar ekki ákjósanlegur staður fyrir vampírur,“ viðurkennir Monika hlæjandi. „Hér eru eldspúandi fjöll, allt of fáar manneskjur til að sjúga úr blóð og nánast engir skógar til að fela sig í undan sólarljósinu. Þá er Ís- land langt frá öðrum löndum. En sólar- ljósið drepur reyndar ekki vampírurnar í sögunni minni heldur dregur úr þeim mátt. Þær geta klætt af sér birtuna. Söguhetjan mín ferðast einnig til Noregs og Þýskalands á sumrin, þar sem hún getur falið sig í dimmum skógunum.“ Monika las sér til um íslenska drauga og forynjur við vinnslu bókarinnar og fann þar ýmislegt sem hún gat nýtt sér við skrifin. „Íslenskar fornsögur og draugasögur heilluðu mig upp úr skónum. Í Íslend- ingasögunum eru margar yfirnáttúru- legar verur, eins og Kveld-Úlfur, völvur og berserkir og ég tengi til dæmis eina söguhetjuna við Kveld-Úlf. Þá finnst mér frábært hve sögurnar eru Íslendingum mikilvægar enn í dag. Ég er ekki viss um að Svisslendingar tali jafn mikið um Wilhelm Tell og Íslendingar tala um Njál og Gunnar, Gretti og Egil,“ segir Monika. En hvað gerist í sögunni hennar? „Þetta er fyrst og fremst rómantísk ástarsaga en auðvitað rennur smá blóð og hálsar eru ristir. Aðalsöguhetjan, Heiðar Kristínarson, er blendingur, al- inn upp af dauðlegri móður sinni og átti erfitt í æsku. Blóðþorstinn og eirðar- leysið ágerist og 12 ára fær hann að vita að faðir hans er vampíra. Hann lærir að hemja hvatir sínar og vinnur sem kenn- ari í Fjölbraut í Breiðholti, er hress og aðlaðandi gaur, hálfgerður kvennabósi. Vampíran í honum vaknar þegar hann hittir Rúnu, konuna sem hann þráir, og þegar hann hittir föður sinn, hinn írska Fionn, upphefjast átakatímar í lífi hans,“ útskýrir Monika en fæst svo ekki til að segja meir. Hún er þó þegar búin að skrifa þrjár framhaldssögur af Silb- ernes Band og því ekki annað hægt en að spyrja hana hvað heilli hana svo við vampírur. „Ódauðleikinn heillar mig, valdið og skörp skilningarvit þeirra. Vampírur eru eins og ofurrándýr, hafa lifað að eilífu og fylgst með þróun mannkyns. Svo eru þær auðvitað alltaf gullfallegar og því fullkomnar í rómantískar fantasíur,“ segir Monika sposk. Silbernes Band verður fáanleg á Amazon, iBookstore og í þýskum vef- bókabúðum svo sem Thalia og Weltbild. Kápa bókarinnar verður myndskreytt af íslenskum hönnuði, Fanneyju Sizemore. ■ heida@365.is VAMPÍRUR Í BREIÐHOLTINU ÞÝSK SKÁLDSAGA Monika Jaedig heillaðist af Íslandi eftir heimsókn til landsins og fór að læra íslensku. Hún skrifar nú skáldsögu um vampírur í Breiðholtinu sem kemur út á rafbók í lok mars. ÍSLENSKAR BLÓÐ- SUGUR Monika Jaedig er að leggja lokahönd á fyrstu skáldsögu sína en hún fjallar um blóð- þyrstan framhaldsskóla- kennara í Breiðholtinu. MYND/GVA Éljagangur vetrar- og útivistarhátíð verður haldin á Akureyri dagana 14. til 17. febrúar 2013. Markmið hátíðarinnar er að kynna fjölbreytni í vetrarútivist fyrir íbúum bæjarins og ferðafólki. Ferðaþjónustuaðilar og áhugafélög á svæðinu standa fyrir sérstökum ferðum og viðburðum af ýmsum toga, sleðaspyrnu, snjóbrettakeppni og -sýn- ingu, íscrosskeppni, vélsleðaferðum og snjótroðaraferðum, dorgveiði, fjall- gönguferðum og skíðanámskeiðum. Í fyrsta sinn verður boðið upp á ferðir með þyrlu í útsýnisflug eða með skíðin upp á fjallstopp. Ógleymanleg upp- lifun! Stærstu viðburðir helgarinnar eru án efa flóðlýst snjóbrettasýning á Ráðhús- torgi seinnipartinn á föstudag og DC- brettakeppni og -session í Hlíðarfjalli, skipulögð af brettadeild Skíðafélags Akureyrar. Fyrir fjölskylduna er Vasa-ljósa- gangan í Hlíðarfjalli á fimmtudagskvöld ómissandi viðburður en þar sjá skíða- menn sjálfir um að lýsa upp brautina og verðlaun verða veitt fyrir frumleg- asta ljósabúnaðinn. Þetta er hátíð þar sem reynt er að höfða til sem flestra sem leggja stund á útivist. Hátíðinni fylgir snjókarlinn Frosti sem kemur sér fyrir á Ráðhústorgi auk þess sem þar verður búin til aðstaða fyrir ungt brettaáhugafólk. FJÖLBREYTT VETRARHÁTÍÐ Á AKUREYRI ÚTIVIST Margt verður um að vera á vetrarhá- tíðinni á Akureyri um miðjan febrúar. MYND/ÞÓRIR TRYGGVASON Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferðaáæ tlun FÍ 2 013 er komi n út Námskeið í vetrarfjallamennsku 9. febrúar Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjalla- mennsku laugardaginn 9. febrúar nk. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði vetrar- fjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur. Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum 19., 21. og 26. febrúar Tími: Kl.18-22 í sal FÍ, Mörkinni 6. Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum. Verklegt námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð aðal- áhersla á raunhæf verkefni og fræðslu og frásagnir af slysum á Íslandi og þannig reynt að æfa viðbrögð við óhöppum. Námskeiðið endar á verklegri útiæfingu þar sem björgunarfólkið þarf að fást við slasaða sjúklinga. Ferðafélag Íslands Skráning á námskeiðin eru í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Námskeið í febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.