Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 6
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 PI PA R\ TB W A W A TB W A R\ T PI PA SÍ A SÍ A S 1 22 73 9 73 9 12 2 Skeifunni 11B Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is promennt.is Námskeið sérstaklega ætlað 60 ára og eldri sem litla sem enga tölvukunnáttu hafa. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra og reyndra kennara. Tölvugrunnur, internetið og tölvupóstur. Hefst: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undir- stöðu. Byrjað er á upprifjun tölvugrunns áður en haldið er lengra í ritvinnslu. Frekari æfingar í notkun internets (t.d. Facebook o.fl.) og í allri meðferð tölvupósts. Hefst: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilistölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar í tölvupósti. Hefst: Kennt: (fjögur skipti) frá Verð: (Kennsluhefti á íslensku innifalið) 1. Hvað heitir aðallögfræðingur Ís- lands í Icesave-málinu? 2. Hvaða lið hefur keypt knattspyrnu- kappann Alfreð Jóhannsson? 3. Hvað hét verslun Júlíusar Þorbergs- sonar á Rauðarárstíg? SVÖR 1. Tim Ward 2. AZ Alkmaar 3. Draumurinn. FJARSKIPTI Vodafone mun fljótlega geta boðið upp á sjónvarpsútsendingar um ljósnet Símans, í samræmi við úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í desember. Ljósnetið, sem Síminn hyggst leggja til 53 þéttbýlis- staða á landinu til viðbótar á þessu ári, hefur hingað til verið boðið öðrum netþjónustufyrirtækjum í heild- sölu. Vodafone kvartaði hins vegar til PFS yfir því að fá ekki aðgang að kerfinu til sjónvarpsútsendinga. Niðurstaða PFS var að Síminn skyldi veita Vodafone aðganginn, og að verð og kostnaðaráætlun fyrir slík- an aðgang skyldi vera tilbúið af hálfu Símans fyrir 1. febrúar. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að Síminn muni verða við því í tíma. Að því loknu, og að því gefnu að Vodafone muni greiða fyrir slíkan aðgang, munu líkast til líða nokkr- ir mánuðir áður en Vodafone getur hafið sjónvarps- útsendingar um ljósnet Símans. - sh Síminn þarf að leyfa Vodafone að senda út sjónvarp um ljósnet sitt: Vodafone fær fljótlega aðgang HLÝÐIR PFS Sævar Freyr Þráinsson segir að verð og kostnaðar áætlun verði til reiðu fyrir 1. febrúar. BANDARÍKIN, AP Öldungadeildar- þingmaðurinn John Kerry mætti engri mótstöðu í utanríkismála- nefnd deildarinnar í gær þegar hún samþykkti einróma að hann yrði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Búist var við því að síðar í gær myndi öldungadeildin leggja blessun sína yfir að hann taki við af Hillary Clinton, sem hefur verið utanríkisráðherra frá því Barack Obama tók við embætti forseta fyrir fjórum árum. Oba ma er að gera fleiri mannabreyt- ingar í stjórn si n n i þessa dagana, þegar seinna kjör- tímabil hans er nýhafið. Hvorki Chuck H a gel , sem Obama ætlar að gera að varnar- málaráðherra, né John Brennan, sem til stendur að verði yfirmað- ur leyniþjónustunnar CIA, eiga þó von á jafn góðum stuðningi meðal öldungadeildarþingmanna. Báðir hafa sætt töluverðri gagn- rýni meðal repúblikana í deild- inni. Kerry bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2004 en tap- aði fyrir George W. Bush. Kerry sóttist aftur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins árið 2008 en Obama hafði betur, varð forsetaefni flokksins og vann sigur í kosningunum. - gb Öldungadeild Bandaríkjanna greiðir atkvæði um nýjan utanríkisráðherra: Kerry tekur við af Clinton JOHN KERRY LÖGREGLUMÁL Tveir Litháar á fertugsaldri hafa setið í gæslu- varðhaldi frá því í byrjun janúar vegna fjölda innbrota á höfuð- borgarsvæðinu í desember og fram yfir áramót. Þýfi úr nítján innbrotum fannst á dvalarstað mannanna, að því er segir í tilkynningu frá lög- reglu. Málin séu upplýst. Búið var að pakka þjófstolnum skartgripum niður og telur lög- regla að þýfið hafi verið á leið úr landi. - sh Skartgripir á leið úr landi: Í haldi grunaðir um 19 innbrot ATVINNUMÁL Ef áform Laxa fisk- eldis ganga eftir mun framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi í Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði verða ríf- lega tuttugu þúsund tonn á ári. Fyrirtækið hefur þegar starfs- leyfi fyrir sex þúsund tonna fram- leiðslu í Reyðarfirði sem hefja á vorið 2014 en vill bæta tíu þúsund tonnum við. Í Fáskrúðsfirði vill fyrirtækið leyfi fyrir fjögur þús- und tonna ársframleiðslu. „Með auknu eldismagni skapast meira hagræði í rekstri, betri sam- keppnisstaða og traustari grund- völlur fyrir starfsemina. Með tilkomu laxeldis af þessari stærð- argráðu munu stoðir atvinnulífs í Fjarðabyggð styrkjast,“ segir í greinargerð Laxa fiskeldis. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir áliti Fjarðabyggðar á því hvort framkvæmdin eigi að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Sú umsögn er í vinnslu og verður lögð fram á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag í næstu viku. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri segir að þótt menn fagni allri nýrri atvinnustarfsemi þurfi að líta til fleiri þátta. „Við horfum til framtíðarupp- byggingar á hafnarstarfsemi á Reyðarfirði, ekki síst með þjón- ustu við olíuleitarfyrirtæki á Drekasvæðinu í huga. Það er því afar mikilvægt að sjókvíar verði ekki til að teppa siglingaleiðir í firðinum,“ nefnir Páll sem dæmi um þætti sem séu til skoðunar hjá heimamönnum. Í greinargerð Laxa fiskeldis segir um þetta að kvíunum sé val- inn staður „vel utan siglingaleiða“. Landssamband veiðifélaga mót- mælti á sínum tíma þegar sex þúsund tonna starfsleyfið var til umfjöllunar. Haft var eftir Óðni Sigþórssyni, formanni sambands- ins, í ríkisútvarpinu í nóvember 2011 að eiga mætti von á því að einn lax úr hverju tonni myndi sleppa úr sjókvíunum. Þannig myndu sex þúsund laxar sleppa árlega og leita upp í ár til hrygn- ingar. Um væri að ræða norskætt- aðan lax og menn óttuðust áhrif hans á íslenska laxastofna. Laxar efh. telja hins vegar ekki hættu á ferðum að þessu leyti. „Reynslan sýnir að í fullkomn- ustu kvíunum, sem eru sömu gerðar og Laxar ehf. munu nota, hefur enginn lax sloppið út,“ segir í greinargerð fyrirtækisins þar sem vísað er til þess að þegar mikið af eldislaxi og hafbeitarlaxi hafi gengið í Elliðaárnar á níunda og tíunda áratugnum hafi engin blöndun við náttúrulega stofninn þar greinst. Þar að auki séu engar laxveiðiár í Reyðarfirði. gar@frettabladid.is Risalaxeldi má ekki hindra olíuleitarskip Laxar fiskeldi ehf. vill bæta tíu þúsund tonnum ofan á starfsleyfi upp á sex þúsund tonna ársframleiðslu af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Heimamenn óttast að fjöldi sjókvía loki á siglingaleiðir vegna þjónustu við olíuleitarfyrirtæki á Drekasvæðinu. Save the Children á Íslandi SJÓKVÍAR Í REYÐARFIRÐI Laxar fiskeldi ehf. áforma að ársframleiðsla af eldislaxi í Reyðarfirði verði sextán þúsund tonn en segja fjörðinn geta borið 35 þúsund tonna framleiðslu. Kvíar verða beggja vegna fjarðarins „vel utan siglingaleiða“, segja for- svarsmenn fyrirtækisins. MYND/LAXAR FISKELDI. Það er því afar mikilvægt að sjókvíar verði ekki til að teppa siglingaleiðir í firðinum.“ Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.