Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20138
Gu f u ne s k i rk jug a rðu r í Grafar vogi í Reykjavík er eini kirkjugarður lands-
ins sem er skipulagður með þeim
hætti að sérstök grafarsvæði eru
þar fyrir ólík trúarbrögð og þá sem
standa utan trúfélaga. Kirkjugarð-
urinn var vígður árið 1980 og segir
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, að á þeim tíma hafi menn
einfaldlega verið með þá heimssýn
að nauðsynlegt væri að bjóða ólík-
um trúarbrögðum ákveðið svæði í
kirkjugarðinum nýja. „Kirkjugarð-
ar eru fyrir alla. Svipuð þróun hafði
áður átt sér stað erlendis auk þess
sem íslenskt samfélag var tekið að
breytast á þeim tíma og orðið fjöl-
breyttara, til dæmis þegar kemur
að trúar brögðum fólks.“
Í dag er Gufuneskirkjugarður
sá eini hérlendis sem býður upp
á slíkt skipulag eins og fyrr segir.
Þórsteinn segir þó að nú liggi
frumvarp fyrir Alþingi sem gerir
ráð fyrir að nýir kirkjugarðar og
jafnvel þeir kirkjugarðar sem bæta
við nýjum grafarsvæðum geri ráð
fyrir þess háttar skipulagi. Hann
segist eiga von á því að það verði
samþykkt á næsta þingi. „Nú eru
til dæmis Akureyri og Hafnarfjörð-
ur að huga að nýjum grafarsvæð-
um. Ef frumvarpið verður sam-
þykkt þarf því að gera ráð fyrir
samskonar svæðum þar.“
Trúfélög nýta aðstöðuna
Víða erlendis tíðkast bæði bland-
aðir kirkjugarðar og sérstakir garð-
ar fyrir ákveðin trúarbrögð. Áður
en Gufuneskirkjugarður var vígð-
ur var fólk af öðrum trúarbrögðum
grafið í kirkjugörðum hér á landi
en þá innan um aðrar grafir. Þór-
steinn segir fylgjendur f lestra
stærri trúarbragða heims vera
grafna í garðinum en eðlilega séu
langflestir kristinnar trúar. „Engu
að síður er gert ráð fyrir þessum
hópum í garðinum. Grafir annarra
trúarbragða lúta líka sumar öðrum
lögmálum en í kristinni trú. Þann-
ig liggja til dæmis grafir múslíma
öðruvísi en hjá kristnu fólki og lúta
þannig ekki sama skipulagi. Því er
gott að hafa sérsvæði fyrir slíkar
grafir og það vilja þessir hópar líka
sjálfir.“
Þórsteinn segir önnur trú-
félög en kristin nota athafnarým-
in í Fossvoginum en þar er bæði
kirkja, kapella og bænahús. „Foss-
vogskirkja er ekki sóknarkirkja
og tilheyrir því engum sérstökum
trúarsöfnuði. Þannig geta önnur
trúfélög nýtt sér aðstöðuna hér.
Í tilfelli múslíma er Biblían bara
tekin af altarinu og Kóraninn sett-
ur í staðinn. Ef athöfnin tengist
búddatrú koma þeir inn með sína
siði innan ákveðins ramma og svo
framvegis.“
Ekki stúkað af
Hin mismunandi svæði í Gufunes-
kirkjugarði eru ekki stúkuð sér-
staklega af og var það gert viljandi
að sögn Þórsteins. „Þannig vildum
við hafa þetta í stað þess að ramma
trúfélögin inn. Starfsmenn kirkju-
garðsins þekkja auðvitað svæðin
og félagar viðkomandi trúfélags. Í
dag hlaupa þessar grafir á nokkr-
um tugum, sjálfsagt nálgast þær
hundrað grafir.“
Fyrirkomulagið í Gufuneskirkju-
garði hefur ekki valdið neinum deil-
um eða óánægju, að sögn Þórsteins,
heldur þvert á móti. „Ég er búinn að
starfa hér í átján ár og aldrei hafa
nein mál komið inn á borð til mín.
Þvert á móti hef ég bara upplifað
mikið þakklæti frá aðstandendum
og trúarhópum.“
Ólík trúarbrögð í sátt og samlyndi
Fylgjendur ólíkra trúarbragða eru jarðsettir í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Kirkjugarðurinn er sá eini sinnar tegundar hérlendis.
„Grafir annarra trúarbragða lúta líka sumar öðrum lögmálum en í kristinni trú,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma. MYND/GVA
Útför er kveðjuathöfn samfélagsins. Þá sýnir fólk hinum látna þakk-
læti sitt og virðingu og aðstandendum samúð.
Útför getur verið tvenns konar: Annars vegar greftrun eða jarðar-
för. Þá er kistan borin til grafar og jarðsett í kirkjugarði eða óvígðum
reit að lokinni útfararathöfn. Hins vegar bálför. Þá er kistan brennd
að lokinni útfararathöfn og aska hins látna sett í duftker sem ýmist er
jarðsett í duftreit eða ofan á leiði.
Útför getur ekki farið fram nema staðfesting sýslumanns á viðtöku
dánarvottorðs liggi fyrir. Þegar útför fer fram í kyrrþey eru aðeins
nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Ekki er þá tilkynnt um
andlát fyrr en að lokinni útför.
Útfarir á vegum þjóðkirkjunnar fara fram í samræmi við helgisiða-
bók og handbók íslensku kirkjunnar. Útfarir í þéttbýli og strjálbýli
eru í grundvallaratriðum með svipuðu sniði, í samræmi við hefð-
ir. Hefðbundin útför kristins manns gæti samkvæmt Handbók kirkj-
unnar farið fram sem hér segir:
■ Forspil, leikið á orgel og/eða önnur hljóðfæri.
■ Bæn.
■ Sálmur.
■ Ritningarlestur.
■ Sálmur eða tónlistarflutningur.
■ Guðspjall.
■ Sálmur eða tónlistarflutningur.
■ Minningarorð.
■ Sálmur, einsöngur, einleikur eða upplestur.
■ Bænir.
■ Faðir vor.
■ Sálmur eða tónlistarflutningur.
■ Moldun – fer ýmist fram í kirkju eða kirkjugarði.
■ Sé moldað í kirkju fylgir sálmur og síðan blessun.
■ Verði moldað í kirkjugarði fylgir aðeins blessun.
■ Eftirspil og útganga.
Þegar um útfarir þeirra sem tilheyra öðrum trúfélögum er að ræða
gilda siðir og venjur viðkomandi trúfélags.
Borgaraleg útför fer fram án þátttöku prests eða annars fulltrúa
kirkjunnar.
Ef hinn látni tilheyrði ekki neinu trúfélagi er það aðstandenda að
ákveða hvernig athöfn er háttað.
Kveðjuathöfn samfélagsins
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38
105 Reykjavík
Sími : 514 8019
E-mai l : er f idr ykkjur@grand. is
Samvera í nota legu umhverf i
Á Grand Hótel Reykjavík færðu faglega
og persónulega þjónustu.
. Fjölbreytilegt úrval sala sem henta vel til erfidrykkju
. Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 400 manna erfidrykkjur
. Veitingar eru allar búnar til á staðnum,
ávallt úr fersku og hágæða hráefni
. Dekkuð borð með rósum og kertum
. Sérstakt borð til heiðurs hinum látna með gestabók,
ljósmynd, blómum og kertum
. Fagleg þjónusta og hlýlegt viðmót
. Frábært aðgengi að hótelinu ásamt nægum bílastæðum
Hlýlegt og gott viðmót á Grand
ERFIDRYKKJUR