Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Útfarir30. JANÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR 3
„Fyrstu mánuðirnir fara vel af stað,“ segir
Málfríður Hildur Bjarnadóttir en hún tók við
versluninni Blómasmiðjunni í Grímsbæ í
október síðastliðnum ásamt fjölskyldu sinni.
„Pabbi sér um ferskvöruna, útfararskreyt-
ingar og ýmislegt fleira af sinni stöku snilld.
Hann þekkir bransann vel en hann stofnaði
Blómaval á sínum tíma ásamt mömmu, bróð-
ur sínum og konunni hans. Hann segir lítið
hafa breyst. Fólk sækist eftir því sama og fyrir
40 árum. Mamma sér um uppgjör og slíkt en
hefur líka gert kransa og fleira, enda mikil
listakona sjálf,“ útskýrir Málfríður og segir
forréttindi að fá að vinna svo náið með for-
eldrum sínum.
„Ég er kennari að mennt en hef sinnt
ýmsum störfum með námi og eftir að því lauk.
Það má segja að ég hafi alist upp í Blómaval.
Pabbi var líka mjög hissa þegar hann komst
að því nú í haust að hann þurfti voða lítið að
kenna mér. Það verklega hafði síast inn í upp-
eldinu og gleymist ekki,“ segir Málfríður bros-
andi.
Hún segir fjölskylduna leggja áherslu á
góða og persónulega þjónustu. „Við viljum
gera góða þjónustu að sérstöðu búðarinn-
ar og bjóðum alla velkomna til okkar. Stór
liður í þjónustunni er vegna útfara og vilj-
um við veita hana í samráði við aðstandendur
og gerum allt sem við mögulega getum til að
koma til móts við óskir hvers og eins.“
Blómasmiðjan er til húsa í verslunarmið-
stöðinni Grímsbæ við Efstaland 26. Aðkoma
að miðstöðinni er góð og næg bílastæði.
Nýir eigendur Blómasmiðjunnar
Blómasmiðjan hefur á tuttugu ára ferli lagt áherslu á vandaða og faglega þjónustu vegna útfara. Með nýjum eigendum verður þar
engin breyting á.
Feðginin Málfríður Hildur Bjarnadóttir og Bjarni Finnsson tóku við Blómasmiðjunni í haust. „Við viljum gera
góða þjónustu að sérstöðu búðarinnar.“ MYND/STEFÁN
Jarðarfarir og bálfarir eru kveðjuathöfn samfélagsins og um leið tækifæri ættingja
og vina til að votta hinum látna
virðingu sína. Íslendingar hafa
löngum lagt mikla rækt við virðu-
leika í útförum enda eiga allir rétt
á legstað í kirkjugarði, óháð trú-
félagi. Útfararstofa Svafars og
Hermanns var stofnuð á síðasta
ári en á bak við hana standa engir
nýgræðingar. Svafar Magnússon
hefur starfað við útfararþjónustu
í Reykjavík í 17 ár og Hermann
Jónasson í 30 ár, bæði í Reykja-
vík og á Siglufirði. Þeir segja báðir
að persónuleg þjónusta sé aðal-
atriðið þegar kemur að skipu-
lagi útfara. „Stofan er mjög fag-
mannleg og persónuleg og erum
við til þjónustu reiðubúnir hve-
nær sólarhringsins sem er. Við
leggjum aðaláherslu á persónu-
lega og einstaklingsmiðaða þjón-
ustu í öllu ferlinu, frá andláti að
hinstu kveðjustund. Það skiptir
miklu máli í þessari grein að bera
virðingu fyrir bæði látnum og lif-
andi. Við reynum ávallt að verða
við öllum óskum, jafnt hins látna
sem aðstandenda.“
Huga þarf að ýmsu
Svafar og Hermann segja að huga
þurfi að mörgum þáttum í kjöl-
far andláts ástvinar. „Við sjáum í
raun um allt ferlið frá andláti. Þá
sækjum við viðkomandi einstak-
ling, hvort sem það er á elliheimili,
spítala eða á heimili. Við aðstoð-
um ættingja við val á kistu og frá-
gang ýmissa skjala, til dæmis að
sækja dánarvottorð og koma því til
sýslumanns. Einnig þarf að huga
að blómaskreytingum, krossin-
um á leiðið, sálmaskránni og tón-
listarflutningi við kistulagningu
og jarðarför. Við þetta bætast svo
oft ýmsir þættir enda geta útfarir
verið mjög mismunandi eftir fjöl-
skyldum.“
Útfararstofa Svafars og Her-
manns er með mikið úrval af
vönduðum kistum og duftkerum.
Kisturnar eru mjög fallegar og
mikið bólstraðar að innan. Meðal
nýjunga er að þær eru bólstraðar
inni í lokinu sem gefur þeim hlý-
legt yfirbragð. Svafar segir hvítar
kistur enn langvinsælastar en þó
séu alltaf einhverjir sem vilja við-
arlitinn. Meðal nýjunga sem stof-
an býður upp á eru hvítar háglans-
andi kistur.
Fundað með aðstandendum
Það hefur færst í vöxt að kistulagn-
ing sé sama dag og útförin fer fram
þótt enn sé algengt að dagur eða
dagar líði á milli kistulagningar
og jarðarfarar. „Annaðhvort er um
að ræða hefðbundna jarðarför eða
bálför. Bálfarir hafa verið að færast
í aukana, sérstaklega á suðvestur-
horni landsins þar sem þar er eina
bálstofa landsins staðsett.“
Verð útfara er mjög mismun-
andi og fer það eftir því hversu
mikið er lagt í umgjörðina, segir
Hermann. „Við leggjum þess vegna
mikla áherslu á persónulega þjón-
ustu og reynum alltaf að funda
með aðstandendum, í heimahúsi
eða á skrifstofu okkar í Síðumúl-
anum. Það skiptir eðlilega miklu
máli að allt sé á hreinu þegar útför
er skipulögð. Bæði á það við um
verkaskiptingu milli okkar og að-
standenda svo ekkert gleymist og
ekki síður upp á kostnað að gera,
svo ekkert komi nú að óvörum
eftir á.“ Útfararstofa Svafars og
Hermanns þjónustar allt landið
en mest þó í Reykjavík, Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ
og Seltjarnarnesi. Nánari upplýs-
ingar má finna á www.kvedja.is.
Virðing fyrir látnum og lifandi
Útfararstofa Svafars og Hermanns er ung útfararstofa byggð á gömlum grunni. Stofan leggur megináherslu á persónulega og
einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem virðing, reynsla og góð þjónusta er í fyrirrúmi.
„Stofan er mjög fagmannleg og persónuleg og erum við til þjónustu reiðubúnir hvenær sólarhringsins sem er,“ segja Svafar Magnús-
son og Hermann Jónasson hjá Útfararstofu Svafars og Hermanns. MYND/GVA
KISTUSKREYTINGAR
KRANSAR
KROSSAR
BLÓMASKREYTINGAR
SAMÚÐARVENDIR
KERTASKREYTINGAR