Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 46
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34
„Við bjóðum bara upp á ferskan og hollan mat og eng-
inn þarf að óska eftir yfirdráttarheimild til að geta
borðað hjá okkur,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson
sem ásamt Jóni Gunnari Geirdal opnar nýjan stað að
Suðurlandsbraut 4 í mars.
Staðurinn ber heitið Lemon og verður samblanda af
stöðunum Joe & the Juice, sem er geysivinsæll í Dan-
mörku, og Pret A Manger, sem er stærsti skyndibita-
sali í Bretlandi. „Við verðum með grillaðar sælkera-
samlokur, safaríka hollustudjúsa, hafragrauta, salöt,
skyr-smoothies og fleira og ætlum að búa til sama
andrúmsloft og er á þessum stöðum þar sem fólki
líður svo vel að það gleymir stund og stað,“ segir Jón
Arnar. „Við verðum með alls kyns nýja strauma og
blöndum saman framandi hráefnum sem eiga eftir að
trylla bragðlaukana,“ bætir hann við.
DJ Margeir sér um tónlist staðarins og parið Hálf-
dán Pedersen og Sara Jónsdóttir sér um hönnun
hans, en þau hönnuðu meðal annars Geysisbúðirn-
ar og KEX Hostel. „Það er svo undir mér komið að
maturinn standi undir væntingum,“ segir Jón Arnar
og hlær. Spurður hvort afgreiðslan verði full af vel
útlítandi og daðrandi strákum eins og þekkist á Joe &
the Juice segir Jón Arnar það vera hluta af þemanu.
„Við verðum auðvitað með stelpur í vinnu líka, til að
hjálpa okkur að láta þetta ganga upp, en stefnum á
að vera með afgreiðsluna fulla af flottum strákum,“
segir hann. - trs
Daðrandi töff arar í afgreiðslunni
Heilsustaðurinn Lemon verður opnaður í mars á Suðurlandsbraut. Hann á að
fyrirmynd staðina Joe & the Juice í Danmörku og Pret A Manger í Bretlandi.
NÝIR STRAUMAR Jón Gunnar og Jón Arnar eru mennirnir á
bak við Lemon, þar sem hollustan verður í fyrirrúmi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Maður á aldrei von á að lenda í
einhverju svona. Mér varð nátt-
úrulega brugðið og það var mjög
óþægilegt að lenda í þessu,“
segir grínistinn Daníel Geir
Moritz.
Brotist var inn í rauða Mazda-
bifreið hans fyrir utan Útvarps-
húsið aðfaranótt sunnudags og
stolið þaðan tveimur kössum. Í
þeim var gestabók úr ferming-
arveislunni hans, útskriftargjöf
frá afa hans og ömmu, verð-
launapeningar úr æsku, minn-
ingarbók sem var skrifað í eftir
fæðingu hans og fleira. „Ég
var fyrir austan, í Neskaupstað
þar sem ég er fæddur og uppal-
inn, um jólin. Ég var að fara
yfir gamalt dót með pabba því
það var kominn tími á að finna
annan stað fyrir það. Þarna er
ekkert sem nýtist þjófnum eða
þjófunum en þetta hefur mikið
gildi fyrir mig,“ segir Daníel
Geir, sem var kjörinn fyndnasti
maður Íslands árið 2011.
Hann setti stöðu á Facebook
í fyrradag sem hann hvatti fólk
til að deila. Þar biðlaði hann til
þjófsins eða þjófanna að skila
mununum. „Viðbrögðin urðu
mögnuð. Það var rosalega margt
fólk sem tók við sér á mínum
vinalista og líka fullt af fólki
sem ég þekki ekki neitt. Það er
gaman að sjá svona stuðning og
þetta gefur manni von um að
þetta komist til skila.“
Þeir sem geta aðstoðað Daníel
Geir við að fá persónulega muni
sína aftur geta sent honum póst
á Danielgeirmoritz@gmail.com
eða hringt í síma 868-5460.
- fb
Fermingargestabókinni stolið
Persónulegum munum var stolið úr bíl grínistans Daníels Geirs Moritz.
HJÁ BÍLNUM Daníel Geir Moritz hjá
Mazda-bifreið sinni sem brotist var inn í
um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þessa dagana hef ég lítinn tíma
fyrir sjónvarpsáhorf, en þess utan er
Homeland númer eitt hjá mér. Svo
horfi ég alltaf á Project Runway.“
Guðrún Guðjónsdóttir, fatahönnuður hjá
Hugin Munin.
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
Guðmundur Jörundsson fata-
hönnuður hefur fært út kvíarn-
ar og sýnir fyrstu dömulínu sína
á Reykjavík Fashion Festival í
mars. Guðmundur hefur áður getið
sér gott orð fyrir herralínur sínar
en hann hannar bæði undir eigin
nafni og fyrir Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar.
Samkvæmt Guðmundi verður
dömulínan gæjaleg og mikið lagt
upp úr sníðagerðinni. „Við erum
nýbyrjuð í sniða- og munsturgerð.
Litapallettan verður einföld og
sniðin gæjaleg. Hingað til hef ég
einbeitt mér alfarið að herrafatn-
aði og þetta er því svolítið nýtt
fyrir mér, en ég er mjög spennt-
ur fyrir þessu,“ segir Guðmundur
sem á merkið JÖR by Guðmundur
Jörundsson ásamt Gunnari Erni
Petersen.
Guðmundur mun áfram hanna
línur fyrir Herrafataverslun Kor-
máks og Skjaldar en segir þær
línur ekki koma jafn ört út og
hans eigin. „Vörurnar þeirra eru
mjög klassískar og koma ekki út
á hverri önn eins og mínar. Það
er vissulega mikið í gangi þessa
stundina, en mér finnst gott að
geta kúplað mig úr herralínun-
um með dömulínunni og öfugt,“
útskýrir Guðmundur sem stefnir á
að opna eigin verslun við Laugaveg
89 sömu helgi og RFF stendur yfir.
„Þetta er rúmgott og fínt hús-
næði og er við hliðina á Atmo. Við
Gunnar fengum það afhent um
helgina sem leið og erum nú að
hefjast handa við að pæla, hanna
og innrétta. Til að byrja með verð-
ur aðeins herralína JÖR by Guð-
mundur Jörundsson fáanleg í
versluninni en við ætlum líka að
bjóða upp á ódýrari og klassískari
vörur á borð við jakkaföt, boli og
skyrtur, sem ég mun einnig sjá um
að hanna. Ég er einn í þessu núna,
en vonin er að geta sett saman gott
hönnunarteymi í framtíðinni,“
segir hinn vinnusami hönnuður
að lokum.
sara@frettabladid.is
Hannar á dömurnar
Guðmundur Jörundsson frumsýnir fyrstu dömulínu sína á Reykjavík Fashion
Festival og opnar nýja verslun við Laugaveg meðan hátíðin stendur yfi r.
HANNAR Á DÖMUR Guðmundur Jörundsson hefur getið sér gott orð fyrir
herralínur sínar en frumsýnir sína fyrstu dömulínu á RFF. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stílisti söngvarans Chris Brown óskaði eftir jakkafötum frá herrafatalínu
Kormáks og Skjaldar í haust. Stílistinn var á höttunum eftir
fötum fyrir Brown til að klæðast er hann sótti tískuvikuna í
London. Svo fór að söngvarinn ákvað að vera heldur viðstaddur
MTV-tónlistarhátíðina og því voru jakkafötin send aftur til baka.
Guðmundur segist feginn því að söngvarinn hafi ekki klæðst
hönnun sinni. „Ég hafði mjög blendnar tilfinningar gangvart
þessu því hann er ekki fyrirmyndin sem ég vil að klæðist
fötunum mínum. Ég er því nokkuð feginn að þetta gekk
ekki upp,“ segir Guðmundur og vísar þar til ofbeldisfullrar
fortíðar söngvarans. Brown gekk í skrokk á kærustu sinni,
söngkonunni Rihönnu, árið 2009 og var í kjölfarið dæmdur
í fimm ára skilorðsbundið fangelsi, samfélagsþjónustu og
skikkaður í meðferð við bræði. Þann 14. júní 2012 lentu
Brown og rapparinn Drake í slagsmálum á skemmtistað með
þeim afleiðingum að átta manns slösuðust. Nú á sunnudag
lenti Brown í slagsmálum við söngvarann Frank Ocean.
Feginn að Chris Brown hætti við
Verðdæmi:
1.390
ALLUR FISKUR Í FISKBORÐI
kr
.k
g
.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Opi
ð k
l. 7
-18
.15
Lau
gar
d. 1
0-1
5
Laxaflök marineraður með Lemmon/Butter . . . 1.390
Laxaflök, fersk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Þorskhnakkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Ýsuflök roðlaus/beinlaus . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Löngusteikur marineraðar Indversku karrí . . 1.390
Löngusteikur marineraðar á Gríska vísu . . . . 1.390
Rauðsprettuflök glæný . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Allir fiskréttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
28. jan. - 3. feb.