Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 2
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HEILBRIGÐISMÁL Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karl- ar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Elli- son, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph hefur eftir Ellison, sem einnig er hluti af teymi sem stundar rann- sóknir á taugakerfi mannsins, að ástæða þess að karlar verði veik- ari en konur sé að stöð heilans sem stýrir margvíslegri virkni líkamans, þar á meðal hitastigi, sé öðruvísi í þeim en í konum. Ellison byggir niðurstöðu sína á samantekt margvíslegra nýrra rannsókna á mannsheilanum. Hún birtir niðurstöður sínar í bókinni Getting Your Head Around the Brain, en í henni er áhersla lögð á muninn á milli kynjanna. „Rannsóknir mí na r snúa að því hvern- ig ólíkir hlut- ar heilans hafa samskipti hver v ið a nna n,“ segir Ellison. Kynin segir hún þó byrja ævina jafnfætis hvað umgangspestir varðar, þar sem umrætt svæði heilans (preop- tic-kjarninn) sé jafnstórt í piltum og stúlkum. Við kynþroska verði hins vegar breytingar í undir- stúku heilans vegna testósterón- framleiðslu drengja sem leiði til þess að svæðið stækki. „Þegar fólk fær kvef þá bregst líkaminn við árásinni með hita,“ hefur Telegraph eftir Ellison. „Karlar hafa hins vegar fleiri hitanema þar sem þetta svæði heilans er stærra hjá þeim en í konum. Vegna þessa fá karlar hærri hita og líður verr. Og kvarti þeir undan slæmri líðan sinni er það ef til vill ekki að ástæðu- lausu,“ segir hún. Þórir B. Kolbeinsson, fyrrver- andi formaður Félags íslenskra heimilislækna og yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Hellu, segist ekki hafa áður heyrt af þessum kenningum. Með fyrir- vara um að hafa ekki skoðað nið- urstöður eða frumgögn telur hann þær þó ekki endilega út í bláinn. „Ég leyfi mér bara að vitna í að löngum hefur því verið hald- ið fram, sérstaklega af kvenþjóð- inni, að karlar beri sig lakar og séu kvartsárari þegar þeir veikj- ast,“ segir Þórir, en kveðst til þessa fremur hafa skrifað slíkar kenningar á togstreituna á milli kynjanna. „En kannski er eitthvað annað að koma í ljós.“ olikr@frettabladid.is ÞÓRIR B. KOLBEINSSON KVEINKAR SÉR UNDAN SPRAUTUNNI Kenningar eru uppi um að heilar karla og kvenna nemi og stýri hitabreytingum í líkamanum á ólíkan hátt og því verði karlar veikari en konur þegar þeir fá kvef eða flensu. NORDICPHOTOS/AFP Karlaflensan virðist til eftir allt saman Breskur prófessor í lífeðlisfræði segir karla upplifa einkenni kvefpesta og flensu sterkar en konur. Karlar hafa stundum verið sagðir kvartsárari en konur í veikind- um. Mögulega ekki að ástæðulausu. Ólík virkni heila kynjanna skýrir muninn. DÓMSMÁL Lárus Welding, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, hefur áfrýjað fangelsisdómnum sem hann hlaut í Vafningsmálinu til Hæstaréttar. Lárus var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir, eins og Guðmundur Hjaltason. Guðmundur hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun síns dóms en hefur frest til þess til 4. febrúar. Tvímenningarnir voru dæmd- ir fyrir umboðssvik með því að láta Glitni lána Milestone tíu milljarða í ársbyrjun 2008. - sh Vafningsmálinu ekki lokið: Lárus áfrýjar til Hæstaréttar EFNAHAGSMÁL Alþjóðlegu mats- fyrirtækin Moody‘s og Fitch eru sammála um að sigur Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dóm- stólnum feli í sér mjög góð tíðindi fyrir lánshæfi landsins. Fyrirtækin birtu í gær viðbrögð við dóminum en ekki var þó gerð breyting á láns- hæfiseinkunum ríkissjóðs. Í umfjöllun Moody‘s segir að úrskurður EFTA-dómstólsins eyði mikilli lagalegri og fjárhagslegri óvissu sem íslensk stjórnvöld hafi búið við. Þá kemur þar fram að áhættan á óhagstæðri niðurstöðu í Icesave-deilunni hafi verið einn helsti áhættuþátturinn sem fyrir- tækið hafi litið til við mat sitt á lánshæfi landsins. Í umfjöllun Fitch segir að dóm- urinn sé jákvæður fyrir lánshæfi Íslands þótt gjaldeyrishöftin hafi enn mikil áhrif á lánshæfieinkunn ríkissjóðs. Dómurinn er sagður fjarlægja áhættuþátt sem hefði getað haft umtalsverð neikvæð áhrif á stöðu ríkisfjármála. Þriðja stóra matsfyrirtækið, Standard & Poor‘s, hefur enn ekki birt viðbrögð við dóminum. Banda- ríska fréttaveitan Bloomberg hafði þó eftir sérfræðingi hjá fyrirtæk- inu á mánudag að dómurinn myndi til skemmri tíma ekki valda breyt- ingum á lánshæfismati Íslands. Ísland er sem stendur í lægsta fjárfestingarflokki hjá öllum þrem- ur fyrirtækjunum, með neikvæðar horfur hjá Moody‘s en stöðugar hjá hinum tveimur. Þá lækkaði fimm ára skulda- tryggingarálag Íslands um tvo punkta á mánudag og er nú tæplega 170 stig. Hefur skuldatryggingar- álagið ekki mælst lægra síðan fyrir bankahrun. - mþl Skuldatryggingarálag ríkissjóðs batnaði lítillega í kjölfar Icesave-dómsins á mánudag: Icesave-dómur bætti horfur um lánshæfi Þórir, áttu ekki von á að selja fleiri plötur en þú seldir? „Ef allt fer þá munu fleiri eintök seljast af minni plötu en ég þurfti að selja til að búa hana til.“ Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi 50 til 100 vínylplötur úr safni sínu til að borga útgáfu á nýju plötunni sinni I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright. Þórir fékk reyndar útgáfusamning á lokasprettinum. STJÓRNSÝSLA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Tim Ward og Kristjáni Andra Stefánssyni úr málflutn- ingsteyminu sem flutti Icesave- málið við EFTA-dómstólinn fyrir hönd Íslands. Í tilkynningu segir að þeir hafi meðal annars rætt um niðurstöðu EFTA-dómstólsins, sterkan mál- stað Íslands og afleiðingar fyrir umræður og stefnumótun innan ESB og á vettvangi alþjóðlegs fjár- málasamstarfs. Ólafur Ragnar hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla frá því að niður- staða dómstólsins lá fyrir. - mþl Ekki rætt við fjölmiðla: Forsetinn hitti Tim Ward í gær 170 Fimm ára skuldatryggingar- álag Íslands stendur nú í 170 stigum og hefur ekki mælst lægra síðan fyrir bankahrun. PARÍS, AP Ríkisstjórn François Hollande, forseta Frakklands, hefur kynnt umdeilt frumvarp þess efnis að hjónaband samkynhneigðra verði gert löglegt í landinu. Franska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til frumvarpsins, ekki síst kaþólski meirihlutinn í landinu. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fjöldafundi á götum Parísar á síðustu dögum. Hafa hundruð þúsunda Parísarbúa sótt fundina til að sýna vilja sinn í verki. Umræður um frumvarpið í franska þinginu eiga að taka tvær vikur en stjórn og stjórnarandstaða eiga í viðræðum um framgang frumvarpsins. - mþl Frakkar deila um hjónabönd samkynhneigðra: Þjóðin klofin í afstöðu sinni PARÍS Á SUNNUDAG Stuðningsmenn lögleiðingar hjónabands samkynhneigðra hafa verið áberandi á götum Parísar síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Örbloggsíðan vinsæla Twitter hefur neyðst til þess að ritskoða leitarverkfæri síðunnar síðustu daga eftir að stutt klámmyndbönd urðu skyndilega fyrirferðarmikil á síðunni. Myndböndin má rekja til nýrrar þjónustu sem Twitter kynnti í síðustu viku og nefnist Vine. Vine gerir notendum kleift að taka sex sekúndna löng myndbönd sem birtast síðan í samnefndu appi og auðvelt er að birta líka á Twitter. Á mánudag birti Vine fyrir slysni gróft klám- myndband í hópi myndbanda sem þjónustan mælir sérstaklega með. Í kjölfarið dreifðist myndbandið eins og eldur í sinu um bæði Vine og Twitter sem og fleiri klámmyndbönd sem sami aðili hafði birt á Vine. Fyrir vikið hefur Twitter ritskoðað leitarmögu- leika Vine og Twitter til að sjá til þess að klámið verði ekki á vegi venjulegra notenda nema ein- beittur vilji liggi þar að baki. Það er nefnilega ekki bannað að taka upp klámmyndbönd á Vine en Twitt- er vill forðast að venjulegir notendur eigi sífellt á hættu að sjá þau. Í tilkynningu frá Twitter segir að ekki standi til að ritskoða leitarverkfæri síðunnar til frambúðar. Fyrirtækið ætli sér hins vegar að breyta því hvern- ig notendur nálgist og skoði viðkvæmt efni. - mþl Óvænt vandamál komið upp hjá nýrri myndbandaþjónustu Twitter : Twitter glímir við klámfaraldur TWITTER Twitter kynnti í síðustu viku nýja þjónustu sem nefnist Vine og gerir notendum kleift að dreifa stuttum myndböndum á síðunni. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.