Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. LITIR BLÓMANNA Hvítar rósir tákna sakleysi og hreinleika, hvítar nellikur tákna minn- ingu, bleikar nellikur tákna þakklæti og bleikir túlípanar umhyggju. Hvítar og rauðar rósir saman eru einingartákn og ljós- bleikar rósir geta táknað samúð. Heimild: www.byflugan.is Guðrún ólst upp á þokkalega kirkjuræknu heimili. Afi hennar var prestur svo það kom fyrir að farið var í kirkju. „Ég fór síðar í guðfræði í Háskóla Ís- lands á heimspekilegum forsend- um og ætlaði mér alls ekki að verða prestur. Fljótlega skipti ég þó um skoðun og fannst guðfræðin eitt það skemmtilegasta sem ég hafði fengist við,“ segir Guðrún um upp- haf prestsferilsins. Flutti til Svíþjóðar Guðrún fór til Svíþjóðar í nokkur ár eftir útskrift. „Ég elti ástina þang- að og vígðist inn í sænsku kirkjuna og starfaði þar í fjögur og hálft ár.“ Guðrún man vel eftir fyrstu útför- inni sem hún hafði umsjón með og segir það hafa verið ákveðna eldraun. „Ég var skíthrædd um að gera allt vitlaust en ég fékk góða þjálfun í Svíþjóð og það var annar prestur með mér. Það skipti miklu máli að vita af honum.“ Undirbúningur útfarar Undirbúningur útfara er mjög misjafn og ratar á borð Guðrún- ar eftir mismunandi leiðum. „Al- gengast er að fjölskyldumeðlim- ur biðji um útför. Ég byrja á því að hitta viðkomandi aðila og fara yfir það sem gerst hefur. Það er gott að eyða smá tíma með aðstandendum hins látna áður en útförin sjálf er undirbúin. Stundum er allt slétt og fellt og ekki mjög flókið en stund- um eru hlutirnir flóknari, vanda- samari og viðkvæmari að eiga við. Fólki finnst skipta miklu máli að athöfnin endurspegli persónu og líf hins látna. Þess vegna skiptir máli fyrir prestinn sem talar við jarðarför að gefa sér góðan tíma með ættingjum til að setja sig inn í líf hins látna. Útförin verður oft persónulegri ef ættingjarnir hafa gefið prestinum mikið til að vinna úr.“ Útförin sjálf Kirkjan er með handbók með föstu ritúali sem prestar fylgja í útförum. „Þó er það ansi frjálst og nokkuð svigrúm til að gera hlut- ina öðruvísi. Það er bara gaman og gott ef fólk vill gera eitthvað annað og persónulegt.“ Bréf frá hinum látna Sumir vilja skipuleggja eigin útför áður en þeir deyja. „Ég hef feng- ið afhent bréf frá látnu fólki með ákveðnar óskir um eigin útför. Eins hef ég farið að hitta fólk sem er dauðvona og vill skipuleggja sína eigin jarðaför. Það getur verið hluti af sorgar- og sáttarferli deyjandi manneskju. Bæði getur það verið erfitt en er alltaf mjög gefandi stund.“ Andlátstilkynningar erfiðar Þegar kemur að andlátum og út- förum segir Guðrún það vera erf- iðasta og vandasamasta hluta starfsins. „Oft eru prestar beðn- ir um að koma með lögreglu til að tilkynna andlát. Það er alltaf erfitt að vera boðberi slæmra tíðinda. Ég reyni ávallt að hafa mann- gæskuna og mennskuna að leið- arljósi í öllu sem ég geri og þykj- ast ekki að vera neitt annað en ég er. Með það að leiðarljósi tel ég að mér farnist best að sinna þessum erfiðu verkum.“ Dauðinn er hluti af lífinu Í nútímasamfélagi er búið að flytja margt sem dauðanum fylgir út úr samfélaginu og inn á stofn- anir; sjúkrahús, líkhús, útfarar- stofur og kirkjur taka við hinum látna og svo mætir fólk í jarðar- för. „Dauðinn er jafn sjálfsagð- ur og fæðing og hluti af lífinu. Ég ráðlegg fólki oftar en ekki að taka börn með í jarðarfarir og jafnvel kistulagningar, eftir atvikum. Því meira sem fólk er nálægt og tekur þátt því betra. Með því að gera það verður dauðinn minna ógnvekjandi og eðlilegri part- ur af lífinu. Áður fyrr stóð kistan með hinum látna inni á heimilum fólks svo það hefur mikið breyst síðan þá.“ Aðkoma prests Guðrún Karls Helgudóttir starfar sem prestur í Grafarvogskirkju. Hluti starfsins snýr að andláti og útförum. Allt frá því að tilkynna andlát, styðja aðstandendur í sorginni í að jarðsetja hinn látna. „Það er gott að eyða smá tíma með aðstandendum hins látna til að setja sig inn í líf hans áður en útförin sjálf er undirbúin,“segir Guðrún um undirbúning útfara. MYND/VALLI Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík VEITA HUGGUN OG LÍKN Útfararsálmar losa margir hverjir um sorg og grát og veita syrgjendum huggun og líkn. Allt eins og blómstrið eina eftir Hallgrím Pétursson er algengur útfararsálmur. Hér eru birt fjögur erindi af þrettán. Allt eins og blómstrið eina Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er: grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. --- Ég lifi‘ í Jesú nafni, í Jesú nafni‘ eg dey, þó heilsa‘ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti‘ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Hallgrímur Pétursson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.