Fréttablaðið - 30.01.2013, Side 18

Fréttablaðið - 30.01.2013, Side 18
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18 Hér er lagt til að ríkis- valdið og Alþingi geri lýð- ræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hag- nýtingu netsins og félags- miðla. Meginmarkmið áætl- unarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi fram- kvæmdarvaldsins. Fag- aðilar verði hafðir til ráð- gjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýð- ræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórn- skipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðana- tökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýð- ræðið að opna dagskrá mála í sam- félaginu og opna leið hans að undir- búningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenn- ingur komi í auknum mæli að sam- félagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsan legt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameigin- legra mála leiði til lokaðra stjórn- kerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og sam- ráði milli stjórnvalda og almenn- ings undir hótunum um undir- skriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónar- miðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenn- ing, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýt- ingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætl- unin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðis stofnun, svipað og í nágranna ríkjunum, og bæði gæti þurft skipulags- breytingar og nýja hug- búnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úr- ræðum sem ganga langt í hagnýt- ingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dag- skrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenn- ingur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnu- mótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra − og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarð- anatöku á lægri og hærri stjórn- stigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslu- stofnunar Sþ (UNPAN) um raf- ræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni. Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar Þar sem ég er nýorðin 18 ára, lögráða og byrjuð að borga skatta fór ég að kynna mér fyrir hvað ég borga skatt. Það sem liggur mér helst á brjósti er skattur sem okkur ber að greiða fyrir ríkisút varpið, það er 17.000 krónur árlega á mann, og dagskráin og þjónustan þar af skornum skammti. Útvarpsefni skammtað Nú tala ég sérstaklega fyrir bændur og okkur fólkið sem er búsett langt frá þéttbýli og næstu útvarpssendum. Okkur fólkinu í dreifbýlinu er skammtað útvarps- efni þar sem það er svo lélegt sam- band að RÚV næst ekki, það er því flakkað á milli lang bylgjunnar og RÚV. Oft þegar ég hlusta á út- varpið missir það sambandið og fer á aðra stöð svo að ég get ekki klárað að hlusta á þáttinn sem ég var að hlusta á. Tala nú ekki um það þegar jólamessan næst ekki inn á heimilið, en þannig var það í ár og pabbi hljóp í ofvæni út, kveikti á bílnum og hlustaði á messuna þar. Fyrir tuttugu árum var það forgangsmál á þingi að það kæmi gott sjón- varps- og útvarpssamband um land allt. En í dag er ekki enn þá búið að negla það mál. Tek sem dæmi að á mínu heimili náum við ekki ríkissjónvarpinu nema í gegn- um digital-lykil frá Stöð 2, sem er allt annar handleggur og því meiri skattur ofan á skattinn frá RÚV. Ef við drögum saman það sem ég var að segja þá er þetta nokkurn veginn staðan: ■ Það er ekki almennilegt útvarps- samband. ■ Útvarpsefnið er skammtað, þar sem útvarpið dettur út þá og þegar og flakkar á aðrar stöðvar í gríð og erg til að ná merki. ■ Annar peningur fer í aðra sem sjá til þess að sjónvarpið náist. Ég spyr því, fyrir hvað erum við að borga þessar 17 þúsund krónur? Útvarps- og sjónvarps- samband í dreifbýli STJÓRNARSKRÁ Haukur Arnþórsson stjórnsýslu- fræðingur ➜ Ég spyr því, fyrir hvað erum við að borga þessar 17 þúsund krónur? ➜ Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem m.a. eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. RÚV Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir íbúi á lands- byggðinni Hægt er að skrá sig á netfangið: ebba@pureebba.com eða í síma 775 4004. Verð kr. 4.000,- Takmarkaður fjöldi! EBBA GUÐNÝ kennir hvernig búa má til hollan og góðan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Miðvikudaginn 6. feb. kl. 20 - 22 www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.