Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 4
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 218,6551 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,85 124,45 187,96 188,88 159,32 160,22 21,376 21,502 21,261 21,387 19,043 19,155 1,3131 1,3207 185,82 186,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 26.03.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Fyrir mistök rugluðust myndir af sak- borningum í Guðmundar- og Geirfinns- málum á forsíðu Fréttablaðsins í gær þannig að við nafn Tryggva Rúnars Leifssonar birtist mynd af Guðjóni Skarphéðinssyni, og öfugt. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagurinn langi Hæg breytileg átt. HÆGUR VINDUR Horfur eru á fremur hægum vindi næstu daga. Það verður fremur skýjað í dag og úrkoma á stöku stað, á morgun verður bjart með köflum og á föstudaginn langa gæti orðið léttskýjað A-til. Ágætis páskaspá ef hún gengur eftir! -1° 6 m/s 3° 10 m/s 5° 7 m/s 5° 10 m/s Á morgun Víða hægur vindur, V-til. Gildistími korta er um hádegi 6° 2° 4° 2° 3° Alicante Aþena Basel 22° 20° 11° Berlín Billund Frankfurt 1° 2° 4° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 7° 2° 2° Las Palmas London Mallorca 23° 3° 19° New York Orlando Ósló 7° 18° 1° París San Francisco Stokkhólmur 7° 15° -1° 3° 5 m/s 3° 2 m/s 1° 3 m/s -1° 9 m/s 2° 2 m/s 1° 2 m/s 0° 2 m/s 4° 0° 4° 2° 3° SJÁVARÚTVEGUR Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári og telja að horfur séu á að ástandið í efnahagslífinu eigi ekki eftir að batna á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef LÍÚ og er vísað í árlega könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans. Þar kemur jafnframt fram að stjórnendur sjávarútvegsfyrir- tækja telji að framlegð fyrir- tækja muni dragast verulega saman á sama tíma og einungis ellefu prósent þeirra sjá fram á fjölgun starfa. - þj Viðhorfskönnun SA og SÍ: Svartsýni ríkir í sjávarútvegi SVARTSÝNISSPÁR Stjórnendur sjávar- útvegsfyrirtækja spá að framlegð fyrir- tækja muni dragast verulega saman. UTANRÍKISMÁL Eistnesk stjórn- völd ætla að lána Íslendingum húsnæði undir sendiráð Íslands í Peking endurgjaldslaust. Sendi- ráð Íslands verður í sama húsi og sendiráð Eistlands og munu ríkin deila rekstrarkostnaði hússins. Össur Skarphéðinsson utan- ríkis ráðherra og Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, undir rituðu samkomulag um þetta á fundi í Tallinn í Eistlandi í gær. Ísland fær 225 fermetra í nýrri sendiráðsbyggingu Eista sem verið er að byggja. Paet sagði að Eistlendingar stæðu í ævarandi þakkarskuld við Íslendinga fyrir að hafa fyrst ríkja viðurkennt full- veldi Eistlands árið 1991. - bj Sendiráðið í Peking flytur: Eistar lána hús undir sendiráð SVÍÞJÓÐ, AP Sænska mál nefndin hefur tekið út af síðasta lista sínum um nýyrði orðið „ogoogle- bar“, sem þýðir ógúglanlegur, vegna þess að fyrirtækið Google vill ekki að heiti fyrirtækisins sé notað með þessum hætti. Í erindi sínu til málnefndar- innar færir Google þau rök að heiti fyrirtækisins sé skráð vöru- merki. Frekar en að fara í hart ákvað málnefndin að gefa eftir, en lýsti jafnframt yfir óánægju sinni með að Google sé að reyna að stjórna tungumálinu. - gb „Ógúglanlegt“ tekið af lista: Google fær sitt fram í Svíþjóð DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær að samruni Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Ufsabergs – útgerðar, sem fram fór árið 2011, hafi verið ólögmætur. Með þessu var dómi héraðsdóms snúið við. Búið er að slíta síðarnefnda fyrir- tækinu. Guðmundur Kristjánsson út- gerðar maður og Stilla ehf. ráku málið. Helgi Jóhannesson, lög maður Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrir- tækið muni nú skoða dóminn og sjá hvernig brugðist verði við honum. Þetta þýði ekki m i k ið f y r i r fyrir tækið. „Þessi sam- runi var nú ekki stærsta ákvörð- un Vinnslustöðv- arinnar, þetta verður ba ra lagað.“ Það f lækir málið að búið er að slíta Ufsabergi, en fyrir tækin hafa verið rekin sem eitt síðan sam- runinn átti sér stað. „Það þarf að pæla í því hvernig best er að verða við þessu dómsorði. Mér finnst Hæstiréttur ekki hafa hugsað mjög praktískt þegar hann tók þessa ákvörðun,“ segir Helgi. Í dómi Hæstaréttar sagði að samningur Vinnslustöðvarinnar og Ufsabergs hefði engan annan til- gang haft en þann að virkja atkvæð- isrétt eigin hluta í Vinnslustöðinni. Dómurinn klofnaði og greiddu þrír dómarar atkvæði með ógildingu samrunans en tveir gegn. - kóp Þurfa að leysa upp samruna Vinnslustöðvar og uppleysts fyrirtækis: Samruni útgerða ólögmætur HELGI JÓHANNESSON FERÐALÖG Alls vilja 63 prósent ferðamanna að hætt verði að selja áfengi um borð í flugvélum. Þetta eru niðurstöður könnunar Sky- scanner sem tók til sex þúsund ferðamanna í Evrópu. Samkvæmt frétt á vef Jótlands- póstsins segjast 43 prósent vera þeirrar skoðunar að drukknir farþegar eyðileggi ferðina. Aðeins sextán prósent segjast fá sér drykk um borð. Haft er eftir Mariu Paulsen hjá Skyscanner að fleiri kjósi að fljúga með lágfargjaldaflug fé- lögum í kjölfar kreppunnar. Þau taki sérstakt gjald fyrir að veita áfengi um borð. - ibs Könnun meðal farþega: Meirihluti vill flug án áfengis ALÞINGI Alls þurfa 40 prósent kjósenda að samþykkja um deildar breytingar á stjórnarskrá, sam- kvæmt hugmyndum formanna stjórnmálaflokkanna að sam- komulagi í stjórnarskrármálinu. Nokkuð þokaðist í samkomulag á milli flokkanna í gær, en enn ber á milli í nokkrum málum. Birgitta Jónsdóttir, þing maður Hreyfingarinnar, sat fund formann- anna í gær. Hún sagði frá samkomu- lagsgrunninum á Face book en for- mennirnir hafa hingað til verið tregir til að gefa upp um hvað það snýst. Katrín Jakobs dóttir, for- maður Vinstri grænna, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að breyt- ingarnar hefðu verið ræddar. „Við höfum verið að ræða áfram- haldandi breytingar á breytingar- ákvæði stjórnarskrár. Það hefur verið rætt um að setja 40 pró- senta samþykkisþröskuld, sem þýðir 80 prósenta þátttöku í mjög um deildum stjórnarskrárbreyt- ingum,“ segir hún. Fleiri mál standa þó út af borðinu en stjórnarskráin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því, meðal annars úr Framsóknarflokknum, að flokkurinn hafi lítinn áhuga að sjá lög um nýjan Landspítala verða að veruleika. Þá hefur verið rætt um gildistöku nýrra náttúru verndar- laga, en ekki náðst saman enn. Viðræður fóru fram í nokkrum hópum í gær og gengu sumpart vel. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir viðræðurnar um margt hafa gengið vel. „Við höfum verið að færast nær samkomulagi. Það hefur gengið ágætlega í dag [gær] og menn hafa fundið lausnir á ágætum meirihluta málanna. Það eru þó enn þá nokkur mál sem standa út af, en þau eru ekki mörg.“ Nokkuð hefur verið rætt um hvort stjórnarflokkarnir hyggist beita 71. grein laga um þingsköp og knýja fram atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar ekki meirihluti fyrir sam- þykkt hennar. kolbeinn@frettabladid.is Semja um þröskuld við þjóðaratkvæði Formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu til að gera breytingar á stjórnarskrá. Þokaðist í samkomulagsátt í gær. Framsóknarflokkurinn tregur til samninga um nýjan Landspítala. STJÓRNLAGARÁÐ Stjórnarflokkarnir telja sig ekki hafa meirihluta fyrir því að þvinga í gegn atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Frá fundi stjórnlagaráðs sem samdi drög að stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Nokkuð er um það að erlendir berklasjúklingar sæki til Noregs til að fá læknismeðferð á kostnað norska ríkisins. Aftenposten hefur eftir yfir- lækni einum að allt að sjö ein- staklingar haldnir fjöl ónæmum berklum komi til landsins ár hvert í þeim tilgangi einum að sækja þangað lækningu. Kostnaðurinn við hvert tilfelli er á bilinu tuttugu til fjörutíu milljónir íslenskra króna og meðferðin tekur jafnan á annað ár. - þj Sækja í læknisþjónustu: Berklasjúkir koma til Noregs Birgitta Jónsdóttir setti eftirfarandi á Facebook-síðu sína í gær: Loksins fékk ég boð á formannafund og þar fékk ég eftirfarandi staðfest sem samninga á milli formanna fjórflokksins: Þau eru búin að semja um 40% þröskuld á breytingar á stjórnarskrá, ef mál er umdeilt þurfa um 80%* allra á kjörskrá að mæta á kjörfund til að fá ákvæði samþykkt. Ekkert auðlindaákvæði, Bakki verður keyrður í gegn og náttúruverndarlögin verða ekki lögfest fyrr en eftir í fyrsta lagi eftir ár. Upplýst á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.