Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.03.2013, Qupperneq 12
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HREIN SNILLD Í ELDA- MENNSKUNA EKKERT MSG! ENGIN TRANSFITA ! ENGIN LITAREFNI! SKÝRSLAN SKOÐUÐ Erla Bolladóttir var yfirheyrð að minnsta kosti 105 sinnum á níu mánuðum á meðan hún sat í varðhaldi. Hér skoðar hún skýrslu hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Að minnsta kosti helmingur sakborninga í Guðmundar- og Geirfinns- málunum reyndi, hótaði eða hugsaði um sjálfsvíg á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um málin. Kristján Viðar Viðarsson reyndi í tví- gang að stytta sér aldur um jólin 1976 til 1977. Hann reyndi bæði að skera sig á púls og kveikja í klefa sínum. Í kjölfarið var tekin upp sólarhringsgæsla yfir honum því talið var líklegt að hann myndi reyna sjálfsvíg aftur. Ekki er að sjá af fangelsis- dagbók að hann hafi notið aðstoðar fanga- læknis, fangaprests eða annarrar sálgæslu á þessu tímabili, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá kemur fram að Erla Bolladóttir hafi verið talin í sjálfsvígshættu seinni hluta ársins 1976. Fram kemur í athugasemdum þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz að eftir yfirheyrslu í október það ár hafi hún hótað sjálfsmorði. Í dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar frá árinu 1976 koma fram hugleiðingar hans um sjálfsvíg og óskir um dauða. „Mikið vildi ég að Guð tæki mig til sín, ég er alveg að gefast upp,“ skrifaði hann á gamlárs- dag árið 1976. Í viðtölum starfshópsins við fangaverði kemur fram að öllum sakborn- ingunum sex hafi liðið mjög illa í varð- haldinu. Fram kemur í skýrslu starfshópsins að hann telur líklegt að fjöldi gagna, sem hafi orðið til við rannsókn málanna, hafi ekki enn fundist. Meðal þessara gagna eru frekari gögn frá Schütz og rann sóknar- nefnd Reykjavíkur. „Hópurinn telur lík- legt miðað við umfang rann sóknarinnar að fleiri gögn hafi verið þýdd á þýsku fyrir Schütz en ella má draga þá ályktun að hann hafi ekki haft nægilega góða yfirsýn yfir rannsóknina á tungumáli sem hann skildi.“ Einnig hefur komið í ljós að Schütz hafi haldið daglega fundi með rannsóknar- nefnd Reykjavíkur og ritaðar hafi verið fundargerðir, sem hafa ekki fundist. Þá hafa lögregluskýrslur og minnis- punktar, bæði um yfirheyrslur yfir fjór- menningunum svokölluðu, og er varða rannsókn Guðmundarmálsins, ekki fundist. Að auki hafa lyfjaskrár, um lyf í Síðumúlafangelsi, ekki fundist. Nokkur fjöldi gagna sem varð til við rannsóknina rataði aldrei fyrir dóm og verjendur og dómarar höfðu ekki aðgang að þeim. Þetta þarf að sögn hópsins ekki að vera óeðlilegt. Þó hafa ekki fengist skýringar á öllum þeim gögnum sem tekin voru út. thorunn@frettabladid.is Hótuðu eða reyndu sjálfsvíg í fangelsinu Helmingur sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum reyndi, hótaði eða hugsaði um sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi. Starfshópur um málin telur að fjöldi gagna, sem gerð voru við rann- sóknina, sé enn týndur. Meðal þeirra séu gögn frá Schütz. Margt gagna kom aldrei fyrir dóm. LÁGMARKSFJÖLDI YFIRHEYRSLA Kristján Viðar Viðarsson a.m.k. 160 yfirheyrslur á einu og hálfu ári. Ekkert talað um lög- mann. Tryggvi Rúnar Leifsson a.m.k. 95 yfirheyrslur á tæpum tveimur árum. Hitti lögmann 25 sinnum samkvæmt fangelsisdagbók. Erla Bolladóttir a.m.k. 105 yfirheyrslur á níu mánuðum. Lögmaður þrisvar við- staddur. Guðjón Skarphéðinsson a.m.k. 75 yfirheyrslur á tveimur mánuðum. Hitti lögmann sinn 27 sinnum. Sævar Ciesielski a.m.k. 180 yfirheyrslur á tveimur árum. Ekkert talað um lögmann. Albert Klahn a.m.k. 26 yfirheyrslur á 87 dögum. Hitti lög- mann fjórum sinnum. „Ljóst er þó að upplýsingar um fj ölda og lengd yfi rheyrsla og annarra samskipta milli rannsakenda og sakborninga eru frekar van- en of- taldar því í málun- um báðum liggja ekki fyrir upp- lýsingar um tíma- lengd yfi rheyrsla í fj ölda tilvika og þá liggur oft ekki fyrir hvort um formlega skýrslutöku var að ræða eða óform- legt samtal.“ Úr skýrslu starfshópsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.